Flug og blý Ólafur St. Arnarsson skrifar 3. janúar 2024 20:00 Af hverju lækkar hæfileikinn til að læra ef búið er nálægt flugvelli? Í október 2023 treysti umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) sér loksins til þess að álykta að blýmengun frá flugi valdi óásættanlegum skaða og að setja þurfi nýjar reglur svo samfélög geti varið sig gagnvart henni. Lítil blýmengun skerðir greind og námsárangur. Leitin að viðmiðunarmörkum þar sem blýmengun hefur ekki skaðleg áhrif hefur engan árangur borið. Í forsetatíð Clintons voru samþykkt áform (Executive Order 12898) um að skoða sérstaklega mengun á svæðum þar sem býr fólk sem minna má sín í þjóðfélaginu. Tíu árum síðar er það niðurstaða rannsóknar Kwai Cheung Chan að EPA hafi lítið sem ekkert gert til að hrinda þessum áformum í framkvæmd. Í kjölfar þessarar svörtu skýrslu bjó EPA til aðgerðaráætlun. Í henni eru m.a. viðmiðunarmörk blýs endurskoðuð reglulega með tilliti til nýjustu rannsókna og almenningi gefin kostur á að koma með athugasemdir. Framkæmd þessarar aðgerðaráætlunar varð til að þess að árið 2008 voru viðmiðunarmörk þriggja mánaðar meðaltals blýs í andrúmslofti lækkuð tífalt. Í kjölfarið var sérstakt eftirlit með þeim sem menguðu andrúmsloftið með einu tonni af blýi á ári eða meira. Undir þá reglu féllu nokkrir flugvellir. Að auki voru nokkrir flugvellir vaktaðir í eitt ár. Einn þeirra var Reid-Hillview flugvöllurinn í Santa Clara sýslu í Kaliforníuríki. Þó blýmengun við Reid-Hillview flugvöllinn hafi mælst aðeins undir viðmiðunarmörkum grunuðu foreldrar í nágrenni hans að óvenju há gildi blýs í blóði barna sinna mætti rekja til flugvallarstarfseminnar. Um árabil hafði töluverður hópur fólks viljað loka flugvellinum og nota svæðið í annað. Ef rétt reyndist að blýmagn í blóði væri hærra hjá þeim sem byggju nálægt flugvellinum en þeirra sem byggju fjær væri komin enn ein ástæða til þess að loka flugvellinum. Þrýstingur frá þessum hópi varð til þess að sveitarfélagið féllst á að fjármagna rannsókn á blýmagni í blóði fólks í nágrenni flugvallarins. Niðurstaða rannsóknarinnar var afgerandi og í kjölfarið bannaði sveitarfélagið sölu á flugvélaeldsneyti sem inniheldur blý á Reid-Hillview flugvellinum. Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna voru ekki par hrifin af þessu uppátæki og höfðuðu mál gagnvart sveitarfélaginu. En vegna nýlegs úrskurðar umhverfisstofnunar Bandaríkjanna um skaða vegna blýmengunnar frá flugi hafa flugmálayfirvöld fallið frá kærunni. Nýleg ályktun umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hefur því aðeins hjálpað minnihlutahópum í Bandaríkjunum í átt til umhverfisréttlætis. En það var þó aðallega vegna þess að minnihlutahópurinn sjálfur náði að knýja á um rannsókn sem skilaði niðurstöðum sem ekki var hægt að véfengja. Mælingar umhverfisstofnunarinnar á blýi í andrúmslofti og þau viðmið sem hún styðst við þarfnast verulegrar endurskoðunnar til þess að skila þeim árangri sem vonast er eftir. Börn yngri en fimm ára verða fyrir mestum skaða af blýmengun. Í Bandaríkjunum búa 400 þúsund börn yngri en fimm ára minna en 500 metra frá flugvöllum. Á Íslandi er blýbætt flugbensín undanskilið reglugerð sem fjallar um gæði eldsneytis. Magnið sem selt er á Íslandi er aðeins minna en á Reid-Hillview flugvellinum. Flugbensín er ekki notað á þotur og því er líklegt að á mestöll sala á því eigi sér stað á Reykjavíkurflugvelli. Höfundur er eðlisfræðingur og starfar hjá Landi og Skógi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Fréttir af flugi Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Af hverju lækkar hæfileikinn til að læra ef búið er nálægt flugvelli? Í október 2023 treysti umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) sér loksins til þess að álykta að blýmengun frá flugi valdi óásættanlegum skaða og að setja þurfi nýjar reglur svo samfélög geti varið sig gagnvart henni. Lítil blýmengun skerðir greind og námsárangur. Leitin að viðmiðunarmörkum þar sem blýmengun hefur ekki skaðleg áhrif hefur engan árangur borið. Í forsetatíð Clintons voru samþykkt áform (Executive Order 12898) um að skoða sérstaklega mengun á svæðum þar sem býr fólk sem minna má sín í þjóðfélaginu. Tíu árum síðar er það niðurstaða rannsóknar Kwai Cheung Chan að EPA hafi lítið sem ekkert gert til að hrinda þessum áformum í framkvæmd. Í kjölfar þessarar svörtu skýrslu bjó EPA til aðgerðaráætlun. Í henni eru m.a. viðmiðunarmörk blýs endurskoðuð reglulega með tilliti til nýjustu rannsókna og almenningi gefin kostur á að koma með athugasemdir. Framkæmd þessarar aðgerðaráætlunar varð til að þess að árið 2008 voru viðmiðunarmörk þriggja mánaðar meðaltals blýs í andrúmslofti lækkuð tífalt. Í kjölfarið var sérstakt eftirlit með þeim sem menguðu andrúmsloftið með einu tonni af blýi á ári eða meira. Undir þá reglu féllu nokkrir flugvellir. Að auki voru nokkrir flugvellir vaktaðir í eitt ár. Einn þeirra var Reid-Hillview flugvöllurinn í Santa Clara sýslu í Kaliforníuríki. Þó blýmengun við Reid-Hillview flugvöllinn hafi mælst aðeins undir viðmiðunarmörkum grunuðu foreldrar í nágrenni hans að óvenju há gildi blýs í blóði barna sinna mætti rekja til flugvallarstarfseminnar. Um árabil hafði töluverður hópur fólks viljað loka flugvellinum og nota svæðið í annað. Ef rétt reyndist að blýmagn í blóði væri hærra hjá þeim sem byggju nálægt flugvellinum en þeirra sem byggju fjær væri komin enn ein ástæða til þess að loka flugvellinum. Þrýstingur frá þessum hópi varð til þess að sveitarfélagið féllst á að fjármagna rannsókn á blýmagni í blóði fólks í nágrenni flugvallarins. Niðurstaða rannsóknarinnar var afgerandi og í kjölfarið bannaði sveitarfélagið sölu á flugvélaeldsneyti sem inniheldur blý á Reid-Hillview flugvellinum. Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna voru ekki par hrifin af þessu uppátæki og höfðuðu mál gagnvart sveitarfélaginu. En vegna nýlegs úrskurðar umhverfisstofnunar Bandaríkjanna um skaða vegna blýmengunnar frá flugi hafa flugmálayfirvöld fallið frá kærunni. Nýleg ályktun umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hefur því aðeins hjálpað minnihlutahópum í Bandaríkjunum í átt til umhverfisréttlætis. En það var þó aðallega vegna þess að minnihlutahópurinn sjálfur náði að knýja á um rannsókn sem skilaði niðurstöðum sem ekki var hægt að véfengja. Mælingar umhverfisstofnunarinnar á blýi í andrúmslofti og þau viðmið sem hún styðst við þarfnast verulegrar endurskoðunnar til þess að skila þeim árangri sem vonast er eftir. Börn yngri en fimm ára verða fyrir mestum skaða af blýmengun. Í Bandaríkjunum búa 400 þúsund börn yngri en fimm ára minna en 500 metra frá flugvöllum. Á Íslandi er blýbætt flugbensín undanskilið reglugerð sem fjallar um gæði eldsneytis. Magnið sem selt er á Íslandi er aðeins minna en á Reid-Hillview flugvellinum. Flugbensín er ekki notað á þotur og því er líklegt að á mestöll sala á því eigi sér stað á Reykjavíkurflugvelli. Höfundur er eðlisfræðingur og starfar hjá Landi og Skógi.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar