Alkóhólismi og fíkn meðal stjórnenda fyrirtækja og stofnana Sigurður Gunnsteinsson skrifar 8. desember 2023 14:00 Myndin sem kemur upp í huga margra þegar minnst er á fíknisjúkdóminn er af heimilislausu fólki ráfandi á gangstéttinni, sofandi á bekkjum eða í fangelsi fyrir þjófnað. Þessi mynd er ósönn og fóstrar smán og fordóma. Fíkn virðir ekki starf eða stöðu. Allir geta átt við fíknivanda að stríða, þar með talið áhrifamiklir stjórnendur fyrirtækja og stofnana. Samkvæmt bókinni „Managing your Recovery from Addiction: A Guide for Executives, Senior Managers, and other Professionals“ eftir O.Connell, Carruth og Bevino, glímir um það bil 10% hátt settra stjórnenda við fíknisjúkdóminn. Því miður er þessi vandi að miklu leyti falinn og illa meðhöndlaður. Það getur verið mjög erfitt að takast á við fíknivanda æðstu stjórnenda. Þeir hafa sveigjanlegan vinnutíma, ráða sér að mestu leyti sjálfir, hafa rúm fjárráð og fáir voga sér að anda ofan í hálsmálið á þeim. Allt gerir þetta auðveldara fyrir þá að fela neysluna. Mikil verðmæti geta tapast vegna slæmra ákvarðana og mistaka við slíkar aðstæður. Æðstu stjórnendur geta hindrað undirmenn sína í að finna að vímuefnaneyslu þeirra án þess endilega að hafa á því orð. Óttinn við að missa starf getur kallað á þögn og meðvirkni. Starfsmenn gætu jafnvel varið neyslu yfirmanna í þeim tilgangi að skapa sér stöðu. Möguleiki æðstu stjórnenda til að fela drykkju eða aðra vímuefnaneyslu gerir því erfitt fyrir að greina vandann. Æðstu stjórnendur eru einatt í viðkomandi starfi vegna mikilla hæfileika í samskiptum og stjórnun; þeir eru lausnamiðaðir, kunna að taka áhættu og kunna að taka ákvarðanir. Þessir sömu hæfileikar nýtast til að leyna drykkju eða aðra vímuefnaneyslu og því getur verið ómögulegt að greina vandann utanfrá. Og jafnvel þó vandinn blasi við er hann oft réttlættur með dæmigerðum frösum um að viðkomandi sé „vel fær“ alkóhólisti eða fíkill. Sumir nota skilgreininguna „enn starfandi”. Margir geta fúnkerað í stjórnunarstarfi þrátt fyrir vímuefnaneyslu. Þeir geta átt hamingjusamt heimilislíf og virðast „eðlilegir“ þó að þeir séu haldnir fíknisjúkdómi. En undir slíku yfirborði ríkir það hættuástand sem hér er lýst að ofan. Sem betur fer eru stjórnir og eigendur stofnana og fyrirtækja farin að gefa þessum áhættuþáttum gaum. Mörg fyrirtæki og stofnanir hvetja til og styðja meðferð og bataleiðir, jafnt fyrir almenna starfsmenn sem stjórnendur. Enda hafa viðhorfin breyst. Einstaklingar þurfa ekki lengur að þjást af skömm og samviskubiti vegna sjúkdómsins og geta fengið þá hjálp sem þarf frá sérfræðingum, hlotið bata og upplifað allt annað líf. Höfundur er áfengis- og vímuefnaráðgjafi, NCAC. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Áfengi og tóbak Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Myndin sem kemur upp í huga margra þegar minnst er á fíknisjúkdóminn er af heimilislausu fólki ráfandi á gangstéttinni, sofandi á bekkjum eða í fangelsi fyrir þjófnað. Þessi mynd er ósönn og fóstrar smán og fordóma. Fíkn virðir ekki starf eða stöðu. Allir geta átt við fíknivanda að stríða, þar með talið áhrifamiklir stjórnendur fyrirtækja og stofnana. Samkvæmt bókinni „Managing your Recovery from Addiction: A Guide for Executives, Senior Managers, and other Professionals“ eftir O.Connell, Carruth og Bevino, glímir um það bil 10% hátt settra stjórnenda við fíknisjúkdóminn. Því miður er þessi vandi að miklu leyti falinn og illa meðhöndlaður. Það getur verið mjög erfitt að takast á við fíknivanda æðstu stjórnenda. Þeir hafa sveigjanlegan vinnutíma, ráða sér að mestu leyti sjálfir, hafa rúm fjárráð og fáir voga sér að anda ofan í hálsmálið á þeim. Allt gerir þetta auðveldara fyrir þá að fela neysluna. Mikil verðmæti geta tapast vegna slæmra ákvarðana og mistaka við slíkar aðstæður. Æðstu stjórnendur geta hindrað undirmenn sína í að finna að vímuefnaneyslu þeirra án þess endilega að hafa á því orð. Óttinn við að missa starf getur kallað á þögn og meðvirkni. Starfsmenn gætu jafnvel varið neyslu yfirmanna í þeim tilgangi að skapa sér stöðu. Möguleiki æðstu stjórnenda til að fela drykkju eða aðra vímuefnaneyslu gerir því erfitt fyrir að greina vandann. Æðstu stjórnendur eru einatt í viðkomandi starfi vegna mikilla hæfileika í samskiptum og stjórnun; þeir eru lausnamiðaðir, kunna að taka áhættu og kunna að taka ákvarðanir. Þessir sömu hæfileikar nýtast til að leyna drykkju eða aðra vímuefnaneyslu og því getur verið ómögulegt að greina vandann utanfrá. Og jafnvel þó vandinn blasi við er hann oft réttlættur með dæmigerðum frösum um að viðkomandi sé „vel fær“ alkóhólisti eða fíkill. Sumir nota skilgreininguna „enn starfandi”. Margir geta fúnkerað í stjórnunarstarfi þrátt fyrir vímuefnaneyslu. Þeir geta átt hamingjusamt heimilislíf og virðast „eðlilegir“ þó að þeir séu haldnir fíknisjúkdómi. En undir slíku yfirborði ríkir það hættuástand sem hér er lýst að ofan. Sem betur fer eru stjórnir og eigendur stofnana og fyrirtækja farin að gefa þessum áhættuþáttum gaum. Mörg fyrirtæki og stofnanir hvetja til og styðja meðferð og bataleiðir, jafnt fyrir almenna starfsmenn sem stjórnendur. Enda hafa viðhorfin breyst. Einstaklingar þurfa ekki lengur að þjást af skömm og samviskubiti vegna sjúkdómsins og geta fengið þá hjálp sem þarf frá sérfræðingum, hlotið bata og upplifað allt annað líf. Höfundur er áfengis- og vímuefnaráðgjafi, NCAC.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun