Orkuskiptaárið 2023 Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 4. janúar 2024 16:01 Árið 2023 var nokkuð farsælt hvað varðar orkuskipti í vegasamgöngum. Vegasamgöngur eru stærsti einstaki losunarvaldur gróðurhúsalofttegunda á íslenskri ábyrgð og því afar mikilvægt að orkuskipti gangi hratt og örugglega fyrir sig á þeim vettvangi. Hafa ber í huga að þó hér sé fjallað um orkuskipti bifreiða þá eru hagkvæmustu orkuskiptin alltaf að finna í breyttum ferðavenjum, þ.e. að nota bifreiðar hreinlega minna, með göngu, hjólreiðum, almenningssamgöngum og heimavinnu. Nýskráningar bifreiða Samkvæmt Samgöngustofu voru rétt tæplega 24 þúsund bifreiðar nýskráðar á göturnar á síðasta ári. Þar af voru tæplega 11 þúsund hreinir rafbílar. Helmingur allra nýskráðra fólksbíla voru hreinir rafbílar sem segir ekki alla söguna því sláandi munur er á nýskráningum heimila og bílaleigna. Nýskráningarhlutfall raf-fólksbíla utan bílaleiga var 71% og 82% ef tengiltvinnbílum er bætt við. Nýskráningarhlutfall raf-fólksbíla var á sama tíma aðeins 16% hjá bílaleigum. Markaðshlutdeild hreinna rafbíla var því afgerandi þegar kemur að nýskráningum heimilisbíla og almennra fyrirtækja þrátt fyrir að 5% vörugjöld hafi verið lögð á rafbíla 2023 og bifreiðagjöld hækkuð. Hæst var hlutfall nýskráðra raf-fólksbíla í desember en þá voru 85% allra nýskráðra fólksbíla hreinir rafbílar eða 1.432 stk. Bifreiðaflotinn Einokun jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum hefur svo sannarlega verið rofin. Nú eru yfir 28 þúsund rafbílar í flotanum og 52 þúsund þegar metan- og tengiltvinnbifreiðum er bætt við. Rúmlega 18% bifreiðaflotans í umferð getur því gengið að hluta eða öllu leyti í á hreinni íslenskri orku. Þetta skiptir miklu máli fyrir orkuöryggi, mengun og losun gróðurhúsalofttegunda. Án þessara orkuskipta værum við gróflega að flytja inn 40 milljónum fleiri lítra af olíu en við gerum nú þegar. Þetta samsvarar um 250 þúsund olíutunnum eða rúmlega 700 tunnum á dag. Orkuöryggi Íslands er því kvartmilljón tunnum meira en það væri ef engin orkuskipti hefðu orðið. Losun gróðurhúsalofttegunda væri líka rúmlega 100 þúsund tonnum meiri ef orkuskiptin hefðu ekki komið til. Fylgjast má með þróun orkuskipta á síðum Orkustofnunar og Orkuseturs. Breytt skatta- og ívilnanaumhverfi Miklar breytingar á skatta- og ívilnanaumhverfi rafbíla tóku gildi nú um áramót þar sem kílómetragjald var tekið upp fyrir rafbíla þar sem þeir borga 6 kr/km. Með þessum breytingum borga rafbílar samsvarandi gjöld til ríkissjóðs og bensín- og dísilbílar gera nú í gegnum bensín- og olíugjöld á dælu. Stefnan er að sama kílómetragjald leggist á bensín- og dísilbíla á næsta ári. Með þessum breytingum má segja að rafbílar njóti engra ívilnana í rekstri og borgi jafnmikið til reksturs og viðhalds vegakerfisins eins og aðrir bílar. Frábær orkunýtni rafbíla tryggir þó að áfram verða rafbílar mun ódýrari í rekstri en sambærilegir bensín og dísilbílar. Nú um áramótin féll niður VSK ívilnun fyrir rafbíla sem gat að hámarki orðið 1.320 þús. kr. Nýtt stuðningskerfi var tekið upp þar sem sem hægt verður að sækja um fjárfestingastyrk til rafbílakaupa hjá Orkusjóði í gegnum Ísland.is. Umsækjendur fara inn á Ísland.is með rafrænum skilríkjum og ganga frá umsóknum með auðveldum hætti. Styrkur greiðist á bankareikning kaupanda bifreiðarinnar. Nýjar fólksbifreiðar sem kosta undir 10 milljónum króna fá styrk að upphæð 900 þúsund krónur. Nýjar sendibifreiðar sem kosta undir 10 milljónum fá styrk að upphæð 500 þúsund krónur. Áfram verður því í boði styrkur fyrir flestar gerðir raf-fólksbíla þó að styrkupphæðin sé að jafnaði minni en sem nam VSK afslættinum. Styrkurinn er hærri en býðst í flestum Evrópuríkjum í kringum okkur en spurningin er hvort þessar breytingar hægi á orkuskiptum eða að lækkun á framleiðslukostnaði rafbíla og aukið úrval og gæði tryggi áframhaldandi kraft í orkuskiptum íslenska bílaflotans. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkuskipti Orkumál Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2023 var nokkuð farsælt hvað varðar orkuskipti í vegasamgöngum. Vegasamgöngur eru stærsti einstaki losunarvaldur gróðurhúsalofttegunda á íslenskri ábyrgð og því afar mikilvægt að orkuskipti gangi hratt og örugglega fyrir sig á þeim vettvangi. Hafa ber í huga að þó hér sé fjallað um orkuskipti bifreiða þá eru hagkvæmustu orkuskiptin alltaf að finna í breyttum ferðavenjum, þ.e. að nota bifreiðar hreinlega minna, með göngu, hjólreiðum, almenningssamgöngum og heimavinnu. Nýskráningar bifreiða Samkvæmt Samgöngustofu voru rétt tæplega 24 þúsund bifreiðar nýskráðar á göturnar á síðasta ári. Þar af voru tæplega 11 þúsund hreinir rafbílar. Helmingur allra nýskráðra fólksbíla voru hreinir rafbílar sem segir ekki alla söguna því sláandi munur er á nýskráningum heimila og bílaleigna. Nýskráningarhlutfall raf-fólksbíla utan bílaleiga var 71% og 82% ef tengiltvinnbílum er bætt við. Nýskráningarhlutfall raf-fólksbíla var á sama tíma aðeins 16% hjá bílaleigum. Markaðshlutdeild hreinna rafbíla var því afgerandi þegar kemur að nýskráningum heimilisbíla og almennra fyrirtækja þrátt fyrir að 5% vörugjöld hafi verið lögð á rafbíla 2023 og bifreiðagjöld hækkuð. Hæst var hlutfall nýskráðra raf-fólksbíla í desember en þá voru 85% allra nýskráðra fólksbíla hreinir rafbílar eða 1.432 stk. Bifreiðaflotinn Einokun jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum hefur svo sannarlega verið rofin. Nú eru yfir 28 þúsund rafbílar í flotanum og 52 þúsund þegar metan- og tengiltvinnbifreiðum er bætt við. Rúmlega 18% bifreiðaflotans í umferð getur því gengið að hluta eða öllu leyti í á hreinni íslenskri orku. Þetta skiptir miklu máli fyrir orkuöryggi, mengun og losun gróðurhúsalofttegunda. Án þessara orkuskipta værum við gróflega að flytja inn 40 milljónum fleiri lítra af olíu en við gerum nú þegar. Þetta samsvarar um 250 þúsund olíutunnum eða rúmlega 700 tunnum á dag. Orkuöryggi Íslands er því kvartmilljón tunnum meira en það væri ef engin orkuskipti hefðu orðið. Losun gróðurhúsalofttegunda væri líka rúmlega 100 þúsund tonnum meiri ef orkuskiptin hefðu ekki komið til. Fylgjast má með þróun orkuskipta á síðum Orkustofnunar og Orkuseturs. Breytt skatta- og ívilnanaumhverfi Miklar breytingar á skatta- og ívilnanaumhverfi rafbíla tóku gildi nú um áramót þar sem kílómetragjald var tekið upp fyrir rafbíla þar sem þeir borga 6 kr/km. Með þessum breytingum borga rafbílar samsvarandi gjöld til ríkissjóðs og bensín- og dísilbílar gera nú í gegnum bensín- og olíugjöld á dælu. Stefnan er að sama kílómetragjald leggist á bensín- og dísilbíla á næsta ári. Með þessum breytingum má segja að rafbílar njóti engra ívilnana í rekstri og borgi jafnmikið til reksturs og viðhalds vegakerfisins eins og aðrir bílar. Frábær orkunýtni rafbíla tryggir þó að áfram verða rafbílar mun ódýrari í rekstri en sambærilegir bensín og dísilbílar. Nú um áramótin féll niður VSK ívilnun fyrir rafbíla sem gat að hámarki orðið 1.320 þús. kr. Nýtt stuðningskerfi var tekið upp þar sem sem hægt verður að sækja um fjárfestingastyrk til rafbílakaupa hjá Orkusjóði í gegnum Ísland.is. Umsækjendur fara inn á Ísland.is með rafrænum skilríkjum og ganga frá umsóknum með auðveldum hætti. Styrkur greiðist á bankareikning kaupanda bifreiðarinnar. Nýjar fólksbifreiðar sem kosta undir 10 milljónum króna fá styrk að upphæð 900 þúsund krónur. Nýjar sendibifreiðar sem kosta undir 10 milljónum fá styrk að upphæð 500 þúsund krónur. Áfram verður því í boði styrkur fyrir flestar gerðir raf-fólksbíla þó að styrkupphæðin sé að jafnaði minni en sem nam VSK afslættinum. Styrkurinn er hærri en býðst í flestum Evrópuríkjum í kringum okkur en spurningin er hvort þessar breytingar hægi á orkuskiptum eða að lækkun á framleiðslukostnaði rafbíla og aukið úrval og gæði tryggi áframhaldandi kraft í orkuskiptum íslenska bílaflotans. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun