Fátækt: Pólitísk stefna eða náttúrulögmál? Halldóra Mogensen skrifar 12. desember 2023 10:00 Félagsmálaráðherra segist ekki vita hvort það sé mögulegt að uppræta fátækt. Þetta sagði ráðherrann orðrétt þegar hann svaraði fyrirspurn Björns Levís rétt fyrir helgi. Mér finnst tilefni til að staldra við og íhuga hvað felst í þessu svari, telur ráðherra fátækt vera einhvers konar náttúrulögmál frekar en mannana verk? Í sumar birti forsætisráðherra skýrslu sem ég, ásamt fleiri þingmönnum, hafði óskað eftir. Skýrslan fjallar um samfélagslegan kostnað fátæktar. Í henni kemur fram að tæplega fimmtíu þúsund manns lifa undir fátæktarmörkum hér á landi. Í þeim hópi eru rúmlega níu þúsund börn. Enn stærri hópur lifir rétt ofan við fátæktarmörkin en það er ekki síður áskrift að langvarandi fjárhagslegum og félagslegum vandamálum en að vera undir mörkunum í skamman tíma. Félagsmálaráðherra er ekki viss hvort hægt sé að losna við fátæktina en segir samt að það eigi að vera markmiðið. En það er samt ekki markmiðið. Það er ekki að finna neinar vísbendingar um neinar áætlanir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til að uppræta fátækt, ekki heldur í fjárlögum og alls ekki í svörum félagsmálaráðherra á Alþingi. Fátækt hefur áhrif til framtíðar Afleiðingar þess að lifa í stöðugri óvissu og baráttu við að ná endum saman eru margvíslegar og þær eru sérstaklega alvarlegar þegar kemur að börnum. Börn sem búa við fátækt hafa ekki sömu tækifæri og önnur börn til menntunar og þátttöku í tómstundum, menningu og listum. Ein birtingarmynd þessa sést vel í nýrri könnun PISA þar sem fram kemur að tengsl félags- og efnahagsleg bakgrunns íslenskra nemenda við frammistöðu þeirra á sviðum lesskilnings og læsis á náttúruvísindi hafa aukist frá árinu 2015. Þá hefur ójöfnuður í lesskilningi nánast tvöfaldast á Íslandi síðustu tvo áratugi. Börn sem lifa við viðvarandi streitu foreldra mótast af þeirri streitu og eru andlegu áhrifin alvarleg og oft langvarandi. Það skiptir gríðarlega miklu máli að lyfta börnum upp úr fátækt áður en hún nær að valda þeim skaða og takmarka verulega möguleika þeirra á framtíð án fátæktar. Það er hægt að uppræta fátækt barna strax í dag en samkvæmt skýrslunni um samfélagslegan kostnað fátæktar myndi það kosta 16,5 milljarða króna að lyfta öllum börnum yfir lágtekjumark. Slík aðgerð myndi jafnframt lyfta foreldrum þeirra upp fyrir mörkin. Þetta væri metnaðarfull aðgerð en eins og kemur fram í skýrslunni þá verður barnafátækt ekki leyst með smávægilegum breytingum á barnabótakerfinu eða öðrum tilfærslukerfum. Rúmir sextán milljarðar er há tala, en fjárhagslegar afleiðingar fátæktar á samfélagið eru einnig gríðarlega miklar. Sú upphæð hleypur á bilinu 31 til 92 milljarðar, en það er heildarkostnaður fátæktar fyrir samfélagið okkar á hverju ári. Fátækt er nefnilega ekki eingöngu íþyngjandi fyrir þá einstaklinga sem búa við bág kjör, heldur hefur hún keðjuverkandi áhrif í gegn um allt samfélagið. Bæði hefur hún bein áhrif á útgjöld hins opinbera í formi tilfærslna og aukinnar þarfar á félags-, heilbrigðis- og velferðarþjónustu, en hún leiðir líka til aukinna útgjalda ríkisins vegna óbeinna áhrifa. Slík áhrif geta til að mynda orðið vegna þess að fátækt hefur áhrif á heilsufar og afbrotatíðni sem leiðir til aukinna útgjalda til heilbrigðismála og til dómstóla, löggæslu og fangelsismála. Hvers virði er mannslíf? En hvers vegna þarf að smætta mannslíf í krónur og aura? Hvers vegna í ósköpunum þegar að við vitum hverjar afleiðingar fátæktar eru fyrir fólk, gæði lífs þess og tækifæri til framtíðar - af hverju skiptir það nokkru máli að taka það fram að fátækt hefur neikvæð áhrif á framleiðni og hagvöxt samfélagsins? Það að sá mannlegi harmleikur sem fylgir viðvarandi fátækt skuli ekki vera nóg til að það sé mótuð pólitísk stefna til að uppræta fátækt er merki um hversu týnd við erum sem manneskjur. Það að sumir “vinni” og aðrir “tapi” í hinu kapítalíska kapphlaupi er ekki náttúrulögmál. Það er merki um úrkynjað hagkerfi. Í stað þess að við sem samfélag tökum siðferðilegar ákvarðanir og stöndum vörð um sameiginleg gildi höfum við útvistað því til einhvers ímyndaðs markaðs og varpað þannig frá okkur allri ábyrgð. Með því að setja verðmiða á allt þá gefum við okkur að fólk og pláneta séu einnota, geti gengið kaupum og sölum og að öðru leyti þjónað þeim tilbúningi sem við köllum hagkerfið. Þetta er rótin. Hagkerfið og fræðin að baki kerfinu er mannana verk sem hefur sundrað okkur, einangrað og fært okkur fjær hjartanu, samkenndinni og tilgangi. Við erum öll fátækari fyrir vikið. Þetta þarf ekki að vera svona. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Píratar Félagsmál Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Félagsmálaráðherra segist ekki vita hvort það sé mögulegt að uppræta fátækt. Þetta sagði ráðherrann orðrétt þegar hann svaraði fyrirspurn Björns Levís rétt fyrir helgi. Mér finnst tilefni til að staldra við og íhuga hvað felst í þessu svari, telur ráðherra fátækt vera einhvers konar náttúrulögmál frekar en mannana verk? Í sumar birti forsætisráðherra skýrslu sem ég, ásamt fleiri þingmönnum, hafði óskað eftir. Skýrslan fjallar um samfélagslegan kostnað fátæktar. Í henni kemur fram að tæplega fimmtíu þúsund manns lifa undir fátæktarmörkum hér á landi. Í þeim hópi eru rúmlega níu þúsund börn. Enn stærri hópur lifir rétt ofan við fátæktarmörkin en það er ekki síður áskrift að langvarandi fjárhagslegum og félagslegum vandamálum en að vera undir mörkunum í skamman tíma. Félagsmálaráðherra er ekki viss hvort hægt sé að losna við fátæktina en segir samt að það eigi að vera markmiðið. En það er samt ekki markmiðið. Það er ekki að finna neinar vísbendingar um neinar áætlanir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til að uppræta fátækt, ekki heldur í fjárlögum og alls ekki í svörum félagsmálaráðherra á Alþingi. Fátækt hefur áhrif til framtíðar Afleiðingar þess að lifa í stöðugri óvissu og baráttu við að ná endum saman eru margvíslegar og þær eru sérstaklega alvarlegar þegar kemur að börnum. Börn sem búa við fátækt hafa ekki sömu tækifæri og önnur börn til menntunar og þátttöku í tómstundum, menningu og listum. Ein birtingarmynd þessa sést vel í nýrri könnun PISA þar sem fram kemur að tengsl félags- og efnahagsleg bakgrunns íslenskra nemenda við frammistöðu þeirra á sviðum lesskilnings og læsis á náttúruvísindi hafa aukist frá árinu 2015. Þá hefur ójöfnuður í lesskilningi nánast tvöfaldast á Íslandi síðustu tvo áratugi. Börn sem lifa við viðvarandi streitu foreldra mótast af þeirri streitu og eru andlegu áhrifin alvarleg og oft langvarandi. Það skiptir gríðarlega miklu máli að lyfta börnum upp úr fátækt áður en hún nær að valda þeim skaða og takmarka verulega möguleika þeirra á framtíð án fátæktar. Það er hægt að uppræta fátækt barna strax í dag en samkvæmt skýrslunni um samfélagslegan kostnað fátæktar myndi það kosta 16,5 milljarða króna að lyfta öllum börnum yfir lágtekjumark. Slík aðgerð myndi jafnframt lyfta foreldrum þeirra upp fyrir mörkin. Þetta væri metnaðarfull aðgerð en eins og kemur fram í skýrslunni þá verður barnafátækt ekki leyst með smávægilegum breytingum á barnabótakerfinu eða öðrum tilfærslukerfum. Rúmir sextán milljarðar er há tala, en fjárhagslegar afleiðingar fátæktar á samfélagið eru einnig gríðarlega miklar. Sú upphæð hleypur á bilinu 31 til 92 milljarðar, en það er heildarkostnaður fátæktar fyrir samfélagið okkar á hverju ári. Fátækt er nefnilega ekki eingöngu íþyngjandi fyrir þá einstaklinga sem búa við bág kjör, heldur hefur hún keðjuverkandi áhrif í gegn um allt samfélagið. Bæði hefur hún bein áhrif á útgjöld hins opinbera í formi tilfærslna og aukinnar þarfar á félags-, heilbrigðis- og velferðarþjónustu, en hún leiðir líka til aukinna útgjalda ríkisins vegna óbeinna áhrifa. Slík áhrif geta til að mynda orðið vegna þess að fátækt hefur áhrif á heilsufar og afbrotatíðni sem leiðir til aukinna útgjalda til heilbrigðismála og til dómstóla, löggæslu og fangelsismála. Hvers virði er mannslíf? En hvers vegna þarf að smætta mannslíf í krónur og aura? Hvers vegna í ósköpunum þegar að við vitum hverjar afleiðingar fátæktar eru fyrir fólk, gæði lífs þess og tækifæri til framtíðar - af hverju skiptir það nokkru máli að taka það fram að fátækt hefur neikvæð áhrif á framleiðni og hagvöxt samfélagsins? Það að sá mannlegi harmleikur sem fylgir viðvarandi fátækt skuli ekki vera nóg til að það sé mótuð pólitísk stefna til að uppræta fátækt er merki um hversu týnd við erum sem manneskjur. Það að sumir “vinni” og aðrir “tapi” í hinu kapítalíska kapphlaupi er ekki náttúrulögmál. Það er merki um úrkynjað hagkerfi. Í stað þess að við sem samfélag tökum siðferðilegar ákvarðanir og stöndum vörð um sameiginleg gildi höfum við útvistað því til einhvers ímyndaðs markaðs og varpað þannig frá okkur allri ábyrgð. Með því að setja verðmiða á allt þá gefum við okkur að fólk og pláneta séu einnota, geti gengið kaupum og sölum og að öðru leyti þjónað þeim tilbúningi sem við köllum hagkerfið. Þetta er rótin. Hagkerfið og fræðin að baki kerfinu er mannana verk sem hefur sundrað okkur, einangrað og fært okkur fjær hjartanu, samkenndinni og tilgangi. Við erum öll fátækari fyrir vikið. Þetta þarf ekki að vera svona. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar