Hvatti fólk til að hamstra mentólsígarettur Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2023 20:01 Hildur Sverrisdóttir og Inga Sæland eru mótfallnar því að banna mentólsígarettur. Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hvatti saumaklúbbakonur og djammreykingamenn um að hamstra mentólsígarettur á næstu fjórum árum. Eftir það verða þær líklega ófáanlegar hér á landi. Önnur umræða um frumvarp Willum Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra, fór fram á Alþingi í dag. Frumvarpið kemur beint frá EES-tilskipun og velur meðal annars í sér að bragðbættar sígarettur og bragðbætt tóbak verður bannað. Áhugasamir geta kynnt sér frumvarpið betur hér á vef Alþingis. Því er ætlað að draga úr heilsutjóni og þá sérstaklega ungs fólks. Ekki eru þó allir sammála um að mentólsígarettur séu eitthvað sem ungt fólk sækir sérstaklega í. Hildur mælti gegn frumvarpinu á Alþingi fyrir rétt tæpu ári. „Í rökstuðningnum eru blessuð börnin í forgrunni, sem væri gott og blessað og sjálfsagt ef hægt væri að færa rök fyrir því að Salem, Capri blár og aðrar mentólsígarettur hefðu einhvern tímann gert börnum eitthvað umfram aðrar sígarettutegundir en svo er einfaldlega ekki,“ sagði Hildur í andsvari sínu. Hildur sagðist í pontu í dag styðja þær breytingar sem hefðu verið gerðar á frumvarpinu frá því fyrir ári síðan, þó hún studdi ekki frumvarpið enn. „EES er vissulega mikilvægasta viðskiptasamband sem við eigum en það er þó ekki alveg fullkomið,“ sagði Hildur. Hún sagði þann anga tilskipunarinnar sem málið byggði á vera órökstuddur og sýndarlýðheilsuaðgerð. Tilgangur frumvarpsins væri að stemma stigu við tóbaksnotkun ungmenna, sem Hildur sagði frábært markmið, en þetta hefði ekkert með það að gera. „Mentólsígarettur hafa þar afskaplega lítið vægi, ef eitthvað,“ sagði Hildur. „Þetta er því vont mál, eða þessi angi málsins öllu heldur.“ Hildur bað vinkonur sínar í saumaklúbbum landsins og djammreykingamenn afsökunar fyrir hönd Alþingis en sendi þeim skilaboð. „Hamstrið þið mentólsígaretturnar ykkar næstu fjögur ár, við fengum það þó í gegn, að lengja þetta um fjögur ár. Þær ku geymast vel í frysti.“ „Látið Salem í friði“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tók undir með Hildi. „Ég hætti nú að reykja fyrir einhverjum tuttugu árum síðan en ég verð að viðurkenna að það kemur fyrir að maður skvetti í sig af og til. Þá finnst mér rosalega gott að fá mér eina Salem Lights," sagði Inga. „Þessi forræðishyggja er farin að ganga aðeins of langt, finnst mér.“ Inga sagði að frekar ætti að grípa til aðgerða gegn „veipinu og öllu bragðinu sem er þar, hvort sem það er pipar eða salt eða krydd eða jalepeno eða hvað allt eina það heitir. En ég meina, látið Salem í friði. Ég fá að reykja mentól á tuttugu ára fresti ef ég dett í það,“ sagði Inga. Willum steig einnig í pontu í dag og sagði hann að forvarnir og það að stemma stigu við tóbaksnotkun ungmenna vera lykilatriðið. Það ætti alltaf að vera að leiðarljósi í umfjöllun um þessi mál. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Áfengi og tóbak Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Önnur umræða um frumvarp Willum Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra, fór fram á Alþingi í dag. Frumvarpið kemur beint frá EES-tilskipun og velur meðal annars í sér að bragðbættar sígarettur og bragðbætt tóbak verður bannað. Áhugasamir geta kynnt sér frumvarpið betur hér á vef Alþingis. Því er ætlað að draga úr heilsutjóni og þá sérstaklega ungs fólks. Ekki eru þó allir sammála um að mentólsígarettur séu eitthvað sem ungt fólk sækir sérstaklega í. Hildur mælti gegn frumvarpinu á Alþingi fyrir rétt tæpu ári. „Í rökstuðningnum eru blessuð börnin í forgrunni, sem væri gott og blessað og sjálfsagt ef hægt væri að færa rök fyrir því að Salem, Capri blár og aðrar mentólsígarettur hefðu einhvern tímann gert börnum eitthvað umfram aðrar sígarettutegundir en svo er einfaldlega ekki,“ sagði Hildur í andsvari sínu. Hildur sagðist í pontu í dag styðja þær breytingar sem hefðu verið gerðar á frumvarpinu frá því fyrir ári síðan, þó hún studdi ekki frumvarpið enn. „EES er vissulega mikilvægasta viðskiptasamband sem við eigum en það er þó ekki alveg fullkomið,“ sagði Hildur. Hún sagði þann anga tilskipunarinnar sem málið byggði á vera órökstuddur og sýndarlýðheilsuaðgerð. Tilgangur frumvarpsins væri að stemma stigu við tóbaksnotkun ungmenna, sem Hildur sagði frábært markmið, en þetta hefði ekkert með það að gera. „Mentólsígarettur hafa þar afskaplega lítið vægi, ef eitthvað,“ sagði Hildur. „Þetta er því vont mál, eða þessi angi málsins öllu heldur.“ Hildur bað vinkonur sínar í saumaklúbbum landsins og djammreykingamenn afsökunar fyrir hönd Alþingis en sendi þeim skilaboð. „Hamstrið þið mentólsígaretturnar ykkar næstu fjögur ár, við fengum það þó í gegn, að lengja þetta um fjögur ár. Þær ku geymast vel í frysti.“ „Látið Salem í friði“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tók undir með Hildi. „Ég hætti nú að reykja fyrir einhverjum tuttugu árum síðan en ég verð að viðurkenna að það kemur fyrir að maður skvetti í sig af og til. Þá finnst mér rosalega gott að fá mér eina Salem Lights," sagði Inga. „Þessi forræðishyggja er farin að ganga aðeins of langt, finnst mér.“ Inga sagði að frekar ætti að grípa til aðgerða gegn „veipinu og öllu bragðinu sem er þar, hvort sem það er pipar eða salt eða krydd eða jalepeno eða hvað allt eina það heitir. En ég meina, látið Salem í friði. Ég fá að reykja mentól á tuttugu ára fresti ef ég dett í það,“ sagði Inga. Willum steig einnig í pontu í dag og sagði hann að forvarnir og það að stemma stigu við tóbaksnotkun ungmenna vera lykilatriðið. Það ætti alltaf að vera að leiðarljósi í umfjöllun um þessi mál.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Áfengi og tóbak Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira