Efnahagsstjórn Pírata Björn Leví Gunnarsson skrifar 15. desember 2023 09:01 Heiðarleg efnahagsstjórn Ég skal vera fyrstur til þess að viðurkenna að þegar fólk hugsar um efnahagsstjórn, þá hugsar það líklega ekki strax um Pírata. Það eru hins vegar fjölmargar ástæður fyrir því að fólk ætti að íhuga efnahagsstefnu Pírata í staðinn fyrir núverandi frasaefnahagsstjórn. Stöðugleikinn Hvað á ég við með frasaefnahagsstjórn? Jú, það er sífellt verið að henda fram hugtökum eins og stöðugleiki, hagvöxtur, vaxtabætur og frumjöfnuður. Þetta eru orð sem ætlað er að vekja upp ákveðin hughrif - en eru í raun innantóm þegar betur er að gáð. Flokkurinn sem tönnlast hvað mest á “stöðugleika” hefur nú verið í fjármálaráðuneytinu í áratug, fyrir utan eitt ár, og var áður með það ráðuneyti í vasanum frá 1991 og fram að hruni. Síðastliðin 27 ár af 32 hefur fjármálaráðuneytið verið í höndum Sjálfstæðisflokksins með einkunnarorðið “stöðugleika” að vopni. Á þeim tíma hefur verðbólga hækkað um nær 300% en á sama tíma hefur verðbólga hækkað um 90% á evrusvæðinu. Krónan hefur einnig fallið um næstum 60% gagnvart dollara og um 45% gagnvart evru. Meintur stöðugleiki undanfarinna áratuga hefur einkennst af skorti á fyrirsjáanleika í húsnæðismálum. Þegar fólk tekur lán fyrir íbúð er ómögulegt að vita hversu mikið fólk mun að lokum borga til baka fyrir lánið. Fyrirsjáanleikinn, og þar með stöðugleikinn, er enginn. Staðan sem blasir við í efnahagsmálum í dag er 8% verðbólga og 9,25% stýrivextir. Miðað við þá stöðu og efnahagsþróun Íslands undanfarna þrjá áratugi,ætti enginn að nota orðið stöðugleiki til þess að lýsa hagkerfi Íslands. Það er líklega stærsti pólitíski brandarinn, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi getað notað þetta orð til þess að selja efnahagsstefnu sína kjósendum. Efnahagsstefna Pírata - Sjálfbærni En hvað er þá hægt að gera og hvað hafa Píratar til málanna að leggja? Fyrir síðustu kosningar lögðum við fram aðgerðaáætlun í efnahagsmálum. Aðgerðaráætlunin skiptist í þrennt, þær aðgerðir sem hægt er að framkvæma strax, þær aðgerðir sem hægt er að framkvæma á kjörtímabilinu og aðgerðir til framtíðar. Fyrstu skrefin voru að: Að skilgreina lágmarksframfærslu, vegna þess að þar er grunnurinn að hagkerfinu. Ef fólk nær ekki lágmarksframfærslu þá býr hagkerfið til fátækt - sem er eins og krabbamein í kerfinu. Fátækt hefur nefnilega ekki bara félagslegan kostnað fyrir einstaklinga heldur efnahagslegan kostnað fyrir allt hagkerfið. Framsækið skattkerfi sem kemur í veg fyrir að auður safnist óhóflega saman á fáum stöðum. Efnahagskerfi sem leyfir slíka söfnun býr til efnahagsbólur sem springa með reglulegu millibili. Markmiðið er ekki að auka heildarskattbyrði, því hún er nú þegar töluverð hér á landi, heldur að dreifa henni betur. Efling gæða- og eftirlitsstofnana sem passa upp á að allir spili eftir sömu leikreglum. Það eru stofnanir líkt og Samkeppniseftirlit, Fiskistofa, Neytendastofa, Umboðsmaður Alþingis og Skattrannsóknarstjóri. Þetta eru allt gríðarlega mikilvægar gæða- og eftirlitsstofnanir sem passa upp á að stóru leikendurnir á efnahagssviðinu séu ekki að svindla. Á þessu kjörtímabili hefur það svo sannarlega sýnt sig hversu nauðsynlegar þessar stofnanir eru. Ný atvinnustefna með áherslu á menntun fyrir 21. öldina, grunnrannsóknir, hagnýtingu rannsókna, nýsköpun og aðgerðir gegn langtímaatvinnuleysi. Aðgerðir sem miða að því að ná þessum skrefum eru: Hækkun persónuafsláttar, einfaldara skattkerfi og almannatryggingakerfi til að auka gagnsæi og útrýma fátæktargildrum í kerfinu. Öfluga, sjálfbæra og græna innviðauppbyggingu í öllum sveitarfélögum landsins. Að tryggja sjálfbærni lífeyriskerfisins. Endurhönnun húsnæðiskerfisins með öruggt húsnæði í forgangi, þar sem húsnæðismál eru í raun hin stoð efnahagskerfisins á Íslandi, ásamt tryggðri lágmarksframfærslu. Innleiðingu velsældarhagkerfis. Grænvæðingu efnahagslífsins og uppbyggingu hringrásarhagkerfisins.. Að lokum er það framtíðarsýnin: Skilyrðislaus grunnframfærsla Kvikara skattkerfi þar sem laun og dagleg neysla eru síður skattlögð en fjármagnstilfærslur. Við eigum ekki að skattleggja tíma, í raun líf, fólks. Innleiðing sveigjanlegri atvinnu-, mennta- og heilbrigðisstefnu í takt við tækniþróun og sjálfvirknivæðingu. Sí- og endurmenntun verður sífellt mikilvægari. Sjálfbærni er lykilatriði. Þegar allt kemur til alls þá er efnahagsstefna Pírata mjög viðamikil en í raun mjög einföld. Hún snýst um sjálfbærni. “En er það ekki bara enn einn frasinn?”, gæti fólk spurt. Það er ekkert mál að segja bara “sjálfbærni” og gera svo ekkert sem er sjálfbært. Alveg eins og sumir segja “stöðugleiki” en meina eitthvað allt annað. Frasapólitík Það væri alveg gott og blessað að nota orð eins og stöðugleiki, velferð eða jöfnuður til þess að lýsa efnahagsstefnu ef efnahagsaðgerðir stjórnvalda leiddu í raun og veru til stöðugleika, velferðar og jöfnuðar. Ef útkoma aðgerðaáætlunar Pírata er ekki sjálfbær efnahagur og samfélag, þá væri þetta einmitt frasapólitík. Það er óheiðarlegt að halda öðru fram. Þess vegna skipta aðgerðirnar meira máli en hugtakið sem notað er til þess að lýsa markmiðinu. Við ætlum að ná fram sjálfbærni með því að tryggja lágmarksframfærslu og húsnæðisöryggi (sjálfbærni einstaklings) með sanngjörnu skattkerfi (sjálfbærni efnahags) og grænni atvinnustefnu (sjálfbærni samfélags). Þannig stuðlum við líka að sjálfbærni jarðarinnar. Ekki flókin uppskrift og engar fátæktargildrur En, og það verður að taka það fram af því að við verðum að vera heiðarleg, í þessari upptalningu er ekki að finna lausn við bráðavanda hagkerfisins, 8% verðbólgu og 9,25% stýrivexti. Ef aðgerðaáætlun Pírata hefði verið beitt síðustu ár væru samt líklega lægri stýrivextir af því að skattkerfinu væri beitt nákvæmar en hægt er að beita stýrivöxtum. Að öllum líkindum væri verðbólgan ekki heldur ekki að bíta jafn mikið út af hækkun persónuafsláttar. Undirliggjandi vandamálið er skortur á húsnæði sem veldur stöðugum verðbólguþrýstingi í hagkerfinu. Til þess að bregðast við bráðavandanum þá þarf að gera meira. Það þarf aðgerðir eins og tímabundnar vaxtabætur. Tímabundar því vaxtabætur, barnabætur, húsnæðisbætur, alls konar bætur, eru hagstjórnartæki sem virka bara í ákveðnum aðstæðum. Þær eru hluti af kerfinu sem við þurfum að vara okkur á. Fólk lendir í vanda vegna verðbólgu, það fær bætur. Fólk aflar sér meiri tekna en missir þá bæturnar og lendir í sömu stöðu og það byrjaði í og þarf þá bætur. Og þannig heldur hringavitleysan áfram. Þetta eru samt góð og gild hagstjórnartæki, ef þeim er beitt á réttan hátt - eins og til dæmis í núverandi aðstæðum. Varanlegri lausn væri það fyrirkomulag sem við Píratar leggjum til, að einfalda - eða í raun leggja biður bótakerfið en í staðin veita grunnframfærslu. Auðvitað þarf að viðhalda grunnframfærsluviðmiðum, rétt eins og viðmiðum barnabóta en munurinn er að grunnframfærsla, eins og við leggjum til, skerðist ekki þó fólk afli frekari tekna. Þar er engin innbyggð fátæktargildra. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa boðað verðbólguaðgerðir frá því í maí 2022 og staðan í dag er nákvæmlega sú sama og þá, fyrir utan að stýrivextir voru þá 3,75%. Mögulega duga núverandi stýrivextirnir til þess að ná niður verðbólgunni en enginn í ríkisstjórninni mun geta hrósað sér af þeim árangri. Aðgerðir þeirra hafa ekki skilað neinu, eins og fyrrverandi fjármálaráðherra sagði sjálfur í umræðum á þingi : „En ef hv. þingmaður heldur að það séu ríkisfjármálin sem ráði verðbólgunni í landinu þá er það mikill misskilningur. Og ef fólk heldur almennt að ríkisfjármálin séu eina tólið til þess að berjast gegn verðbólgu þá er það líka misskilningur.” Nei, ríkisfjármálin eru ekki eina tólið en þau eru hluti af púsluspilinu. Af hverju hvetur seðlabankastjóri til dæmis fólk að fara í verðtryggð lán? Svarið er í rauninni mjög einfalt, það er verið að verja bankana. Það er verið að verja fjármagnið. Það má ekki vera með neikvæða vexti (þegar vextir eru lægri en verðbólga) því það bitnar á fjármagnseigendumi. Þetta er vörn fjármálakerfisins sem tryggir að sama hvaða skilyrði eru sett um eigið fé fjármálafyrirtækja, þá er þeim tryggður hagnaður með vöxtum. Ef allir væru með verðtryggð lán þá þyrfti Seðlabankinn ekki að hækka stýrivexti, verðtryggingin myndi bara sjá um vaxtatryggingu fjármagnseigenda. Þetta er efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar í hnotskurn. Það á að passa upp á fjármagnið og við öll hin sem erum ekki með slíka tryggingu eigum bara að redda okkur. Eða með öðrum orðum: Efnahagsstjórn „stöðugleika“. Þess vegna er það góðra gjalda vert að skoða efnahagsstefnu Pírata. Píratar selja ekki töfralausnir, því heimurinn er flóknari en svo að slíkar lausnir virki. Við bjóðum upp á heildarsýn, þar sem gagnsæi og sjálfbærni er grunnstefið. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Píratar Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Heiðarleg efnahagsstjórn Ég skal vera fyrstur til þess að viðurkenna að þegar fólk hugsar um efnahagsstjórn, þá hugsar það líklega ekki strax um Pírata. Það eru hins vegar fjölmargar ástæður fyrir því að fólk ætti að íhuga efnahagsstefnu Pírata í staðinn fyrir núverandi frasaefnahagsstjórn. Stöðugleikinn Hvað á ég við með frasaefnahagsstjórn? Jú, það er sífellt verið að henda fram hugtökum eins og stöðugleiki, hagvöxtur, vaxtabætur og frumjöfnuður. Þetta eru orð sem ætlað er að vekja upp ákveðin hughrif - en eru í raun innantóm þegar betur er að gáð. Flokkurinn sem tönnlast hvað mest á “stöðugleika” hefur nú verið í fjármálaráðuneytinu í áratug, fyrir utan eitt ár, og var áður með það ráðuneyti í vasanum frá 1991 og fram að hruni. Síðastliðin 27 ár af 32 hefur fjármálaráðuneytið verið í höndum Sjálfstæðisflokksins með einkunnarorðið “stöðugleika” að vopni. Á þeim tíma hefur verðbólga hækkað um nær 300% en á sama tíma hefur verðbólga hækkað um 90% á evrusvæðinu. Krónan hefur einnig fallið um næstum 60% gagnvart dollara og um 45% gagnvart evru. Meintur stöðugleiki undanfarinna áratuga hefur einkennst af skorti á fyrirsjáanleika í húsnæðismálum. Þegar fólk tekur lán fyrir íbúð er ómögulegt að vita hversu mikið fólk mun að lokum borga til baka fyrir lánið. Fyrirsjáanleikinn, og þar með stöðugleikinn, er enginn. Staðan sem blasir við í efnahagsmálum í dag er 8% verðbólga og 9,25% stýrivextir. Miðað við þá stöðu og efnahagsþróun Íslands undanfarna þrjá áratugi,ætti enginn að nota orðið stöðugleiki til þess að lýsa hagkerfi Íslands. Það er líklega stærsti pólitíski brandarinn, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi getað notað þetta orð til þess að selja efnahagsstefnu sína kjósendum. Efnahagsstefna Pírata - Sjálfbærni En hvað er þá hægt að gera og hvað hafa Píratar til málanna að leggja? Fyrir síðustu kosningar lögðum við fram aðgerðaáætlun í efnahagsmálum. Aðgerðaráætlunin skiptist í þrennt, þær aðgerðir sem hægt er að framkvæma strax, þær aðgerðir sem hægt er að framkvæma á kjörtímabilinu og aðgerðir til framtíðar. Fyrstu skrefin voru að: Að skilgreina lágmarksframfærslu, vegna þess að þar er grunnurinn að hagkerfinu. Ef fólk nær ekki lágmarksframfærslu þá býr hagkerfið til fátækt - sem er eins og krabbamein í kerfinu. Fátækt hefur nefnilega ekki bara félagslegan kostnað fyrir einstaklinga heldur efnahagslegan kostnað fyrir allt hagkerfið. Framsækið skattkerfi sem kemur í veg fyrir að auður safnist óhóflega saman á fáum stöðum. Efnahagskerfi sem leyfir slíka söfnun býr til efnahagsbólur sem springa með reglulegu millibili. Markmiðið er ekki að auka heildarskattbyrði, því hún er nú þegar töluverð hér á landi, heldur að dreifa henni betur. Efling gæða- og eftirlitsstofnana sem passa upp á að allir spili eftir sömu leikreglum. Það eru stofnanir líkt og Samkeppniseftirlit, Fiskistofa, Neytendastofa, Umboðsmaður Alþingis og Skattrannsóknarstjóri. Þetta eru allt gríðarlega mikilvægar gæða- og eftirlitsstofnanir sem passa upp á að stóru leikendurnir á efnahagssviðinu séu ekki að svindla. Á þessu kjörtímabili hefur það svo sannarlega sýnt sig hversu nauðsynlegar þessar stofnanir eru. Ný atvinnustefna með áherslu á menntun fyrir 21. öldina, grunnrannsóknir, hagnýtingu rannsókna, nýsköpun og aðgerðir gegn langtímaatvinnuleysi. Aðgerðir sem miða að því að ná þessum skrefum eru: Hækkun persónuafsláttar, einfaldara skattkerfi og almannatryggingakerfi til að auka gagnsæi og útrýma fátæktargildrum í kerfinu. Öfluga, sjálfbæra og græna innviðauppbyggingu í öllum sveitarfélögum landsins. Að tryggja sjálfbærni lífeyriskerfisins. Endurhönnun húsnæðiskerfisins með öruggt húsnæði í forgangi, þar sem húsnæðismál eru í raun hin stoð efnahagskerfisins á Íslandi, ásamt tryggðri lágmarksframfærslu. Innleiðingu velsældarhagkerfis. Grænvæðingu efnahagslífsins og uppbyggingu hringrásarhagkerfisins.. Að lokum er það framtíðarsýnin: Skilyrðislaus grunnframfærsla Kvikara skattkerfi þar sem laun og dagleg neysla eru síður skattlögð en fjármagnstilfærslur. Við eigum ekki að skattleggja tíma, í raun líf, fólks. Innleiðing sveigjanlegri atvinnu-, mennta- og heilbrigðisstefnu í takt við tækniþróun og sjálfvirknivæðingu. Sí- og endurmenntun verður sífellt mikilvægari. Sjálfbærni er lykilatriði. Þegar allt kemur til alls þá er efnahagsstefna Pírata mjög viðamikil en í raun mjög einföld. Hún snýst um sjálfbærni. “En er það ekki bara enn einn frasinn?”, gæti fólk spurt. Það er ekkert mál að segja bara “sjálfbærni” og gera svo ekkert sem er sjálfbært. Alveg eins og sumir segja “stöðugleiki” en meina eitthvað allt annað. Frasapólitík Það væri alveg gott og blessað að nota orð eins og stöðugleiki, velferð eða jöfnuður til þess að lýsa efnahagsstefnu ef efnahagsaðgerðir stjórnvalda leiddu í raun og veru til stöðugleika, velferðar og jöfnuðar. Ef útkoma aðgerðaáætlunar Pírata er ekki sjálfbær efnahagur og samfélag, þá væri þetta einmitt frasapólitík. Það er óheiðarlegt að halda öðru fram. Þess vegna skipta aðgerðirnar meira máli en hugtakið sem notað er til þess að lýsa markmiðinu. Við ætlum að ná fram sjálfbærni með því að tryggja lágmarksframfærslu og húsnæðisöryggi (sjálfbærni einstaklings) með sanngjörnu skattkerfi (sjálfbærni efnahags) og grænni atvinnustefnu (sjálfbærni samfélags). Þannig stuðlum við líka að sjálfbærni jarðarinnar. Ekki flókin uppskrift og engar fátæktargildrur En, og það verður að taka það fram af því að við verðum að vera heiðarleg, í þessari upptalningu er ekki að finna lausn við bráðavanda hagkerfisins, 8% verðbólgu og 9,25% stýrivexti. Ef aðgerðaáætlun Pírata hefði verið beitt síðustu ár væru samt líklega lægri stýrivextir af því að skattkerfinu væri beitt nákvæmar en hægt er að beita stýrivöxtum. Að öllum líkindum væri verðbólgan ekki heldur ekki að bíta jafn mikið út af hækkun persónuafsláttar. Undirliggjandi vandamálið er skortur á húsnæði sem veldur stöðugum verðbólguþrýstingi í hagkerfinu. Til þess að bregðast við bráðavandanum þá þarf að gera meira. Það þarf aðgerðir eins og tímabundnar vaxtabætur. Tímabundar því vaxtabætur, barnabætur, húsnæðisbætur, alls konar bætur, eru hagstjórnartæki sem virka bara í ákveðnum aðstæðum. Þær eru hluti af kerfinu sem við þurfum að vara okkur á. Fólk lendir í vanda vegna verðbólgu, það fær bætur. Fólk aflar sér meiri tekna en missir þá bæturnar og lendir í sömu stöðu og það byrjaði í og þarf þá bætur. Og þannig heldur hringavitleysan áfram. Þetta eru samt góð og gild hagstjórnartæki, ef þeim er beitt á réttan hátt - eins og til dæmis í núverandi aðstæðum. Varanlegri lausn væri það fyrirkomulag sem við Píratar leggjum til, að einfalda - eða í raun leggja biður bótakerfið en í staðin veita grunnframfærslu. Auðvitað þarf að viðhalda grunnframfærsluviðmiðum, rétt eins og viðmiðum barnabóta en munurinn er að grunnframfærsla, eins og við leggjum til, skerðist ekki þó fólk afli frekari tekna. Þar er engin innbyggð fátæktargildra. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa boðað verðbólguaðgerðir frá því í maí 2022 og staðan í dag er nákvæmlega sú sama og þá, fyrir utan að stýrivextir voru þá 3,75%. Mögulega duga núverandi stýrivextirnir til þess að ná niður verðbólgunni en enginn í ríkisstjórninni mun geta hrósað sér af þeim árangri. Aðgerðir þeirra hafa ekki skilað neinu, eins og fyrrverandi fjármálaráðherra sagði sjálfur í umræðum á þingi : „En ef hv. þingmaður heldur að það séu ríkisfjármálin sem ráði verðbólgunni í landinu þá er það mikill misskilningur. Og ef fólk heldur almennt að ríkisfjármálin séu eina tólið til þess að berjast gegn verðbólgu þá er það líka misskilningur.” Nei, ríkisfjármálin eru ekki eina tólið en þau eru hluti af púsluspilinu. Af hverju hvetur seðlabankastjóri til dæmis fólk að fara í verðtryggð lán? Svarið er í rauninni mjög einfalt, það er verið að verja bankana. Það er verið að verja fjármagnið. Það má ekki vera með neikvæða vexti (þegar vextir eru lægri en verðbólga) því það bitnar á fjármagnseigendumi. Þetta er vörn fjármálakerfisins sem tryggir að sama hvaða skilyrði eru sett um eigið fé fjármálafyrirtækja, þá er þeim tryggður hagnaður með vöxtum. Ef allir væru með verðtryggð lán þá þyrfti Seðlabankinn ekki að hækka stýrivexti, verðtryggingin myndi bara sjá um vaxtatryggingu fjármagnseigenda. Þetta er efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar í hnotskurn. Það á að passa upp á fjármagnið og við öll hin sem erum ekki með slíka tryggingu eigum bara að redda okkur. Eða með öðrum orðum: Efnahagsstjórn „stöðugleika“. Þess vegna er það góðra gjalda vert að skoða efnahagsstefnu Pírata. Píratar selja ekki töfralausnir, því heimurinn er flóknari en svo að slíkar lausnir virki. Við bjóðum upp á heildarsýn, þar sem gagnsæi og sjálfbærni er grunnstefið. Höfundur er þingmaður Pírata.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun