Drápið á Arouri vekur hörð viðbrögð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. janúar 2024 06:48 Arouri, til vinstri, við undirritun sáttar milli Hamas og Fatah árið 2017. Getty/Anadolu Agency/Ahmed Gamil Hezbollah-samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja dráp Ísraelsmanna á Saleh al-Arouri, einum æðsta leiðtoga Hamas-samtakanna, „alvarlega árás á Líbanon“. Arouri og fimm aðrir féllu í sprengjuárás á skrifstofur Hamas í Musharafieh í Beirút í gær. Í yfirlýsingunni segir enn fremur að um sé að ræða stigmögnun í stríði Ísraels og „bandalags andspyrnunnar“ og hefndum heitið. Andspyrnan sé með fingurinn á gikknum, eins og það er orðað. Skrifstofubyggingin þar sem Arouri var á fundi þegar sprengingin átti sér stað.Getty/Marwan Tahtah Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, sagði herinn í viðbragðsstöðu eftir drápið á Arouri. Hann virtist ekki vilja svara beint þegar hann var beðinn um að staðfesta að Ísraelsmenn bæru ábyrgð á árásinni en sagði herinn vissulega einbeittan í því að „drepa Hamas“. Mark Regev, einn ráðgjafa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ítrekaði í viðtali við MSNBC að Ísraelsmenn hefðu ekki lýst árásinni á hendur sér. „En hver sem stóð að þessu, þá verður það að vera alveg ljóst; þetta var ekki árás á Líbanon. Hver svo sem gerði þetta var að framkvæma hnitmiðaða árás á forystu Hamas.“ Mótmæli brutust út á Vesturbakkanum í gær vegna drápsins á Arouri.Getty/Anadolu/Issam Rimawi Stjórnvöld í Líbanon sendu frá sér yfirlýsingu seint í gær um að þau myndu senda kvörtun til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar. Arouri var náin samstarfsmaður Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas á Gasa, og tengiliður samtakanna við Hezbollah og Íran. Þá átti hann stóran þátt í viðræðum milli Hamas og Ísrael um lausn gíslanna sem voru teknir í árásum Hamas 7. október síðastliðinn. Sérfræðingar gera ráð fyrir að dauði Arouri muni flækja þær viðræður verulega. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Líbanon Hernaður Tengdar fréttir Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Sjá meira
Arouri og fimm aðrir féllu í sprengjuárás á skrifstofur Hamas í Musharafieh í Beirút í gær. Í yfirlýsingunni segir enn fremur að um sé að ræða stigmögnun í stríði Ísraels og „bandalags andspyrnunnar“ og hefndum heitið. Andspyrnan sé með fingurinn á gikknum, eins og það er orðað. Skrifstofubyggingin þar sem Arouri var á fundi þegar sprengingin átti sér stað.Getty/Marwan Tahtah Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, sagði herinn í viðbragðsstöðu eftir drápið á Arouri. Hann virtist ekki vilja svara beint þegar hann var beðinn um að staðfesta að Ísraelsmenn bæru ábyrgð á árásinni en sagði herinn vissulega einbeittan í því að „drepa Hamas“. Mark Regev, einn ráðgjafa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ítrekaði í viðtali við MSNBC að Ísraelsmenn hefðu ekki lýst árásinni á hendur sér. „En hver sem stóð að þessu, þá verður það að vera alveg ljóst; þetta var ekki árás á Líbanon. Hver svo sem gerði þetta var að framkvæma hnitmiðaða árás á forystu Hamas.“ Mótmæli brutust út á Vesturbakkanum í gær vegna drápsins á Arouri.Getty/Anadolu/Issam Rimawi Stjórnvöld í Líbanon sendu frá sér yfirlýsingu seint í gær um að þau myndu senda kvörtun til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar. Arouri var náin samstarfsmaður Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas á Gasa, og tengiliður samtakanna við Hezbollah og Íran. Þá átti hann stóran þátt í viðræðum milli Hamas og Ísrael um lausn gíslanna sem voru teknir í árásum Hamas 7. október síðastliðinn. Sérfræðingar gera ráð fyrir að dauði Arouri muni flækja þær viðræður verulega.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Líbanon Hernaður Tengdar fréttir Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Sjá meira
Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03