Af eitraðri jákvæðni Ingrid Kuhlman skrifar 3. janúar 2024 07:01 Þó að það sé almennt talið gagnlegt að hafa jákvætt viðhorf snýst eitruð jákvæðni (e. toxic positivity) um að viðhalda ávallt jákvæðu hugarfari burtséð frá þeim flóknu og tilfinningalega erfiðu aðstæðum sem maður finnur sig í. Eitruð jákvæðni getur tekið á sig margvíslegar myndir. Hún getur komið fram í aðstæðum þar sem einstaklingur gengur í gegnum erfiða tíma, eins og til dæmis við föðurmissi. Þegar hann tjáir sig um sorg sína og söknuð gæti svar sem sýnir eitraða jákvæðni verið: Ekki vera svona leiður, einbeittu þér bara að góðu stundunum. Þú ættir að vera þakklátur fyrir þann tíma sem þú áttir með föður þínum. Þetta svar, þó að það sé hugsanlega vel meint og sett fram til að hughreysta, afneitar eða vísar á bug réttmætum tilfinningum einstaklingsins um sorg og söknuð. Það þrýstir á hann að tileinka sér jákvætt hugarfar og ýta í burtu eðlilegum tilfinningalegum viðbrögðum við missi ástvinar. Í stað þess að viðurkenna sársaukafullar tilfinningar er hann hvattur til að bæla þær niður og einbeita sér aðeins að þeim jákvæðu. Þetta getur verið skaðlegt fyrir tilfinningalega úrvinnslu og heilun. Betri viðbrögð væru að viðurkenna sársauka þess sem syrgir, sýna samúð og leyfa upplifun og tjáningu raunverulegra tilfinninga. Annað dæmi um ofuráherslu á jákvæðar tilfinningar er að segja við einhvern sem glímir við heilsufarsáskorun: Vertu bara jákvæður, aðrir hafa það miklu verr en þú. Þetta svar gefur til kynna að tilfinningar viðkomandi séu ekki fullgildar vegna þess að aðrir eiga við alvarlegri heilsufarsáskoranir að etja. Það getur einnig skapað þrýsting um að vera ekki að íþyngja öðrum með áhyggjum sínum, sem getur mögulega leitt til einangrunar og skorts á stuðningi. Skaðlegar afleiðingar Eitruð jákvæðni getur verið skaðleg af ýmsum ástæðum: Ógilding raunverulegra tilfinninga: Með því að leggja eingöngu áherslu á jákvæðni getur eitruð jákvæðni ógilt upplifun sannra tilfinninga eins og sorgar, reiði eða gremju. Hún getur dregið úr okkur að tjá eða viðurkenna raunverulegar tilfinningar okkar, sem er mikilvægt fyrir tilfinningalega úrvinnslu og andlega heilsu. Forðumst tilfinningalega úrvinnslu: Að hunsa það sem tilfinningar okkur eru að reyna að segja okkur og ýta stöðugt undir jákvæðni getur leitt til þess að við forðumst að takast á við undirliggjandi vandamál. Að viðurkenna og vinna sig í gegnum erfiðar tilfinningar er nauðsynlegt til að byggja upp seiglu. Þrýstingur á að sýnast hamingjusamur: Eitruð jákvæðni skapar samfélagslegar væntingar um að vera hamingjusamur eða sáttur, óháð raunverulegum tilfinningum okkar. Þetta getur aukið einangrunartilfinningu þeirra sem glíma við tilfinningaleg vandamál þar sem þeir geta fundið fyrir því að þeir séu þeir einu sem ekki upplifa stöðuga jákvæðni. Skömm og sektarkennd: Þegar gefið er í skyn að sannar tilfinningar fólks séu óviðeigandi getur einstaklingur þróað með sér skömm og sektarkennd. Þetta getur skapað skaðlega hringrás þar sem einstaklingur kennir sjálfum sér um að vera ekki nógu hamingjusamur og þar með versnar tilfinningalegt ástand hans enn frekar. Áhrif á sambönd: Sambönd geta skaðast þegar fólk tjáir ekki tilfinningar og fælt það jafnvel frá því að leita félagslegs stuðnings. Eitruð jákvæðni getur þannig leitt til yfirborðslegra samskipta og hindrað þróun dýpri tengsla. Aukin streita: Að forðast eða bæla óþægilegar tilfinningar hefur streituvaldandi áhrif á sál og líkama. Þegar rannsakendur létu tvo hópa þátttakenda horfa á tilfinningalega ögrandi kvikmynd sýndi hópurinn sem var hvattur til að bæla tilfinningar sínar hærri hjartslátt en þeir sem gátu brugðist við að vild. Að finna allar tilfinningar Þótt jákvæðni sé vissulega gagnleg er einnig mikilvægt að horfast í augu við, samþykkja og vinna sig í gegnum krefjandi tilfinningar. Tilfinningar innihalda mikilvægar upplýsingar og það að upplifa allar tilfinningar að fullu er hluti af því að vera mannlegur. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þó að það sé almennt talið gagnlegt að hafa jákvætt viðhorf snýst eitruð jákvæðni (e. toxic positivity) um að viðhalda ávallt jákvæðu hugarfari burtséð frá þeim flóknu og tilfinningalega erfiðu aðstæðum sem maður finnur sig í. Eitruð jákvæðni getur tekið á sig margvíslegar myndir. Hún getur komið fram í aðstæðum þar sem einstaklingur gengur í gegnum erfiða tíma, eins og til dæmis við föðurmissi. Þegar hann tjáir sig um sorg sína og söknuð gæti svar sem sýnir eitraða jákvæðni verið: Ekki vera svona leiður, einbeittu þér bara að góðu stundunum. Þú ættir að vera þakklátur fyrir þann tíma sem þú áttir með föður þínum. Þetta svar, þó að það sé hugsanlega vel meint og sett fram til að hughreysta, afneitar eða vísar á bug réttmætum tilfinningum einstaklingsins um sorg og söknuð. Það þrýstir á hann að tileinka sér jákvætt hugarfar og ýta í burtu eðlilegum tilfinningalegum viðbrögðum við missi ástvinar. Í stað þess að viðurkenna sársaukafullar tilfinningar er hann hvattur til að bæla þær niður og einbeita sér aðeins að þeim jákvæðu. Þetta getur verið skaðlegt fyrir tilfinningalega úrvinnslu og heilun. Betri viðbrögð væru að viðurkenna sársauka þess sem syrgir, sýna samúð og leyfa upplifun og tjáningu raunverulegra tilfinninga. Annað dæmi um ofuráherslu á jákvæðar tilfinningar er að segja við einhvern sem glímir við heilsufarsáskorun: Vertu bara jákvæður, aðrir hafa það miklu verr en þú. Þetta svar gefur til kynna að tilfinningar viðkomandi séu ekki fullgildar vegna þess að aðrir eiga við alvarlegri heilsufarsáskoranir að etja. Það getur einnig skapað þrýsting um að vera ekki að íþyngja öðrum með áhyggjum sínum, sem getur mögulega leitt til einangrunar og skorts á stuðningi. Skaðlegar afleiðingar Eitruð jákvæðni getur verið skaðleg af ýmsum ástæðum: Ógilding raunverulegra tilfinninga: Með því að leggja eingöngu áherslu á jákvæðni getur eitruð jákvæðni ógilt upplifun sannra tilfinninga eins og sorgar, reiði eða gremju. Hún getur dregið úr okkur að tjá eða viðurkenna raunverulegar tilfinningar okkar, sem er mikilvægt fyrir tilfinningalega úrvinnslu og andlega heilsu. Forðumst tilfinningalega úrvinnslu: Að hunsa það sem tilfinningar okkur eru að reyna að segja okkur og ýta stöðugt undir jákvæðni getur leitt til þess að við forðumst að takast á við undirliggjandi vandamál. Að viðurkenna og vinna sig í gegnum erfiðar tilfinningar er nauðsynlegt til að byggja upp seiglu. Þrýstingur á að sýnast hamingjusamur: Eitruð jákvæðni skapar samfélagslegar væntingar um að vera hamingjusamur eða sáttur, óháð raunverulegum tilfinningum okkar. Þetta getur aukið einangrunartilfinningu þeirra sem glíma við tilfinningaleg vandamál þar sem þeir geta fundið fyrir því að þeir séu þeir einu sem ekki upplifa stöðuga jákvæðni. Skömm og sektarkennd: Þegar gefið er í skyn að sannar tilfinningar fólks séu óviðeigandi getur einstaklingur þróað með sér skömm og sektarkennd. Þetta getur skapað skaðlega hringrás þar sem einstaklingur kennir sjálfum sér um að vera ekki nógu hamingjusamur og þar með versnar tilfinningalegt ástand hans enn frekar. Áhrif á sambönd: Sambönd geta skaðast þegar fólk tjáir ekki tilfinningar og fælt það jafnvel frá því að leita félagslegs stuðnings. Eitruð jákvæðni getur þannig leitt til yfirborðslegra samskipta og hindrað þróun dýpri tengsla. Aukin streita: Að forðast eða bæla óþægilegar tilfinningar hefur streituvaldandi áhrif á sál og líkama. Þegar rannsakendur létu tvo hópa þátttakenda horfa á tilfinningalega ögrandi kvikmynd sýndi hópurinn sem var hvattur til að bæla tilfinningar sínar hærri hjartslátt en þeir sem gátu brugðist við að vild. Að finna allar tilfinningar Þótt jákvæðni sé vissulega gagnleg er einnig mikilvægt að horfast í augu við, samþykkja og vinna sig í gegnum krefjandi tilfinningar. Tilfinningar innihalda mikilvægar upplýsingar og það að upplifa allar tilfinningar að fullu er hluti af því að vera mannlegur. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar