Varúð: Drykkurinn veldur ölvun og dómgreindarleysi! Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar 8. janúar 2024 08:00 Fyrir margt löngu var Þórarni Tyrfingssyni, þáverandi formanni SÁÁ og yfirlækni, og einhverjum fulltrúa frjálshyggjunnar, sem vildi auka aðgengi að áfengi, att saman í sjónvarpi. Þórarinn spurði þá hvort ekki væri nær að ræða það hvort áfengi ætti yfirleitt að vera löglegt. Þá setti frjálshyggjumanninn hljóðan, a.m.k. í minningunni. Það er vel óhætt að taka undir með Þórarni enda væri áfengi sjálfsagt flokkað með ólöglegum vímuefnum ef það væri að koma á markað í dag. Nú virðist hins vegar full seint í rassinn gripið að gera slíkar breytingar þar sem það þykir svo sjálfsagt og smart að vera með í glasi við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Telja má þó víst að talsverður fjöldi fólks eigi í erfiðleikum með löglega vímu- og fíkniefnið áfengi. Dágóður hópur gengst við vandanum og fer jafnvel í áfengismeðferð. Í gæðauppgjöri fyrir sjúkrahúsið Vog kemur fram að það voru„2755 innlagnarbeiðnir“ í fyrra, sem svarar til 7-8 beiðnum á dag, og segir þar jafnframt að „vandi af áfengisdrykkju [fari] síst minnkandi.“ Víðar er hægt að sækja áfengismeðferð, t.d. á Landspítalann, Hlaðgerðarkot og Krýsuvík, en sum láta sér duga að fara beint í tólf spora samtök eða ná að hætta með eigin viljastyrk að vopni. Þau eru þó trúlega einnig nokkuð mörg sem gangast ekki við alkóhólismanum og telja sig því ekki eiga í vanda þrátt fyrir að fara illa með áfengi. Gjarnan bendir einhver á að afar margt fólk kunni með áfengi að fara og að það sé ósanngjarnt að takmarka aðgengið vegna einhverra örfárra sem kunni sér ekki hóf. Því er til að svara að drykkjuskapurinn er sjaldnast einkamál alkóhólistans. Það er fjöldi fólks sem þjáist vegna drykkju hans og verður með einum eða öðrum hætti fyrir barðinu á honum. Til dæmis má ætla að æði mörg þeirra ofbeldismála sem rata í fjölmiðla tengist neyslu vímuefna, löglegra og ólöglegra. Sömuleiðis og enn fremur má velta því fyrir sér hvort manneskjur sem „kunna að drekka áfengi“ geti ekki bara látið það vera. Nóg er úrvalið af áfengislausum drykkjum sem verða æ fleiri og fjölbreyttari. Ef hins vegar er verið að leita eftir vímunni, sem er gjarnan kallað „að finna á sér,“ þá vakna óneitanlega spurningar um hvers vegna svo sé. Sum vilja gera skýran greinarmun á áfengi annars vegar og öðrum og ólöglegum, vímuefnum hins vegar. Vissulega er einhver munur á öllum þessum efnum en þó svo að finna megi sterkari vímugjafa þá hefst svaðilförin oftar en ekki með áfengisdrykkjunni. Áfengi er langalgengasta og útbreiddasta vímuefnið. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur gefið það út að áfengisvandamálið sé eitt mesta heilbrigðisvandamál sem jarðarbúar standa frammi fyrir. Þá sýna glænýjar upplýsingar frá sömu stofnun fram á að áfengisneysla getur stuðlað að sjö tegundum krabbameina og þarf ekkert óhóf til. Samt þykir það svo sjálfsagt mál að vera með áfengi við hönd að stúdentshúfum fylgir kampavínsglas. Nú útskrifast margir nemendur 19 ára gamlir og því vart við hæfi að halda að þeim vínglasi. Þá er einnig svo komið að aðgengi að áfengi hefur verið aukið án þess að fyrir því sé nokkur lagastoð. Ýmsar vefverslanir bjóða nú upp á sölu áfengis án þess að nokkuð sé að gert og áfengisauglýsingar fá að líðast. Nú er svo komið að formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, Árni Guðmundsson, kærði sjálfan sig fyrir brot á áfengislöggjöfinni í veikri von um að brugðist verði við. Það verður fróðlegt að fylgjast með því máli. Þá skýtur skökku við að sjá stirna á áfengisflöskurnar sem eru gjarna fyrir allra augum á veitingastöðunum á meðan tóbakið, annar skaðvaldur, er vandlega falið. Starfsmaður á kassa þarf að seilast undir borð til að ná í sígarettupakkann eða sækja hann í læsta hirslu á meðan skömmustulegur tóbaksfíkilinn tvístígur vandræðalegur með hnussandi fólk í röð fyrir aftan sig. Á sígarettupökkunum blasa síðan við ískyggilegar viðvaranir, á borð við: „Verndaðu börnin - láttu þau ekki anda að sér tóbaksreyk“ og „Reykingar geta valdið hægfara og kvalafullum dauða.“ Það veitir heldur ekkert af að minna á skaðsemi tóbaksins. Fyrst að það er ekki í sjónmáli að gera áfengi ólöglegt, eins og önnur fíkni- og vímuefni, þá væri í það minnsta hægt að merkja flöskurnar með viðlíka viðvörunum og fylgja tóbakinu. Dæmi um slík varúðarorð gætu verið: „Drykkurinn veldur ölvun og dómgreindarleysi“ eða „Drykkjuskapur getur skaðað þig og þína nánustu.“ Hvað sem öllum lagabókstaf líður er í það minnsta þarft að líta áfengið réttum augum. Það er ekki eðlileg neysluvara heldur fíkni- og vímuefni, þó svo að það sé löglegt. Höfundur er áhugamanneskja um áfengisvandann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Áfengi og tóbak Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Fyrir margt löngu var Þórarni Tyrfingssyni, þáverandi formanni SÁÁ og yfirlækni, og einhverjum fulltrúa frjálshyggjunnar, sem vildi auka aðgengi að áfengi, att saman í sjónvarpi. Þórarinn spurði þá hvort ekki væri nær að ræða það hvort áfengi ætti yfirleitt að vera löglegt. Þá setti frjálshyggjumanninn hljóðan, a.m.k. í minningunni. Það er vel óhætt að taka undir með Þórarni enda væri áfengi sjálfsagt flokkað með ólöglegum vímuefnum ef það væri að koma á markað í dag. Nú virðist hins vegar full seint í rassinn gripið að gera slíkar breytingar þar sem það þykir svo sjálfsagt og smart að vera með í glasi við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Telja má þó víst að talsverður fjöldi fólks eigi í erfiðleikum með löglega vímu- og fíkniefnið áfengi. Dágóður hópur gengst við vandanum og fer jafnvel í áfengismeðferð. Í gæðauppgjöri fyrir sjúkrahúsið Vog kemur fram að það voru„2755 innlagnarbeiðnir“ í fyrra, sem svarar til 7-8 beiðnum á dag, og segir þar jafnframt að „vandi af áfengisdrykkju [fari] síst minnkandi.“ Víðar er hægt að sækja áfengismeðferð, t.d. á Landspítalann, Hlaðgerðarkot og Krýsuvík, en sum láta sér duga að fara beint í tólf spora samtök eða ná að hætta með eigin viljastyrk að vopni. Þau eru þó trúlega einnig nokkuð mörg sem gangast ekki við alkóhólismanum og telja sig því ekki eiga í vanda þrátt fyrir að fara illa með áfengi. Gjarnan bendir einhver á að afar margt fólk kunni með áfengi að fara og að það sé ósanngjarnt að takmarka aðgengið vegna einhverra örfárra sem kunni sér ekki hóf. Því er til að svara að drykkjuskapurinn er sjaldnast einkamál alkóhólistans. Það er fjöldi fólks sem þjáist vegna drykkju hans og verður með einum eða öðrum hætti fyrir barðinu á honum. Til dæmis má ætla að æði mörg þeirra ofbeldismála sem rata í fjölmiðla tengist neyslu vímuefna, löglegra og ólöglegra. Sömuleiðis og enn fremur má velta því fyrir sér hvort manneskjur sem „kunna að drekka áfengi“ geti ekki bara látið það vera. Nóg er úrvalið af áfengislausum drykkjum sem verða æ fleiri og fjölbreyttari. Ef hins vegar er verið að leita eftir vímunni, sem er gjarnan kallað „að finna á sér,“ þá vakna óneitanlega spurningar um hvers vegna svo sé. Sum vilja gera skýran greinarmun á áfengi annars vegar og öðrum og ólöglegum, vímuefnum hins vegar. Vissulega er einhver munur á öllum þessum efnum en þó svo að finna megi sterkari vímugjafa þá hefst svaðilförin oftar en ekki með áfengisdrykkjunni. Áfengi er langalgengasta og útbreiddasta vímuefnið. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur gefið það út að áfengisvandamálið sé eitt mesta heilbrigðisvandamál sem jarðarbúar standa frammi fyrir. Þá sýna glænýjar upplýsingar frá sömu stofnun fram á að áfengisneysla getur stuðlað að sjö tegundum krabbameina og þarf ekkert óhóf til. Samt þykir það svo sjálfsagt mál að vera með áfengi við hönd að stúdentshúfum fylgir kampavínsglas. Nú útskrifast margir nemendur 19 ára gamlir og því vart við hæfi að halda að þeim vínglasi. Þá er einnig svo komið að aðgengi að áfengi hefur verið aukið án þess að fyrir því sé nokkur lagastoð. Ýmsar vefverslanir bjóða nú upp á sölu áfengis án þess að nokkuð sé að gert og áfengisauglýsingar fá að líðast. Nú er svo komið að formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, Árni Guðmundsson, kærði sjálfan sig fyrir brot á áfengislöggjöfinni í veikri von um að brugðist verði við. Það verður fróðlegt að fylgjast með því máli. Þá skýtur skökku við að sjá stirna á áfengisflöskurnar sem eru gjarna fyrir allra augum á veitingastöðunum á meðan tóbakið, annar skaðvaldur, er vandlega falið. Starfsmaður á kassa þarf að seilast undir borð til að ná í sígarettupakkann eða sækja hann í læsta hirslu á meðan skömmustulegur tóbaksfíkilinn tvístígur vandræðalegur með hnussandi fólk í röð fyrir aftan sig. Á sígarettupökkunum blasa síðan við ískyggilegar viðvaranir, á borð við: „Verndaðu börnin - láttu þau ekki anda að sér tóbaksreyk“ og „Reykingar geta valdið hægfara og kvalafullum dauða.“ Það veitir heldur ekkert af að minna á skaðsemi tóbaksins. Fyrst að það er ekki í sjónmáli að gera áfengi ólöglegt, eins og önnur fíkni- og vímuefni, þá væri í það minnsta hægt að merkja flöskurnar með viðlíka viðvörunum og fylgja tóbakinu. Dæmi um slík varúðarorð gætu verið: „Drykkurinn veldur ölvun og dómgreindarleysi“ eða „Drykkjuskapur getur skaðað þig og þína nánustu.“ Hvað sem öllum lagabókstaf líður er í það minnsta þarft að líta áfengið réttum augum. Það er ekki eðlileg neysluvara heldur fíkni- og vímuefni, þó svo að það sé löglegt. Höfundur er áhugamanneskja um áfengisvandann.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun