Stærstu heræfingar NATO í áratugi Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2024 07:55 Þýskir og litháenskir hermenn á æfingu í Litháen í fyrra. Um níutíu þúsund hermenn verða á ferð og flugi um Evrópu næstu mánuði í umfangsmestu æfingum Atlantshafsbandalagsins í fjörutíu ár. EPA-EFE/VALDA KALNINA Hermenn Atlantshafsbandalagsins og Svíþjóðar munu á næstu mánuðum halda umfangsmestu heræfingar bandalagsins í áratugi. Æfingarnar hefjast í næstu viku og munu standa yfir þar til í maí og í heildina munu um níutíu þúsund hermenn koma að þeim. Æfingarnar bera nafnið Steadfast Defender 24 og munu eiga sér stað vísvegar um Evrópu. Þær munu meðal annars leika eftir átök á meginlandinu, í austurhluta Evrópu, og þá munu flotar NATO æfa birgðaflutninga yfir Atlantshafið, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Steadfast Defender er haldin árlega en umfang æfinganna er að þessu sinni miklu meira en áður. Varnarmálaráðherra Bretlands sagði á dögunum að æfingarnar væru þær stærstu hjá NATO í fjörutíu ár. Í frétt Reuters segir að síðasta sambærilega heræfing NATO hafi farið fram árið 1988 og kallast Reforger en að henni komu um 125 þúsund hermenn. Við æfingarnar verður notast við rúmlega fimmtíu herskip, allt frá flugmóðurskipum niður í tundurspilla og kafbáta. Þá verða notaðar fleiri en áttatíu herþotur, þyrlur og drónar og minnst 1.100 skriðd- og bryndrekar. Þrír af æðstu hernaðarleiðtogar Atlantshafsbandalagins á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Christopher Cavoli, yfirmaður herafla NATO, er lengst til hægri. Í miðjunni er aðmírállinn Rob Bauer, forseti herráðs NATO, og til hægri er þýski herforinginn Chris Badia.AP/Virginia Mayo Markmiðið er að sýna að að bandalagið getur varið öll aðildarríki. Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, sem hófst í febrúar 2022, hefur Finnland gengið til liðs við bandalagið og Svíar hafa einnig sótt um inngöngu. Bandalagið hefur aukið varnir sínar í Austur-Evrópu og heræfingunum er einnig ætlað að senda skilaboð til Moskvu um að innrás í aðildarríki sé ekki í boði. Exercise #SteadfastDefender24 will be the largest NATO exercise in decades, with 90,000 forces from all 31 Allies and Sweden.It will demonstrate our transatlantic unity, strength, and ability to deploy forces rapidly, across thousands of kilometres, in any conditions pic.twitter.com/S0maGowj9A— NATO (@NATO) January 19, 2024 Christopher Cavoli, æðsti herforingi NATO, segir að æfingarnar muni líkja eftir átökum við andstæðing með álíka hernaðargetu og bandalagið. Þær muni sýna fram á styrk aðildarríkja, samstöðu og viljafestu í sameiginlegum vörnum. Samkvæmt nýjum varnaráætlunum NATO eru helstu andstæðingar samtakanna Rússland og hryðjuverkasamtök. Rússar eru þó hvergi nefndir á nafn í yfirlýsingum NATO. Frá æfingu NATO á Ítalíu í fyrra.EPA/GIUSEPPE LAMI Samkvæmt svörum talsmanns utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis munu æfingar ekki fara fram hjá á Íslandi. Fulltrúar Íslands í herstjórnarkerfi NATO, í SHAPE í Belgíu, Norfolk í Bandaríkjunum og Northwood í Bretlandi, munu þó koma að undirbúningi æfinga og framkvæmd. Líklegt er að einhver aukning verði í umferð herskipa og herflugvéla á Norður-Atlanshafi á meðan á æfingunum stendur. @NATO's biggest exercise in decades, #SteadfastDefender24, will showcase in the upcoming months the Alliance's unwavering commitment to collective defence and its ability to protect 1 billion Allied citizens pic.twitter.com/3zD2swlAFR— SHAPE_NATO Allied Command Operations (@SHAPE_NATO) January 19, 2024 NATO Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Æfingarnar bera nafnið Steadfast Defender 24 og munu eiga sér stað vísvegar um Evrópu. Þær munu meðal annars leika eftir átök á meginlandinu, í austurhluta Evrópu, og þá munu flotar NATO æfa birgðaflutninga yfir Atlantshafið, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Steadfast Defender er haldin árlega en umfang æfinganna er að þessu sinni miklu meira en áður. Varnarmálaráðherra Bretlands sagði á dögunum að æfingarnar væru þær stærstu hjá NATO í fjörutíu ár. Í frétt Reuters segir að síðasta sambærilega heræfing NATO hafi farið fram árið 1988 og kallast Reforger en að henni komu um 125 þúsund hermenn. Við æfingarnar verður notast við rúmlega fimmtíu herskip, allt frá flugmóðurskipum niður í tundurspilla og kafbáta. Þá verða notaðar fleiri en áttatíu herþotur, þyrlur og drónar og minnst 1.100 skriðd- og bryndrekar. Þrír af æðstu hernaðarleiðtogar Atlantshafsbandalagins á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Christopher Cavoli, yfirmaður herafla NATO, er lengst til hægri. Í miðjunni er aðmírállinn Rob Bauer, forseti herráðs NATO, og til hægri er þýski herforinginn Chris Badia.AP/Virginia Mayo Markmiðið er að sýna að að bandalagið getur varið öll aðildarríki. Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, sem hófst í febrúar 2022, hefur Finnland gengið til liðs við bandalagið og Svíar hafa einnig sótt um inngöngu. Bandalagið hefur aukið varnir sínar í Austur-Evrópu og heræfingunum er einnig ætlað að senda skilaboð til Moskvu um að innrás í aðildarríki sé ekki í boði. Exercise #SteadfastDefender24 will be the largest NATO exercise in decades, with 90,000 forces from all 31 Allies and Sweden.It will demonstrate our transatlantic unity, strength, and ability to deploy forces rapidly, across thousands of kilometres, in any conditions pic.twitter.com/S0maGowj9A— NATO (@NATO) January 19, 2024 Christopher Cavoli, æðsti herforingi NATO, segir að æfingarnar muni líkja eftir átökum við andstæðing með álíka hernaðargetu og bandalagið. Þær muni sýna fram á styrk aðildarríkja, samstöðu og viljafestu í sameiginlegum vörnum. Samkvæmt nýjum varnaráætlunum NATO eru helstu andstæðingar samtakanna Rússland og hryðjuverkasamtök. Rússar eru þó hvergi nefndir á nafn í yfirlýsingum NATO. Frá æfingu NATO á Ítalíu í fyrra.EPA/GIUSEPPE LAMI Samkvæmt svörum talsmanns utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis munu æfingar ekki fara fram hjá á Íslandi. Fulltrúar Íslands í herstjórnarkerfi NATO, í SHAPE í Belgíu, Norfolk í Bandaríkjunum og Northwood í Bretlandi, munu þó koma að undirbúningi æfinga og framkvæmd. Líklegt er að einhver aukning verði í umferð herskipa og herflugvéla á Norður-Atlanshafi á meðan á æfingunum stendur. @NATO's biggest exercise in decades, #SteadfastDefender24, will showcase in the upcoming months the Alliance's unwavering commitment to collective defence and its ability to protect 1 billion Allied citizens pic.twitter.com/3zD2swlAFR— SHAPE_NATO Allied Command Operations (@SHAPE_NATO) January 19, 2024
NATO Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira