Fækkum rauðu rósunum Sigmar Guðmundsson skrifar 12. desember 2023 12:30 Það var afar áhrifamikið að vera á Austurvelli á laugardaginn en þar var aðgerðarleysi stjórnvalda í garð fólks með fíknisjúkdóm mótmælt. Erfiðast var að fylgjast með aðstandendum fólks sem hefur látist leggja rósir á tröppurnar við Alþingishúsið. Að sjá mæður með ung föðurlaus börn og tárvota foreldra að syrgja barnið sitt er auðvitað mjög sorglegt en að sama skapi vitnisburður um hve vandinn er alvarlegur. Stefnuleysi stjórnvalda er sömuleiðis sorglegt en það hefur ekki verið í gildi stefna í áfengis og vímuvörnum síðan árið 2020. Fólk deyr í tugatali á hverju ári og samt er ekki unnið eftir neinu langtímaplani. Ég sagði í ræðu á mótmælunum að þetta væri óboðlegt og ekki í neinu samræmi við ástandið. Ég hef nú lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem þess er krafist að slík stefna verði mótuð og að hana eigi að leggja fram ekki síðar en í vor. Við hljótum að gera allt sem við getum til þess að fækka dauðsföllum og hlúa betur að fárveiku fólki. Þetta er mjög flókinn heilbrigðisvandi sem ekki er hægt að leysa með plástrum hér og þar, heldur þarf að vera í gildi skýr stefna til framtíðar. Fárveikt fólk með banvænan sjúkdóm á ekki að þurfa að bíða mánuðum saman eftir aðstoð. Úrræðaleysið er algert og því þarf að breyta. Það er orðið tímabært að stjórnvöld og samfélagið allt meðtaki þá staðreynd að þessir 80 til 100 einstaklingar sem látast úr þessum sjúkdómi á ári hverju er fólk af holdi og blóði. Fólk sem hefði getað lagt margt gott til samfélagsins, skapað margvísleg verðmæti, ef sjúkdómurinn hefði ekki tekið völdin. Það er líka tímabært að við áttum okkur öll á því að markvissar aðgerðir, hvort sem er í forvörnum, meðferðarstarfi eða með eftirfylgni, geta dregið umtalsvert úr álagi á löggæslu, dómstóla, fangelsi, heilbrigðiskerfið og önnur velferðarkerfi okkar. Skynsöm stefna til lengri tíma getur sparað peninga. Skýr stefna í áfengis og vímefnavörnum sendir skýr skilaboð um að okkar veikasta fólk skiptir máli. Það er ekki afgangsstærð eða jaðarhópur sem á minni rétt til heilbrigðisþjónustu en aðrir. Okkur ber skylda til þess að fækka þeim rauðu rósum sem lagðar eru á tröppur Alþingishússins af ástvinum þeirra sem látast úr þessum grafalvarlega sjúkdómi. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Fíkn Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Það var afar áhrifamikið að vera á Austurvelli á laugardaginn en þar var aðgerðarleysi stjórnvalda í garð fólks með fíknisjúkdóm mótmælt. Erfiðast var að fylgjast með aðstandendum fólks sem hefur látist leggja rósir á tröppurnar við Alþingishúsið. Að sjá mæður með ung föðurlaus börn og tárvota foreldra að syrgja barnið sitt er auðvitað mjög sorglegt en að sama skapi vitnisburður um hve vandinn er alvarlegur. Stefnuleysi stjórnvalda er sömuleiðis sorglegt en það hefur ekki verið í gildi stefna í áfengis og vímuvörnum síðan árið 2020. Fólk deyr í tugatali á hverju ári og samt er ekki unnið eftir neinu langtímaplani. Ég sagði í ræðu á mótmælunum að þetta væri óboðlegt og ekki í neinu samræmi við ástandið. Ég hef nú lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem þess er krafist að slík stefna verði mótuð og að hana eigi að leggja fram ekki síðar en í vor. Við hljótum að gera allt sem við getum til þess að fækka dauðsföllum og hlúa betur að fárveiku fólki. Þetta er mjög flókinn heilbrigðisvandi sem ekki er hægt að leysa með plástrum hér og þar, heldur þarf að vera í gildi skýr stefna til framtíðar. Fárveikt fólk með banvænan sjúkdóm á ekki að þurfa að bíða mánuðum saman eftir aðstoð. Úrræðaleysið er algert og því þarf að breyta. Það er orðið tímabært að stjórnvöld og samfélagið allt meðtaki þá staðreynd að þessir 80 til 100 einstaklingar sem látast úr þessum sjúkdómi á ári hverju er fólk af holdi og blóði. Fólk sem hefði getað lagt margt gott til samfélagsins, skapað margvísleg verðmæti, ef sjúkdómurinn hefði ekki tekið völdin. Það er líka tímabært að við áttum okkur öll á því að markvissar aðgerðir, hvort sem er í forvörnum, meðferðarstarfi eða með eftirfylgni, geta dregið umtalsvert úr álagi á löggæslu, dómstóla, fangelsi, heilbrigðiskerfið og önnur velferðarkerfi okkar. Skynsöm stefna til lengri tíma getur sparað peninga. Skýr stefna í áfengis og vímefnavörnum sendir skýr skilaboð um að okkar veikasta fólk skiptir máli. Það er ekki afgangsstærð eða jaðarhópur sem á minni rétt til heilbrigðisþjónustu en aðrir. Okkur ber skylda til þess að fækka þeim rauðu rósum sem lagðar eru á tröppur Alþingishússins af ástvinum þeirra sem látast úr þessum grafalvarlega sjúkdómi. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun