Hvers eiga viðbragðsaðilar að gjalda? Sveinn Gauti Einarsson skrifar 21. desember 2023 20:00 Veðurstofa Íslands gefur út hættumatskort vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Á kortinu sem nú gildir segir m.a. að töluverð hætta sé á gosopnun án fyrirvara í Grindavík auk þess sem hætta sé á sprunguhreyfingum, jarðskjálftum ásamt fleiru. Á hluta Grindavíkurvegar og Bláalónsvegar metur Veðurstofan mjög miklar líkur á skyndilegri gosopnun ásamt öðrum hættum af völdum jarðhræringanna. Hættumatskort Veðurstofunnar hafa hingað til síður en svo gert of mikið úr hættunni. Kortin gerðu ekki ráð fyrir möguleikanum á fyrirvaralausu gosi líkt og því sem hófst á mánudagskvöld og enginn sá fyrir atburðina sem urðu í og við Grindavík þann 11. nóvember. Í raun er hægt að segja að óvissan sé nær algjör og ógjörningur sé að segja til um það hvað gerist næst. Þó er ljóst að Grindavík og nágrenni bæjarins er mikið hættusvæði. Þrátt fyrir hættumatið ákvað lögreglustjórinn á Suðurnesjum að opna fyrir umferð inn í Grindavík um Grindavíkurveg. Jafnframt hefur komið fram að viðbragðsaðilar verði til taks ef eitthvað fer úrskeiðis. Það þykir í lagi að fara veginn þar sem mjög mikil hætta er á skyndilegri gosopnun til þess að dvelja í bænum þar sem töluverð hætta er á elgosi. Þau sem séð hafa myndband af upphafi gossins í Sundhnjúkagígum átta sig væntanlega á því hvað skyndileg gosopnun getur haft í för með sér. Gosið byrjaði líkt og sprenging og var orðið nokkuð stórt á örfáum sekúndum. Ef fólk hefði verið á gossvæðinu við upphaf gossins þá hefði ekki verið spurt að leikslokum. Ég hef tekið þátt í aðgerðunum í Grindavík. Ég aðstoðaði fólk við að sækja verðmætustu eigur sínar og var til taks í bænum þegar ástandið var metið þannig að slíkt væri nauðsynlegt. Það var sjálfsagt og vel haldið utan um það hversu margir mættu vera í bænum á hverjum tíma auk þess sem litlar líkur voru taldar á fyrirvaralausu gosi í Grindavík. Staðan núna er önnur. Fólk á að vera búið að sækja helstu verðmæti og gæludýr í bæinn og hættan er talin meiri en áður. Það ætti enginn að vera í Grindavík. Þrátt fyrir það er bærinn opnaður og viðbragðsaðilum gert að vera á hættusvæði ef eitthvað færi úrskeiðis. Hvers eiga hinir svokölluðu viðbragðsaðilar að gjalda? Er eðlilegt að krefjast þess að lögregluþjónar leggi líf sitt í hættu svo veitingastaðir geti verið opnir í Grindavík? Er boðlegt að fjölskyldur slökkviliðsmanna þurfi að hafa áhyggjur af þeim til þess að fjölmiðlafólk geti tekið myndir af nýjustu sprungunum í bænum. Ég skil vel að fólk vilji vera heima sér, en er forsvaranlegt að biðja björgunarsveitafólk um að dvelja allan daginn á hættusvæði svo fólk geti vitjað húsa sinna. Það að heimila rekstur fyrirtækja á hættusvæðinu orkar líka tvímælis. Með því er verið að leggja starfsfólk í óþarfa hættu. Það er vel hægt að vinna fisk annars staðar en í Grindavík. Nóg er af veitingastöðum og börum utan hættusvæða. Við eigum ekki að láta græðgissjónarmið stjórna aðgerðum á þann hátt að líf fólks sé í hættu. Ef opið á að vera í Grindavík á að gera fólki ljóst að það fari þangað á eigin ábyrgð og því verði ekki bjargað ef allt fer á versta veg. Ekki er hægt að gera kröfu á viðbragðsaðila að leggja líf sitt í hættu til að bjarga þeim sem vísvitandi fara inn á hættusvæði. Jafnframt ætti að banna fyrirtækjarekstur í bænum þar sem ekki er forsvaranlegt að ætlast til þess að starfsfólk þurfi að dvelja á hættusvæði til að sinna vinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sveinn Gauti Einarsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Veðurstofa Íslands gefur út hættumatskort vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Á kortinu sem nú gildir segir m.a. að töluverð hætta sé á gosopnun án fyrirvara í Grindavík auk þess sem hætta sé á sprunguhreyfingum, jarðskjálftum ásamt fleiru. Á hluta Grindavíkurvegar og Bláalónsvegar metur Veðurstofan mjög miklar líkur á skyndilegri gosopnun ásamt öðrum hættum af völdum jarðhræringanna. Hættumatskort Veðurstofunnar hafa hingað til síður en svo gert of mikið úr hættunni. Kortin gerðu ekki ráð fyrir möguleikanum á fyrirvaralausu gosi líkt og því sem hófst á mánudagskvöld og enginn sá fyrir atburðina sem urðu í og við Grindavík þann 11. nóvember. Í raun er hægt að segja að óvissan sé nær algjör og ógjörningur sé að segja til um það hvað gerist næst. Þó er ljóst að Grindavík og nágrenni bæjarins er mikið hættusvæði. Þrátt fyrir hættumatið ákvað lögreglustjórinn á Suðurnesjum að opna fyrir umferð inn í Grindavík um Grindavíkurveg. Jafnframt hefur komið fram að viðbragðsaðilar verði til taks ef eitthvað fer úrskeiðis. Það þykir í lagi að fara veginn þar sem mjög mikil hætta er á skyndilegri gosopnun til þess að dvelja í bænum þar sem töluverð hætta er á elgosi. Þau sem séð hafa myndband af upphafi gossins í Sundhnjúkagígum átta sig væntanlega á því hvað skyndileg gosopnun getur haft í för með sér. Gosið byrjaði líkt og sprenging og var orðið nokkuð stórt á örfáum sekúndum. Ef fólk hefði verið á gossvæðinu við upphaf gossins þá hefði ekki verið spurt að leikslokum. Ég hef tekið þátt í aðgerðunum í Grindavík. Ég aðstoðaði fólk við að sækja verðmætustu eigur sínar og var til taks í bænum þegar ástandið var metið þannig að slíkt væri nauðsynlegt. Það var sjálfsagt og vel haldið utan um það hversu margir mættu vera í bænum á hverjum tíma auk þess sem litlar líkur voru taldar á fyrirvaralausu gosi í Grindavík. Staðan núna er önnur. Fólk á að vera búið að sækja helstu verðmæti og gæludýr í bæinn og hættan er talin meiri en áður. Það ætti enginn að vera í Grindavík. Þrátt fyrir það er bærinn opnaður og viðbragðsaðilum gert að vera á hættusvæði ef eitthvað færi úrskeiðis. Hvers eiga hinir svokölluðu viðbragðsaðilar að gjalda? Er eðlilegt að krefjast þess að lögregluþjónar leggi líf sitt í hættu svo veitingastaðir geti verið opnir í Grindavík? Er boðlegt að fjölskyldur slökkviliðsmanna þurfi að hafa áhyggjur af þeim til þess að fjölmiðlafólk geti tekið myndir af nýjustu sprungunum í bænum. Ég skil vel að fólk vilji vera heima sér, en er forsvaranlegt að biðja björgunarsveitafólk um að dvelja allan daginn á hættusvæði svo fólk geti vitjað húsa sinna. Það að heimila rekstur fyrirtækja á hættusvæðinu orkar líka tvímælis. Með því er verið að leggja starfsfólk í óþarfa hættu. Það er vel hægt að vinna fisk annars staðar en í Grindavík. Nóg er af veitingastöðum og börum utan hættusvæða. Við eigum ekki að láta græðgissjónarmið stjórna aðgerðum á þann hátt að líf fólks sé í hættu. Ef opið á að vera í Grindavík á að gera fólki ljóst að það fari þangað á eigin ábyrgð og því verði ekki bjargað ef allt fer á versta veg. Ekki er hægt að gera kröfu á viðbragðsaðila að leggja líf sitt í hættu til að bjarga þeim sem vísvitandi fara inn á hættusvæði. Jafnframt ætti að banna fyrirtækjarekstur í bænum þar sem ekki er forsvaranlegt að ætlast til þess að starfsfólk þurfi að dvelja á hættusvæði til að sinna vinnu.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun