Svandís gerir ráð fyrir 20 prósenta afföllum Jakob Bjarnar skrifar 12. desember 2023 11:47 Jón Kaldal hefur skoðað frumvarp sem Svandís Svavarsdóttir hefur sett í samráðsgátt og honum líst ekki á blikuna. vísir Í frumvarpi til laga um lagareldi, sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra var að leggja fram til kynningar í Samráðsgáttinni, er ráð fyrir 20 prósent „afföllum“, sem þýðir að einn af hverjum fimm eldislöxum mun drepast í sjókvíunum. „Afföllin hafa aldrei verið svo há hér við land. Voru 19,1 prósent í fyrra og höfðu ekki verið hærri. Af hverju vill ráðuneytið formlega leyfa fyrirtækjunum að láta enn meira drepast?“ spyr Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Ástandið óásættanlegt Að sögn Jóns hefur komið fram kynningu ráðherra og ráðuneytisins við stefnumótunarvinnuna ítrekað að miða skuli starfshætti hér við það sem gerist best í öðrum löndum. Því miður er ekki hægt að segja að starfshættirnir séu neins staðar heilt yfir góðir annars staðar. „En 20 prósenta viðmiðið í drögunum er jafn slæmt eða verra en þar sem ástandið er verst í nágrannalöndunum. Árið 2022 voru afföllin 16,1 prósent í Noregi og 58 milljón laxa dauðir,“ segir Jón og vitnarí norska sjávarútvegsráðherrann sem sagði í mars á þessu ári: „Kann ikke forsette“. „Við höfum heyrt þennan söng í mörg ár. Árið 2018 voru afföllin um 15 prósent og 53 milljónir eldislaxa dauðir í Noregi. Per Sandberg, þáverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, sagði þá að brýnasta verkefni norsks laxeldis vera að stemma stigu við laxadauða, ástandið væri óásættanlegt,“ segir Jón. En svo gerðist reyndar ekki neitt. Viðmiðin miklu hærri en það sem þykir óásættanlegt í Noregi „Það er vægast sagt furðulegt ef matvælaráðuneyti Íslands ætlar að leggja til að sjókvíeldisfyrirtækin fái blessun stjórnvalda fyrir því að 33 prósent hærra hlutfall af eldisdýrum drepist hér í sjókvíum en norskir ráðherrar hafa sagt að sé „óásættanlegt“ og „gangi ekki lengur“. Þar miða ég við 15 prósent í Noregi, sem hefur verið hlutfallið þar undanfarin ár, nema í fyrra þegar það fór í 16 prósent.“ Ellen Sofie Grefsrud hjá norsku Hafró sagði um fiskeldisáættumatsskýrslu stofnunarinnar: „Vi er ikke der vi vil være, vi bør ned mot ti prosent eller lavere før vi er fornøyd,“ sagði Ellen Sofie Grefsrud hjá norska Hafró um fiskeldis áhættumatsskýrslu stofnunarinnar fyrir 2023. Jóni líst ekki á blikuna: „Ef ráðuneytið vill hafa það sem gerist best sem viðmið þá er auðvelt fyrir það að fá tölur eftir strandsvæðum við Noreg. Ástandið er verst í V-Noregi, 27 prósent dauði að jafnaði, en skást í norðurhlutanum um 10 prósent. Sú tala er sem sagt vel raunhæf og á að vera viðmiðið, eða enn lægra eins og Ellen Sofie nefnir hér fyrir ofan.“ Jón segir ýmislegt í þessum tillögum framfaraskref, en annað er ekki gott. „Þessi hluti sem snýr að því að láta þennan hrikalega dauða viðgangast með blessun stjórnvalda er skýrt dæmi um hvernig stjórnvöld sníða löggjöf að hagsmunum fyrirtækjanna en ekki velferð eldisdýranna. Það er óásættanlegt.“ Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Vinstri græn Fiskeldi Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
„Afföllin hafa aldrei verið svo há hér við land. Voru 19,1 prósent í fyrra og höfðu ekki verið hærri. Af hverju vill ráðuneytið formlega leyfa fyrirtækjunum að láta enn meira drepast?“ spyr Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Ástandið óásættanlegt Að sögn Jóns hefur komið fram kynningu ráðherra og ráðuneytisins við stefnumótunarvinnuna ítrekað að miða skuli starfshætti hér við það sem gerist best í öðrum löndum. Því miður er ekki hægt að segja að starfshættirnir séu neins staðar heilt yfir góðir annars staðar. „En 20 prósenta viðmiðið í drögunum er jafn slæmt eða verra en þar sem ástandið er verst í nágrannalöndunum. Árið 2022 voru afföllin 16,1 prósent í Noregi og 58 milljón laxa dauðir,“ segir Jón og vitnarí norska sjávarútvegsráðherrann sem sagði í mars á þessu ári: „Kann ikke forsette“. „Við höfum heyrt þennan söng í mörg ár. Árið 2018 voru afföllin um 15 prósent og 53 milljónir eldislaxa dauðir í Noregi. Per Sandberg, þáverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, sagði þá að brýnasta verkefni norsks laxeldis vera að stemma stigu við laxadauða, ástandið væri óásættanlegt,“ segir Jón. En svo gerðist reyndar ekki neitt. Viðmiðin miklu hærri en það sem þykir óásættanlegt í Noregi „Það er vægast sagt furðulegt ef matvælaráðuneyti Íslands ætlar að leggja til að sjókvíeldisfyrirtækin fái blessun stjórnvalda fyrir því að 33 prósent hærra hlutfall af eldisdýrum drepist hér í sjókvíum en norskir ráðherrar hafa sagt að sé „óásættanlegt“ og „gangi ekki lengur“. Þar miða ég við 15 prósent í Noregi, sem hefur verið hlutfallið þar undanfarin ár, nema í fyrra þegar það fór í 16 prósent.“ Ellen Sofie Grefsrud hjá norsku Hafró sagði um fiskeldisáættumatsskýrslu stofnunarinnar: „Vi er ikke der vi vil være, vi bør ned mot ti prosent eller lavere før vi er fornøyd,“ sagði Ellen Sofie Grefsrud hjá norska Hafró um fiskeldis áhættumatsskýrslu stofnunarinnar fyrir 2023. Jóni líst ekki á blikuna: „Ef ráðuneytið vill hafa það sem gerist best sem viðmið þá er auðvelt fyrir það að fá tölur eftir strandsvæðum við Noreg. Ástandið er verst í V-Noregi, 27 prósent dauði að jafnaði, en skást í norðurhlutanum um 10 prósent. Sú tala er sem sagt vel raunhæf og á að vera viðmiðið, eða enn lægra eins og Ellen Sofie nefnir hér fyrir ofan.“ Jón segir ýmislegt í þessum tillögum framfaraskref, en annað er ekki gott. „Þessi hluti sem snýr að því að láta þennan hrikalega dauða viðgangast með blessun stjórnvalda er skýrt dæmi um hvernig stjórnvöld sníða löggjöf að hagsmunum fyrirtækjanna en ekki velferð eldisdýranna. Það er óásættanlegt.“
Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Vinstri græn Fiskeldi Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira