Segir ekki lengur hægt að sækja börnin til Íslands Jón Þór Stefánsson skrifar 3. desember 2023 13:15 Að sögn Helgu Völu er sú staða komin upp að ekki sé hægt að halda áfram aðförinni gegn Eddu. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona, segir þá lagalegu stöðu komna upp að ekki sé hægt að sækja börn Eddu Bjarkar Arnardóttur til landsins. Ástæðan fellst meðal annars í því að búið sé að flytja hana úr landi. „Sýslumaður getur ekki haldið áfram með aðför og sótt börnin vegna þess að sá einstaklingur sem aðförin beindist að, gerðarþoli í málinu, það er búið að taka hann af Íslandi. Þannig núna þarf að fara í nýtt aðfararmál til að fá börnin afhent. Það liggur alveg ljóst fyrir,“ segir Helga. „Hæstiréttur hefur kveðið upp þann dóm fyrir nokkrum árum. Það er ekki hægt að beina aðförinni áfram að einstaklingi sem nú er í gæsluvarðhaldi úti, heldur þarf að höfða nýtt mál hér.“ Þetta útskýrði Helga Vala í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar vísað hún í mál þar sem danskur barnsfaðir vildi fá þrjú börn sín afhent frá íslenskri barnsmóður. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það, en Hæstiréttur sneri því við. Sjá einnig: Dætur Hjördísar verða ekki sendar til Danmerkur Ofan á þetta væri síðan önnur lagaleg forsenda að sögn Helgu sem sæi til þess að ekki væri hægt að fara fram með nýja aðför. „Lögin segja að það sé ekki hægt núna því þeir hafa verið hér svo lengi á Íslandi. Því miður tíminn er runninn út.“ Deildu um forsjárdeiluna Í Sprengisandi ræddi Helga og Sigurður Örn Hilmarsson, formaður lögmannafélagsins, um forsjárdeiluna sem hefur verið áberandi í þjóðfélagsumræðuna síðustu daga. Þar gagnrýndi Sigurður umræðu og orðræðu sem hefur verið áberandi um málið, sem að hans mati grafa undan samfélagsgerðinni. „Mér fannst eins og það væri verið að færa markalínurnar. Þannig að það sé valkostur að borgararnir, séu þeir ósammála lögunum eða niðurstöðum dómstóla, þá geti þeir sjálfið stigið niður í krafti þessa hnefaréttar,“ segir Sigurður sem tók fram að hann hefði ekki kynnt sér málið í þaula. Hann væri frekar að tala um ástandið sem hefði myndast vegna málsins. Helga Vala svaraði því og sagðist hafa kynnt sér málið í þaula, og gagnrýndi margt í meðferð þess. „Hún fær ekki notið þess að hafa verjanda sér við hlið þegar tekin er ákvörðun um að vista hana í þrjátíu daga gæsluvarðhaldi. Þar fær hún eina máltíð á dag, fær að hringja einu sinni í viku í fjölskyldu sína. Og óvíst er hvenær málið verður þingfest í Noregi.“ Sigurður sagði að það gæti vel verið að þetta væri rétt hjá Helgu Völu. Hins vegar væri réttast að komast að þeirri niðurstöðu fyrir dómstólum. „Þetta getur allt saman verið rétt sem þú ert að nefna, en rétti vettvangurinn til að útkljá þessi mál er einmitt hjá dómstólum, hjá viðeigandi yfirvöldum.“ Dómsmál Fjölskyldumál Noregur Börn og uppeldi Mál Eddu Bjarkar Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira
„Sýslumaður getur ekki haldið áfram með aðför og sótt börnin vegna þess að sá einstaklingur sem aðförin beindist að, gerðarþoli í málinu, það er búið að taka hann af Íslandi. Þannig núna þarf að fara í nýtt aðfararmál til að fá börnin afhent. Það liggur alveg ljóst fyrir,“ segir Helga. „Hæstiréttur hefur kveðið upp þann dóm fyrir nokkrum árum. Það er ekki hægt að beina aðförinni áfram að einstaklingi sem nú er í gæsluvarðhaldi úti, heldur þarf að höfða nýtt mál hér.“ Þetta útskýrði Helga Vala í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar vísað hún í mál þar sem danskur barnsfaðir vildi fá þrjú börn sín afhent frá íslenskri barnsmóður. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það, en Hæstiréttur sneri því við. Sjá einnig: Dætur Hjördísar verða ekki sendar til Danmerkur Ofan á þetta væri síðan önnur lagaleg forsenda að sögn Helgu sem sæi til þess að ekki væri hægt að fara fram með nýja aðför. „Lögin segja að það sé ekki hægt núna því þeir hafa verið hér svo lengi á Íslandi. Því miður tíminn er runninn út.“ Deildu um forsjárdeiluna Í Sprengisandi ræddi Helga og Sigurður Örn Hilmarsson, formaður lögmannafélagsins, um forsjárdeiluna sem hefur verið áberandi í þjóðfélagsumræðuna síðustu daga. Þar gagnrýndi Sigurður umræðu og orðræðu sem hefur verið áberandi um málið, sem að hans mati grafa undan samfélagsgerðinni. „Mér fannst eins og það væri verið að færa markalínurnar. Þannig að það sé valkostur að borgararnir, séu þeir ósammála lögunum eða niðurstöðum dómstóla, þá geti þeir sjálfið stigið niður í krafti þessa hnefaréttar,“ segir Sigurður sem tók fram að hann hefði ekki kynnt sér málið í þaula. Hann væri frekar að tala um ástandið sem hefði myndast vegna málsins. Helga Vala svaraði því og sagðist hafa kynnt sér málið í þaula, og gagnrýndi margt í meðferð þess. „Hún fær ekki notið þess að hafa verjanda sér við hlið þegar tekin er ákvörðun um að vista hana í þrjátíu daga gæsluvarðhaldi. Þar fær hún eina máltíð á dag, fær að hringja einu sinni í viku í fjölskyldu sína. Og óvíst er hvenær málið verður þingfest í Noregi.“ Sigurður sagði að það gæti vel verið að þetta væri rétt hjá Helgu Völu. Hins vegar væri réttast að komast að þeirri niðurstöðu fyrir dómstólum. „Þetta getur allt saman verið rétt sem þú ert að nefna, en rétti vettvangurinn til að útkljá þessi mál er einmitt hjá dómstólum, hjá viðeigandi yfirvöldum.“
Dómsmál Fjölskyldumál Noregur Börn og uppeldi Mál Eddu Bjarkar Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira