Rauk í burtu en skildi eftir veskið og typpateikningu í snjónum Árni Sæberg skrifar 7. desember 2023 17:02 Edda Björk Arnardóttir hefur verið afhent norskum stjórnvöldum. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Edda Björk Arnardóttir, sem þá stóð til að afhenda norskum yfirvöldum, sætti gæsluvarðhaldi á grundvelli norrænnar handtökuskipunar. Í úrskurði Landsréttar er vakin athygli á því að Edda Björk hafi vanrækt tilkynningarskyldu þegar hún sætti farbanni. Þá beið typpamynd í snjó lögreglu við eina húsleit. Þetta segir í úrskurði Landsréttar, sem kveðinn var upp þann 1. desember síðastliðinn en birtur í dag. Edda Björk var flutt til Noregs snemma sama dag og úrskurðurinn var kveðinn upp. Verjandi hennar gagnrýndi það harðlega að Edda Björk skyldi flutt áður en mál hennar hafði verið tekið fyrir af æðri dómstóli. Edda Björk var úrskurðuð í þrjátíu daga gæsluvarðhald við komuna til Noregs og sætir því nú í Þelamerkurfangelsi. Í úrskurðinum segir að Edda Björk hafi krafist þess að gæsluvarðhaldsúrskurður yrði felldur úr gildi á grundvelli þess að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu væri ekki bær til þess að krefjast þess að hún sætti gæsluvarðhaldi. Ríkissaksóknari fól lögreglu að krefjast gæsluvarðhalds Í niðurstöðu Landsréttar segir að fyrir réttinum lægju erindi Ríkissaksóknara, sem fer með mál samkvæmt lögum um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar, þar sem embættið fól Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að gera kröfu um að Eddu Björk yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi eftir handtöku í því skyni að tryggja návist hennar þar til afhending á grundvelli norrænnar handtökuskipunar færi fram, samanber úrskurð Landsréttar þess efnis frá 24. nóvember. „Samkvæmt þessu verður að telja að sóknaraðili hafi til þess heimild að lögum að krefjast þess fyrir dómi að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi í því skyni sem fyrr er getið.“ Átti að tilkynna sig þrisvar í viku Þá segir í úrskurðinum að það athugist að í kjölfar þess að Eddu Björk var gert að sæta farbanni með úrskurði héraðsdóms í lok október hafi það verið fært í þingbók dómsins sú ákvörðun lögreglustjóra að Edda Björk skyldi tilkynna sig á tilgreindum dögum þrisvar sinnum í viku á lögreglustöð á höfuðborgarsvæðinu. „Fyrir liggur að það vanrækti varnaraðili ítrekað að gera, svo sem réttilega er vikið að í hinum kærða úrskurði.“ Í greinargerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að ljóst séð að flótti og unankoma Eddu frá málinu, sem hætta var talin á frá upphafi, hafi raungerst. Hún hafi haldið til hjá vitorðsfólki í felum fyrir lögreglu. Lögreglustjóri hafi beitt öllum tiltækum ráðum til að kortleggja ferðir hennar til að hafa uppi á henni og handtaka í samræmi við fyrirliggjandi handtökuskipun. Þá segir að lögregla hafi neyðst til að framkvæma rannsóknaraðgerðir og afla dómsúrskurða til að hafa uppi á Eddu. Í einni af þremur húsleitum lögreglu þann 25. nóvember á líklegum dvalarstöðum Eddu hafi mátt sjá öryggismyndavélar, spor frá húsinu, ófrágenginn heitan pott með nuddstillingu enn í gangi, veski Eddu á borði og önnur ummerki um að þar hefði nýlega einhver haldið til og rokið burt. Þá voru þar einnig nýlega teiknaðar myndir af getnaðarlim í snjó sem lesin voru sem skilaboð til lögreglu. Ljóst er að hinni eftirlýstu hefur verið kunnugt um að hennar væri leitað og hún hefur engan samstarfsvilja sýnt. Lögregla þekkir jafnframt til þess að fjöldi fólks hefur staðið að baki hinni eftirlýstu og aðstoðað hana við að torvelda störf lögreglu í tengslum við málið Fjölskyldumál Noregur Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira
Þetta segir í úrskurði Landsréttar, sem kveðinn var upp þann 1. desember síðastliðinn en birtur í dag. Edda Björk var flutt til Noregs snemma sama dag og úrskurðurinn var kveðinn upp. Verjandi hennar gagnrýndi það harðlega að Edda Björk skyldi flutt áður en mál hennar hafði verið tekið fyrir af æðri dómstóli. Edda Björk var úrskurðuð í þrjátíu daga gæsluvarðhald við komuna til Noregs og sætir því nú í Þelamerkurfangelsi. Í úrskurðinum segir að Edda Björk hafi krafist þess að gæsluvarðhaldsúrskurður yrði felldur úr gildi á grundvelli þess að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu væri ekki bær til þess að krefjast þess að hún sætti gæsluvarðhaldi. Ríkissaksóknari fól lögreglu að krefjast gæsluvarðhalds Í niðurstöðu Landsréttar segir að fyrir réttinum lægju erindi Ríkissaksóknara, sem fer með mál samkvæmt lögum um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar, þar sem embættið fól Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að gera kröfu um að Eddu Björk yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi eftir handtöku í því skyni að tryggja návist hennar þar til afhending á grundvelli norrænnar handtökuskipunar færi fram, samanber úrskurð Landsréttar þess efnis frá 24. nóvember. „Samkvæmt þessu verður að telja að sóknaraðili hafi til þess heimild að lögum að krefjast þess fyrir dómi að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi í því skyni sem fyrr er getið.“ Átti að tilkynna sig þrisvar í viku Þá segir í úrskurðinum að það athugist að í kjölfar þess að Eddu Björk var gert að sæta farbanni með úrskurði héraðsdóms í lok október hafi það verið fært í þingbók dómsins sú ákvörðun lögreglustjóra að Edda Björk skyldi tilkynna sig á tilgreindum dögum þrisvar sinnum í viku á lögreglustöð á höfuðborgarsvæðinu. „Fyrir liggur að það vanrækti varnaraðili ítrekað að gera, svo sem réttilega er vikið að í hinum kærða úrskurði.“ Í greinargerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að ljóst séð að flótti og unankoma Eddu frá málinu, sem hætta var talin á frá upphafi, hafi raungerst. Hún hafi haldið til hjá vitorðsfólki í felum fyrir lögreglu. Lögreglustjóri hafi beitt öllum tiltækum ráðum til að kortleggja ferðir hennar til að hafa uppi á henni og handtaka í samræmi við fyrirliggjandi handtökuskipun. Þá segir að lögregla hafi neyðst til að framkvæma rannsóknaraðgerðir og afla dómsúrskurða til að hafa uppi á Eddu. Í einni af þremur húsleitum lögreglu þann 25. nóvember á líklegum dvalarstöðum Eddu hafi mátt sjá öryggismyndavélar, spor frá húsinu, ófrágenginn heitan pott með nuddstillingu enn í gangi, veski Eddu á borði og önnur ummerki um að þar hefði nýlega einhver haldið til og rokið burt. Þá voru þar einnig nýlega teiknaðar myndir af getnaðarlim í snjó sem lesin voru sem skilaboð til lögreglu. Ljóst er að hinni eftirlýstu hefur verið kunnugt um að hennar væri leitað og hún hefur engan samstarfsvilja sýnt. Lögregla þekkir jafnframt til þess að fjöldi fólks hefur staðið að baki hinni eftirlýstu og aðstoðað hana við að torvelda störf lögreglu í tengslum við málið
Fjölskyldumál Noregur Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira