Sjúkraþyrla, tíminn skiptir máli Gunnar Svanur Einarsson skrifar 8. desember 2023 07:00 Í þessari grein vil ég árétta minn hug og styðja við það að við Íslendingar fáum sjúkraþyrlu (HEIMS) eigi síðar en strax. Ég hef áður skrifað grein um sjúkraþyrluna og útskýrði þar muninn á sjúkraþyrlum (HEIMS) og björgunarþyrlum (SAR). Þar fór ég inn á að björgunarþyrla (SAR) myndi aldrei henta, t.d. við flutning á sjúklingum milli sjúkrahúsa sem myndi hins vegar ganga upp með notkun sjúkraþyrlu (HEIMS). Ég ætla ekki að ræða frekar hve undarlega það blasir við að Landhelgisgæslan reyni að leggja stein í götu þessa verkefnis. Þ.e.a.s. að Heilbrigðisráðuneytið komi sér upp sjúkraþyrlu til að styðja við fjarspítalaþjónustu. Inn á það fór ég í grein minni Sjúkraþyrla eða björgunarþyrla. Hver er munurinn? Ég ætla hins vegar að koma stuttlega inn á hvað svona sjúkraþyrla myndi þýða fyrir okkur í viðbragðstíma. Að mínu mati væri skynsamlegast að sjúkraþyrlan fyrir Suðurland væri staðsett á Hvolsvelli. Þaðan gæti hún flogið lágt í slæmu skyggni um Suðurlandið og gæti síðan komið í blindflugi til Vestmannaeyja. Vindhviður geta verið vandamál fyrir gangsetningu þyrla og því tel ég Hvolsvöll heppilegri kost hvað það varðar. Sjúkraþyrlan getur hins vegar lent í Vestmannaeyjum í talsverðum vindi, svo lengi sem ekki þarf að drepa á. Hér eru nokkur dæmi um biðina sem einstaklingar (kannski þú) þyrftir að bíða á mismunandi stöðum á Suðurlandi ef veikindi eða slys bæri að höndum. Ég set upp áætlaðan flugtíma frá því þyrlan er komin í gang. Viðbragðstími á að vera 5 - 10 mín frá útkalli. Þá miða ég við sjúkraþyrluna Airbus H145, sem hefur flughraða um 135 hnúta (250 km/h) en hún getur flogið hraðar á fullu afli. Aðrar tegundir sjúkraþyrla hafa svipaðan flughraða. Hvolsvöllur – Vestmannaeyjar: 8 mínútur Hvolsvöllur – Gullfoss: 16 mín Hvolsvöllur – Landmannalaugar: 16 mínútur Hvolsvöllur – Flúðir: 11 mínútur Hvolsvöllur – Borgarnes: 25 mínútur Hvolsvöllur – Þorlákshöfn: 12 mínútur Hvolsvöllur – Vík: 17 mínútur Hvolsvöllur – Kirkjubæjarklaustur: 26 mínútur Hvolsvöllur – Skaftafell: 40 mínútur Á þessu má sjá að þyrlan er fljót á staðinn og ekki síst þá er flutningur á sjúkrahúsin einnig mjög hraður. Höfundur er þyrluflugmaður og véltæknifræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjúkraflutningar Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland & Orkuskiptin: Styðjum Þróun á Jarðhita & Alþjóðlegt Samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Í þessari grein vil ég árétta minn hug og styðja við það að við Íslendingar fáum sjúkraþyrlu (HEIMS) eigi síðar en strax. Ég hef áður skrifað grein um sjúkraþyrluna og útskýrði þar muninn á sjúkraþyrlum (HEIMS) og björgunarþyrlum (SAR). Þar fór ég inn á að björgunarþyrla (SAR) myndi aldrei henta, t.d. við flutning á sjúklingum milli sjúkrahúsa sem myndi hins vegar ganga upp með notkun sjúkraþyrlu (HEIMS). Ég ætla ekki að ræða frekar hve undarlega það blasir við að Landhelgisgæslan reyni að leggja stein í götu þessa verkefnis. Þ.e.a.s. að Heilbrigðisráðuneytið komi sér upp sjúkraþyrlu til að styðja við fjarspítalaþjónustu. Inn á það fór ég í grein minni Sjúkraþyrla eða björgunarþyrla. Hver er munurinn? Ég ætla hins vegar að koma stuttlega inn á hvað svona sjúkraþyrla myndi þýða fyrir okkur í viðbragðstíma. Að mínu mati væri skynsamlegast að sjúkraþyrlan fyrir Suðurland væri staðsett á Hvolsvelli. Þaðan gæti hún flogið lágt í slæmu skyggni um Suðurlandið og gæti síðan komið í blindflugi til Vestmannaeyja. Vindhviður geta verið vandamál fyrir gangsetningu þyrla og því tel ég Hvolsvöll heppilegri kost hvað það varðar. Sjúkraþyrlan getur hins vegar lent í Vestmannaeyjum í talsverðum vindi, svo lengi sem ekki þarf að drepa á. Hér eru nokkur dæmi um biðina sem einstaklingar (kannski þú) þyrftir að bíða á mismunandi stöðum á Suðurlandi ef veikindi eða slys bæri að höndum. Ég set upp áætlaðan flugtíma frá því þyrlan er komin í gang. Viðbragðstími á að vera 5 - 10 mín frá útkalli. Þá miða ég við sjúkraþyrluna Airbus H145, sem hefur flughraða um 135 hnúta (250 km/h) en hún getur flogið hraðar á fullu afli. Aðrar tegundir sjúkraþyrla hafa svipaðan flughraða. Hvolsvöllur – Vestmannaeyjar: 8 mínútur Hvolsvöllur – Gullfoss: 16 mín Hvolsvöllur – Landmannalaugar: 16 mínútur Hvolsvöllur – Flúðir: 11 mínútur Hvolsvöllur – Borgarnes: 25 mínútur Hvolsvöllur – Þorlákshöfn: 12 mínútur Hvolsvöllur – Vík: 17 mínútur Hvolsvöllur – Kirkjubæjarklaustur: 26 mínútur Hvolsvöllur – Skaftafell: 40 mínútur Á þessu má sjá að þyrlan er fljót á staðinn og ekki síst þá er flutningur á sjúkrahúsin einnig mjög hraður. Höfundur er þyrluflugmaður og véltæknifræðingur.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland & Orkuskiptin: Styðjum Þróun á Jarðhita & Alþjóðlegt Samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun