Prófuðu neðansjávardróna sem getur borið kjarnorkuvopn Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2024 12:37 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með neðansjávardróna sem borið getur kjarnorkuvopn. Tilraunin er sögð hafa verið gerð í mótmælum við sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu sem fara fram í þessari viku. KCNA, ríkismiðill Norður-Kóreu, hefur eftir talsmanni hers ríkisins að heræfingarnar geti haft hörmulega afleiðingar, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar frá Suður-Kóreu. Norður-Kóreumenn hafa lengi fordæmt allar sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sem undirbúning fyrir innrás. Fréttaveitan vísar í yfirlýsingu frá yfirvöldum í Suður-Kóreu, þar sem tilraunin er fordæmd sem brot á ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og er hún sögð ógna friði á Kóreuskaganum og um heiminn allan. Dróninn ber nafnið Haeil-5-23 en tilvist hans var opinberuð í mars í fyrra. Þá var því haldið fram að hægt væri að sigla drónanum upp að ströndum annarra ríkja og valda þar geislavirkum flóðbylgjum. Haeil þýðir flóðbylgja. Frá heræfingu Suður-Kóreu, Bandaríkjanna og Japan í vikunni. Flugmóðurskipið USS Carl Vinson er hér í fylgd tundurspilla frá Japan og Suður-Kóreu.AP/Herforingjaráð Suður-Kóreu Hann á einnig að vera þróaður til að elta upp flota og granda þeim. Reuters segir að virkni vopnsins hafi ekki verið staðfest af öðrum en yfirvöldum í norður-Kóreu. Sjá einnig: Sjósettu kafbát sem borið getur kjarnorkuvopn Kjarnorkuvopn á Kóreuskaga Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur heitið því að fjölga kjarnorkuvopnum Norður-Kóreu á þessu ári og breytti nýverið lögum Norður-Kóreu svo hann gæti þeim samkvæmt beitt kjarnorkuvopnum „reyni einhver öfl að brjóta gegn hagsmunum ríkisins“. Samhliða þessum breytingum hefur hótunum um beitingu kjarnorkuvopna frá Norður-Kóreu fjölgað. Sjá einnig: Fengu gervihnattatækni í skiptum fyrir sprengikúlur Undanfarin ár hafa kannanir í Suður-Kóreu sýnt að sífellt fleiri íbúar þar eru hlynntir því að ríkið eignist eigin kjarnorkuvopn eða að Bandaríkjamenn flytji aftur kjarnorkuvopn þangað. Þau vopn voru fjarlægð á tíunda áratug síðustu aldar. Er það að miklu leyti vegna aukins áróðurs og hótana frá Norður-Kóreu og ótta fólks í Suður-Kóreu að bandarískur forseti myndi ekki beita kjarnorkuvopnum til að verja Suður-Kóreu gegn áras frá Norður-Kóreu, af ótta við að Norður-Kóreumenn myndu skjóta kjarnorkuvopnum að Bandaríkjunum. Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Japan Hernaður Tengdar fréttir Telja að verið sé að leggja drög að því að dóttir Kim taki við völdum Öryggisyfirvöld í Suður-Kóreu telja líklegt að verið sé að undirbúa Kim Ju Ae, dóttur Kim Jong-un, til að taka við af föður sínum þegar hann fellur frá. Ekki sé þó útilokað að þessar fyrirætlanir muni breytast. 5. janúar 2024 08:32 Kvarta yfir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld Langdrægri eldflaug, sem gæti drifið til allra Bandaríkjanna, var skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Var þetta annað tilraunaskotið frá einræðisríkinu á nokkrum klukkustundum. 18. desember 2023 11:59 Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. 28. nóvember 2023 08:31 Kim heitir Pútín fullum stuðningi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. 13. september 2023 18:18 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
KCNA, ríkismiðill Norður-Kóreu, hefur eftir talsmanni hers ríkisins að heræfingarnar geti haft hörmulega afleiðingar, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar frá Suður-Kóreu. Norður-Kóreumenn hafa lengi fordæmt allar sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sem undirbúning fyrir innrás. Fréttaveitan vísar í yfirlýsingu frá yfirvöldum í Suður-Kóreu, þar sem tilraunin er fordæmd sem brot á ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og er hún sögð ógna friði á Kóreuskaganum og um heiminn allan. Dróninn ber nafnið Haeil-5-23 en tilvist hans var opinberuð í mars í fyrra. Þá var því haldið fram að hægt væri að sigla drónanum upp að ströndum annarra ríkja og valda þar geislavirkum flóðbylgjum. Haeil þýðir flóðbylgja. Frá heræfingu Suður-Kóreu, Bandaríkjanna og Japan í vikunni. Flugmóðurskipið USS Carl Vinson er hér í fylgd tundurspilla frá Japan og Suður-Kóreu.AP/Herforingjaráð Suður-Kóreu Hann á einnig að vera þróaður til að elta upp flota og granda þeim. Reuters segir að virkni vopnsins hafi ekki verið staðfest af öðrum en yfirvöldum í norður-Kóreu. Sjá einnig: Sjósettu kafbát sem borið getur kjarnorkuvopn Kjarnorkuvopn á Kóreuskaga Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur heitið því að fjölga kjarnorkuvopnum Norður-Kóreu á þessu ári og breytti nýverið lögum Norður-Kóreu svo hann gæti þeim samkvæmt beitt kjarnorkuvopnum „reyni einhver öfl að brjóta gegn hagsmunum ríkisins“. Samhliða þessum breytingum hefur hótunum um beitingu kjarnorkuvopna frá Norður-Kóreu fjölgað. Sjá einnig: Fengu gervihnattatækni í skiptum fyrir sprengikúlur Undanfarin ár hafa kannanir í Suður-Kóreu sýnt að sífellt fleiri íbúar þar eru hlynntir því að ríkið eignist eigin kjarnorkuvopn eða að Bandaríkjamenn flytji aftur kjarnorkuvopn þangað. Þau vopn voru fjarlægð á tíunda áratug síðustu aldar. Er það að miklu leyti vegna aukins áróðurs og hótana frá Norður-Kóreu og ótta fólks í Suður-Kóreu að bandarískur forseti myndi ekki beita kjarnorkuvopnum til að verja Suður-Kóreu gegn áras frá Norður-Kóreu, af ótta við að Norður-Kóreumenn myndu skjóta kjarnorkuvopnum að Bandaríkjunum.
Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Japan Hernaður Tengdar fréttir Telja að verið sé að leggja drög að því að dóttir Kim taki við völdum Öryggisyfirvöld í Suður-Kóreu telja líklegt að verið sé að undirbúa Kim Ju Ae, dóttur Kim Jong-un, til að taka við af föður sínum þegar hann fellur frá. Ekki sé þó útilokað að þessar fyrirætlanir muni breytast. 5. janúar 2024 08:32 Kvarta yfir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld Langdrægri eldflaug, sem gæti drifið til allra Bandaríkjanna, var skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Var þetta annað tilraunaskotið frá einræðisríkinu á nokkrum klukkustundum. 18. desember 2023 11:59 Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. 28. nóvember 2023 08:31 Kim heitir Pútín fullum stuðningi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. 13. september 2023 18:18 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Telja að verið sé að leggja drög að því að dóttir Kim taki við völdum Öryggisyfirvöld í Suður-Kóreu telja líklegt að verið sé að undirbúa Kim Ju Ae, dóttur Kim Jong-un, til að taka við af föður sínum þegar hann fellur frá. Ekki sé þó útilokað að þessar fyrirætlanir muni breytast. 5. janúar 2024 08:32
Kvarta yfir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld Langdrægri eldflaug, sem gæti drifið til allra Bandaríkjanna, var skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Var þetta annað tilraunaskotið frá einræðisríkinu á nokkrum klukkustundum. 18. desember 2023 11:59
Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. 28. nóvember 2023 08:31
Kim heitir Pútín fullum stuðningi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. 13. september 2023 18:18