Rjúfum kyrrstöðuna í orkumálum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 2. janúar 2024 14:28 Undanfarnar vikur hefur farið fram hávær umræða um þá kyrrstöðu sem hefur ríkt í orkumálum á vakt Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. Þessi kyrrstaða bitnar á verðmætasköpun og atvinnuuppbyggingu í landinu, raskar orkuöryggi og grefur undan orkuskiptum og nauðsynlegum loftslagsaðgerðum. Með setningu rammaáætlunarlaga undir forystu Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra árið 2011 var ákvörðunum um orkunýtingu og vernd landsvæða mörkuð fagleg umgjörð. Lögin gera ráð fyrir að lögð sé fram rammaáætlun á Alþingi á fjögurra ára fresti og að löggjafinn taki þannig afstöðu til þess, eftir umfangsmikla vinnu faghópa og víðtækt samráð, hvar megi virkja og hvað eigi að vernda. Flokkarnir sem stjórna landinu sýndu fádæma ábyrgðarleysi með því að láta sjö ár líða án þess að samþykkt væri þingsályktun um rammaáætlun á Alþingi. Með þessu var gengið gegn markmiðum laganna, undirbúningi og framkvæmdum vegna nýrra virkjana var slegið á frest og jafnframt grafið undan þeim fyrirsjáanleika sem nauðsynlegur er við uppbyggingu flutningskerfis raforku. Þetta áralanga afstöðuleysi löggjafans er sérstaklega skaðlegt í ljósi þess hve langan tíma það tekur að koma upp nýjum virkjunum. Ríkisstjórnir síðustu ára hafa sofið á verðinum og lítið aðhafst þegar bent er á að styrkja þurfi stjórnsýslu orku- og umhverfismála og að unnt sé að einfalda og samþætta gagnaskil, auka skilvirkni og hraða leyfisveitingum vegna nýrra virkjana án þess að slá af kröfum um nauðsynlegt samráð og umhverfismat. Ofan á þetta bætist að ekki hefur tekist að skapa sátt um hvernig tekjur af orkuvinnslu skiptast. Skýrasta birtingarmynd þess er ákvörðun Skeiða- og Gnúpverjahrepps um frestun Búrfellslundar vegna þess að sveitarstjórninni finnst skattaumgjörðin um orkumannvirki ósanngjörn. Þar hefur sveitarstjórnarfólkið rétt fyrir sér: auðvitað ættu tekjurnar af orkumannvirkjum að skila sér í miklu ríkara mæli til nærsamfélagsins. Samfylkingin hefur nálgast orkumálin af raunsæi og ábyrgð. Á tímabilinu 2010 til 2020 reisti Landsvirkjun þrjár virkjanir: Búðarhálsvirkjun, Þeistareykjavirkjun og Búrfellsvirkjun II. Búðarhálsvirkjun var fjármögnuð og reist á vakt Samfylkingarinnar í ríkisstjórn. Þeistareykjavirkjun var jafnframt áherslumál þáverandi iðnaðarráðherra og sett í nýtingarflokk rammaáætlunar í stjórnartíð Samfylkingar. Stærstu orkuöflunarverkefnin sem nú eru á dagskrá, Hvammsvirkjun og Búrfellslundur, rötuðu í nýtingarflokk rammaáætlunar með stuðningi Samfylkingar. Mikilvægt er að þessi verkefni fái framgang. Nú liggja jafnframt fyrir greiningar faghópa og tillögur verkefnisstjórnar rammaáætlunar um flokkun fimm virkjanakosta sem brýnt er að ráðherra og Alþingi taki afstöðu til. Loks verður Alþingi að hafa hraðar hendur um breytingar á raforkulögum til að tryggja að orkuöryggi almennings njóti forgangs umfram aðra hagsmuni og að nauðsynlegir öryggisventlar séu til staðar þegar ójafnvægi ríkir á orkumarkaði. Samfylkingin hefur hvatt til slíkra lagabreytinga síðastliðin tvö ár en því miður náðist ekki sátt um útfærsluna þegar atvinnuveganefnd Alþingis lagði fram frumvarp í þessum tilgangi á síðustu vikum haustþings. Ég hygg að það sé meirihlutaskoðun á Alþingi að rjúfa þurfi kyrrstöðuna sem hefur ríkt í orkumálum á undanförnum árum; að þingmenn stjórnarmeirihlutans dauðskammist sín margir hverjir fyrir framtaksleysið í orkumálum og þær alvarlegu afleiðingar sem því fylgja. Leikreglur rammaáætlunar snúast um að sætta ólík sjónarmið og leita jafnvægis milli orkunýtingar og náttúruverndar. Þær kalla á að teknar séu ákvarðanir og þeim fylgt eftir með afgerandi hætti. Undir þeirri ábyrgð verða stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar að rísa. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jóhann Páll Jóhannsson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur farið fram hávær umræða um þá kyrrstöðu sem hefur ríkt í orkumálum á vakt Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. Þessi kyrrstaða bitnar á verðmætasköpun og atvinnuuppbyggingu í landinu, raskar orkuöryggi og grefur undan orkuskiptum og nauðsynlegum loftslagsaðgerðum. Með setningu rammaáætlunarlaga undir forystu Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra árið 2011 var ákvörðunum um orkunýtingu og vernd landsvæða mörkuð fagleg umgjörð. Lögin gera ráð fyrir að lögð sé fram rammaáætlun á Alþingi á fjögurra ára fresti og að löggjafinn taki þannig afstöðu til þess, eftir umfangsmikla vinnu faghópa og víðtækt samráð, hvar megi virkja og hvað eigi að vernda. Flokkarnir sem stjórna landinu sýndu fádæma ábyrgðarleysi með því að láta sjö ár líða án þess að samþykkt væri þingsályktun um rammaáætlun á Alþingi. Með þessu var gengið gegn markmiðum laganna, undirbúningi og framkvæmdum vegna nýrra virkjana var slegið á frest og jafnframt grafið undan þeim fyrirsjáanleika sem nauðsynlegur er við uppbyggingu flutningskerfis raforku. Þetta áralanga afstöðuleysi löggjafans er sérstaklega skaðlegt í ljósi þess hve langan tíma það tekur að koma upp nýjum virkjunum. Ríkisstjórnir síðustu ára hafa sofið á verðinum og lítið aðhafst þegar bent er á að styrkja þurfi stjórnsýslu orku- og umhverfismála og að unnt sé að einfalda og samþætta gagnaskil, auka skilvirkni og hraða leyfisveitingum vegna nýrra virkjana án þess að slá af kröfum um nauðsynlegt samráð og umhverfismat. Ofan á þetta bætist að ekki hefur tekist að skapa sátt um hvernig tekjur af orkuvinnslu skiptast. Skýrasta birtingarmynd þess er ákvörðun Skeiða- og Gnúpverjahrepps um frestun Búrfellslundar vegna þess að sveitarstjórninni finnst skattaumgjörðin um orkumannvirki ósanngjörn. Þar hefur sveitarstjórnarfólkið rétt fyrir sér: auðvitað ættu tekjurnar af orkumannvirkjum að skila sér í miklu ríkara mæli til nærsamfélagsins. Samfylkingin hefur nálgast orkumálin af raunsæi og ábyrgð. Á tímabilinu 2010 til 2020 reisti Landsvirkjun þrjár virkjanir: Búðarhálsvirkjun, Þeistareykjavirkjun og Búrfellsvirkjun II. Búðarhálsvirkjun var fjármögnuð og reist á vakt Samfylkingarinnar í ríkisstjórn. Þeistareykjavirkjun var jafnframt áherslumál þáverandi iðnaðarráðherra og sett í nýtingarflokk rammaáætlunar í stjórnartíð Samfylkingar. Stærstu orkuöflunarverkefnin sem nú eru á dagskrá, Hvammsvirkjun og Búrfellslundur, rötuðu í nýtingarflokk rammaáætlunar með stuðningi Samfylkingar. Mikilvægt er að þessi verkefni fái framgang. Nú liggja jafnframt fyrir greiningar faghópa og tillögur verkefnisstjórnar rammaáætlunar um flokkun fimm virkjanakosta sem brýnt er að ráðherra og Alþingi taki afstöðu til. Loks verður Alþingi að hafa hraðar hendur um breytingar á raforkulögum til að tryggja að orkuöryggi almennings njóti forgangs umfram aðra hagsmuni og að nauðsynlegir öryggisventlar séu til staðar þegar ójafnvægi ríkir á orkumarkaði. Samfylkingin hefur hvatt til slíkra lagabreytinga síðastliðin tvö ár en því miður náðist ekki sátt um útfærsluna þegar atvinnuveganefnd Alþingis lagði fram frumvarp í þessum tilgangi á síðustu vikum haustþings. Ég hygg að það sé meirihlutaskoðun á Alþingi að rjúfa þurfi kyrrstöðuna sem hefur ríkt í orkumálum á undanförnum árum; að þingmenn stjórnarmeirihlutans dauðskammist sín margir hverjir fyrir framtaksleysið í orkumálum og þær alvarlegu afleiðingar sem því fylgja. Leikreglur rammaáætlunar snúast um að sætta ólík sjónarmið og leita jafnvægis milli orkunýtingar og náttúruverndar. Þær kalla á að teknar séu ákvarðanir og þeim fylgt eftir með afgerandi hætti. Undir þeirri ábyrgð verða stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar að rísa. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun