Miklar breytingar framundan í Sundhöllinni Bjarki Sigurðsson skrifar 12. desember 2023 11:56 Miklar breytingar verða gerðar í innilaug Sundhallarinnar. Reykjavíkurborg Nýtt laugarker, endurgerðir pottar, tveir nýir gufuklefar aðstaða fyrir laugarverði eru meðal þeirra breytinga sem gerðar verða í Sundhöll Reykjavíkur á næstunni. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð borgarinnar samþykkti breytingarnar á fundi sínum fyrir helgi. Möguleg gætu stökkbretti innilaugarinnar horfið. Lengi hefur staðið til að ráðast í breytingarnar en þeim ítrekað verið frestað, nú síðast í vor. Í fundargerð ráðsins segir að farið verði í útboð eftir áramót. Það hefur ekki verið auðvelt að koma breytingunum í gegn enda eitt sögufrægasta hús Íslands. Höllin var hönnuð árið 1929 af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins og tekin í notkun átta árum síðar. Hún var friðuð árið 2004 og nær hún til ytra og innra borðs laugar, búningsklefa og sturtuklefa. Laugarkerið endurgert Breytingarnar sem hafa verið samþykktar snúa að átta svæðum laugarinnar. Laugarsalnum, tæknirými, austursvölum, þvottaherbergi, laugargæslusvæði, suðursvölum, lóðinni og svo flokkunaraðstöðu. Það sem hefur verið rætt hvað mest síðustu ár er laugarsalurinn. Gert er ráð fyrir að núverandi laugarker verði endurgert og hannað en um er að ræða upphaflega kerið frá 1937. Endurgert laugarker verður áfram tvískipt og verður samskonar yfirfallskantur notaður og er á útilauginni. Á austursvölunum verður gufubað fjarlægt ásamt loftinntaki loftræstingar. Heitum pottum verður breytt og handrið svalanna og skjólveggir endurgerðir. Tveir gufuklefar í stað þvottaherbergis Þvottaherbergi laugarinnar sem staðsett er á neðri hæð verður fært í fyrrverandi herbergi forstöðumanns. Þess í stað verða gerðir tveir gufuklefar, þar af einn infrarauður, ásamt sturtum. Í dag er engin aðstaða fyrir laugarverði í innilauginni og veðrur bætt úr því. Ný aðstaða verður gerð í herbergi inn af laugarsalnum með gólfsíðum glervegg. Brettin gætu horfið Minjastofnun Íslands skilaði umsögn með umsögninni þar sem rætt var um laugarkerið. Í því er meðal annars rætt um stökkbretti innilaugarinnar. Í athugun er að fjarlægja þau vegna slysahættu en Minjastofnun eru stökkbrettin ekki ómissandi hluti af byggingarlist laugarinnar þar sem þau eru frá 1953. Verði brettin fjarlægð verður hægt að minnka dýpi laugarkersins úr 3,7 metrum í þrjá metra. Sundlaugar Borgarstjórn Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Lengi hefur staðið til að ráðast í breytingarnar en þeim ítrekað verið frestað, nú síðast í vor. Í fundargerð ráðsins segir að farið verði í útboð eftir áramót. Það hefur ekki verið auðvelt að koma breytingunum í gegn enda eitt sögufrægasta hús Íslands. Höllin var hönnuð árið 1929 af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins og tekin í notkun átta árum síðar. Hún var friðuð árið 2004 og nær hún til ytra og innra borðs laugar, búningsklefa og sturtuklefa. Laugarkerið endurgert Breytingarnar sem hafa verið samþykktar snúa að átta svæðum laugarinnar. Laugarsalnum, tæknirými, austursvölum, þvottaherbergi, laugargæslusvæði, suðursvölum, lóðinni og svo flokkunaraðstöðu. Það sem hefur verið rætt hvað mest síðustu ár er laugarsalurinn. Gert er ráð fyrir að núverandi laugarker verði endurgert og hannað en um er að ræða upphaflega kerið frá 1937. Endurgert laugarker verður áfram tvískipt og verður samskonar yfirfallskantur notaður og er á útilauginni. Á austursvölunum verður gufubað fjarlægt ásamt loftinntaki loftræstingar. Heitum pottum verður breytt og handrið svalanna og skjólveggir endurgerðir. Tveir gufuklefar í stað þvottaherbergis Þvottaherbergi laugarinnar sem staðsett er á neðri hæð verður fært í fyrrverandi herbergi forstöðumanns. Þess í stað verða gerðir tveir gufuklefar, þar af einn infrarauður, ásamt sturtum. Í dag er engin aðstaða fyrir laugarverði í innilauginni og veðrur bætt úr því. Ný aðstaða verður gerð í herbergi inn af laugarsalnum með gólfsíðum glervegg. Brettin gætu horfið Minjastofnun Íslands skilaði umsögn með umsögninni þar sem rætt var um laugarkerið. Í því er meðal annars rætt um stökkbretti innilaugarinnar. Í athugun er að fjarlægja þau vegna slysahættu en Minjastofnun eru stökkbrettin ekki ómissandi hluti af byggingarlist laugarinnar þar sem þau eru frá 1953. Verði brettin fjarlægð verður hægt að minnka dýpi laugarkersins úr 3,7 metrum í þrjá metra.
Sundlaugar Borgarstjórn Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent