Hált á svellinu Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 30. nóvember 2023 13:00 Ágæt vinkona mín kom eitt sinn til mín grafalvarleg í bragði og sagðist eiga við vandamál að stríða; hún væri með ofnæmi fyrir áfengi. Mér varð orðavant en hún hélt áfram án þess að bíða eftir viðbrögðum mínum og bætti við: Ég verð full af því. Líklega hafa flestir slíkt áfengisofnæmi og ein af afleiðingum þess er að fólki verður hált á svellinu í tangó sínum við hinn viðsjálverða guð Bakkos. Síkt kom fyrir einn af okkar ágætu þingmönnum fyrir nokkrum dögum síðan og er það ekki í fyrsta sinn sem slíkt kemur fyrir fulltrúa á löggjafarsamkomunni og áreiðanlega ekki í það síðasta. Þingmaðurinn baðst afsökunar á framkomu sinni við dyraverði og eigendur skemmtistaðarins og er ekki annað vitað en því hafi verið ljúfmannlega tekið. Nú skildi maður halda að málið væri úr sögunni en, nei takk. Málinu var haldið vakandi af þeim hópi manna sem ausa úr rotþró sálu sinna á svokölluðu Moggabloggi og fór þar fremstur í flokki kennari í Garðabæ sem hlotið hefur dóm fyrir meiðyrði. Ekki þarf að fjölyrða um það sem þessi söfnuðu lét frá sér fara um málið en segja má að þar hafi sumt verið leiðinlegt en annað óþraft svo vitnað sé til Nobelskáldsins. Ritstjóri Morgunblaðsins tekur svo málið upp á sína arma í leiðara dagsins og fer mikinn. Nú er það svo að ritstjórinn er kominn nokkuð við aldur og má vera að hann sé farinn að gleyma en þegar undirritaður las pistilinn rifjaðist upp fyrir honum atburður sem varð á Keflavíkurflugvelli þegar landslið Íslendinga í bridge kom heim, eftir að hafa gert garðinn frægan erlendis, og hafði meðferðis kristalskál mikla sem kölluð var Bermúdaskálin. Ritstjórinn, sem þá var í öðru starfi og valdameira, fór mikinn á Vellinum og bað menn um að drekka Bermúdaskál. Þessum viðburði var sjónvarpað. Ekki fannst öllum framkoma ritstjórans af þessu tilefni viðeigandi og höfðu orð á því. Ritstjóranum datt hins vegar ekki hug að biðjast afsökunar, af þessu tilefni frekar en öðrum, og sagðist hafa verið veikur. Af því tilefni varð þessi limra til og fór víða. Líf mitt er fjölmiðlaleikur.Langoftast stend ég þó keikur.Samt þó mér bráer ég sá mig á skjáalveg blind, ösku, þreifandi veikur. Höfundur er á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Píratar Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Ágæt vinkona mín kom eitt sinn til mín grafalvarleg í bragði og sagðist eiga við vandamál að stríða; hún væri með ofnæmi fyrir áfengi. Mér varð orðavant en hún hélt áfram án þess að bíða eftir viðbrögðum mínum og bætti við: Ég verð full af því. Líklega hafa flestir slíkt áfengisofnæmi og ein af afleiðingum þess er að fólki verður hált á svellinu í tangó sínum við hinn viðsjálverða guð Bakkos. Síkt kom fyrir einn af okkar ágætu þingmönnum fyrir nokkrum dögum síðan og er það ekki í fyrsta sinn sem slíkt kemur fyrir fulltrúa á löggjafarsamkomunni og áreiðanlega ekki í það síðasta. Þingmaðurinn baðst afsökunar á framkomu sinni við dyraverði og eigendur skemmtistaðarins og er ekki annað vitað en því hafi verið ljúfmannlega tekið. Nú skildi maður halda að málið væri úr sögunni en, nei takk. Málinu var haldið vakandi af þeim hópi manna sem ausa úr rotþró sálu sinna á svokölluðu Moggabloggi og fór þar fremstur í flokki kennari í Garðabæ sem hlotið hefur dóm fyrir meiðyrði. Ekki þarf að fjölyrða um það sem þessi söfnuðu lét frá sér fara um málið en segja má að þar hafi sumt verið leiðinlegt en annað óþraft svo vitnað sé til Nobelskáldsins. Ritstjóri Morgunblaðsins tekur svo málið upp á sína arma í leiðara dagsins og fer mikinn. Nú er það svo að ritstjórinn er kominn nokkuð við aldur og má vera að hann sé farinn að gleyma en þegar undirritaður las pistilinn rifjaðist upp fyrir honum atburður sem varð á Keflavíkurflugvelli þegar landslið Íslendinga í bridge kom heim, eftir að hafa gert garðinn frægan erlendis, og hafði meðferðis kristalskál mikla sem kölluð var Bermúdaskálin. Ritstjórinn, sem þá var í öðru starfi og valdameira, fór mikinn á Vellinum og bað menn um að drekka Bermúdaskál. Þessum viðburði var sjónvarpað. Ekki fannst öllum framkoma ritstjórans af þessu tilefni viðeigandi og höfðu orð á því. Ritstjóranum datt hins vegar ekki hug að biðjast afsökunar, af þessu tilefni frekar en öðrum, og sagðist hafa verið veikur. Af því tilefni varð þessi limra til og fór víða. Líf mitt er fjölmiðlaleikur.Langoftast stend ég þó keikur.Samt þó mér bráer ég sá mig á skjáalveg blind, ösku, þreifandi veikur. Höfundur er á eftirlaunum.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun