Áfram Grindavík! Tómas Ellert Tómasson skrifar 30. janúar 2024 07:30 Við Íslendingar höfum þurft í gegnum aldir alda að eiga við all hrikalega krafta móður jarðar. Þau allra verstu á landnámstímum væntanlega móðuharðindin í kjölfar Skaftárelda, djöfulganginn í systrunum Heklu og Kötlu auk frændanna í Vatnajökli, Bárðarbungu og Öræfajökli. Á nútíma og innan mannsaldra höfum við fengið vel að kenna á kröftum móður jarðar. Um allt land, suður, vestur, austur og norður, enginn óhultur. Persónulega fékk ég að upplifa Suðurlandsskjálftana 2000 og 2008, í langan tíma á eftir verður að viðurkennast að ég var mjög skelkaður vegna þeirrar upplifunar. Sem betur fer lenti ég ekki í neinu stór eignatjóni, en það tók mig tíma að jafna mig eftir hristinginn. Mikið eignatjón varð eftir þessa mjólkurhristinga á suðurlandi sem Viðlagatrygging greiddi tjónþolum með sem sanngjörnustum hætti út, auðvitað voru ekki allir ánægðir með sitt tjónamat. En það er bara eins og það er og venjulegast hægt að koma slíkum málum í lögformlegan farveg. Einnig fékk ég að finna harkalega fyrir gasmenguninni sem varð í kjölfar gossins í Holuhrauni 2014 búandi á Höfn í Hornafirði á þeim tíma. Og í dag bý ég ofan á stærsta hrauni landsins sem runnið hefur á nútíma á jörðinni úr einu gosi og það gos er ættað úr Bárðarbungukerfinu. Þjórsárhrauninu mikla sem rann fyrir um 8500 árum, en það rann ofan af hálendinu skammt vestan Bárðarbungu og til sjávar milli Ölfusár og Þjórsár. Getur það gerst aftur? Veit það ekki. Ætla ég að flytja mig vegna þessa? Nei! Til ykkar Grindvíkingar Grindvíkingar, ég veit að ykkur líður ekki vel við þær aðstæður sem nú eru uppi þegar móðir jörð hefur tekið stjórnina og völdin af ykkur. Hef fengið að heyra í nokkrum ykkar sl. daga og mánuði, hljóðið er þungt, skiljanlega. Fáir skilja hvað á ykkur er lagt þessi misserin. Þeir fáu sem skilja, hafa lent í svipuðum aðstæðum. Þó ég fari ekki lengra aftur í tímann, en þá skilja þeir sem upplifðu Heimaeyjargosið 1973, Kröflueldana 1975-1984, Snjóflóðin á Flateyri og Súðavík, Suðurlandsskjálftana 2000 og 2008 og skriðuföllin á Seyðisfirði 2020 hvað þið eruð að ganga í gegnum þessi dægrin. Kæru Grindvíkingar mér fannst ég knúinn til að rita þessi orð til ykkar, ekki aðeins vegna þess að ég á góða vini og félaga í ykkar hópi heldur frekar vegna þess að mér þykir vænt um ykkur sem samfélag. Ég upplýsi það hér og nú að ég hef öfundað ykkur af því kröftuga samfélagi sem þið hafið byggt upp og standið fyrir og munuð gera áfram í svo sem hvaða mynd það verður í framtíðinni. Áfram Grindavík! Höfundur er byggingarverkfræðingur og íbúi á Selfossi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum þurft í gegnum aldir alda að eiga við all hrikalega krafta móður jarðar. Þau allra verstu á landnámstímum væntanlega móðuharðindin í kjölfar Skaftárelda, djöfulganginn í systrunum Heklu og Kötlu auk frændanna í Vatnajökli, Bárðarbungu og Öræfajökli. Á nútíma og innan mannsaldra höfum við fengið vel að kenna á kröftum móður jarðar. Um allt land, suður, vestur, austur og norður, enginn óhultur. Persónulega fékk ég að upplifa Suðurlandsskjálftana 2000 og 2008, í langan tíma á eftir verður að viðurkennast að ég var mjög skelkaður vegna þeirrar upplifunar. Sem betur fer lenti ég ekki í neinu stór eignatjóni, en það tók mig tíma að jafna mig eftir hristinginn. Mikið eignatjón varð eftir þessa mjólkurhristinga á suðurlandi sem Viðlagatrygging greiddi tjónþolum með sem sanngjörnustum hætti út, auðvitað voru ekki allir ánægðir með sitt tjónamat. En það er bara eins og það er og venjulegast hægt að koma slíkum málum í lögformlegan farveg. Einnig fékk ég að finna harkalega fyrir gasmenguninni sem varð í kjölfar gossins í Holuhrauni 2014 búandi á Höfn í Hornafirði á þeim tíma. Og í dag bý ég ofan á stærsta hrauni landsins sem runnið hefur á nútíma á jörðinni úr einu gosi og það gos er ættað úr Bárðarbungukerfinu. Þjórsárhrauninu mikla sem rann fyrir um 8500 árum, en það rann ofan af hálendinu skammt vestan Bárðarbungu og til sjávar milli Ölfusár og Þjórsár. Getur það gerst aftur? Veit það ekki. Ætla ég að flytja mig vegna þessa? Nei! Til ykkar Grindvíkingar Grindvíkingar, ég veit að ykkur líður ekki vel við þær aðstæður sem nú eru uppi þegar móðir jörð hefur tekið stjórnina og völdin af ykkur. Hef fengið að heyra í nokkrum ykkar sl. daga og mánuði, hljóðið er þungt, skiljanlega. Fáir skilja hvað á ykkur er lagt þessi misserin. Þeir fáu sem skilja, hafa lent í svipuðum aðstæðum. Þó ég fari ekki lengra aftur í tímann, en þá skilja þeir sem upplifðu Heimaeyjargosið 1973, Kröflueldana 1975-1984, Snjóflóðin á Flateyri og Súðavík, Suðurlandsskjálftana 2000 og 2008 og skriðuföllin á Seyðisfirði 2020 hvað þið eruð að ganga í gegnum þessi dægrin. Kæru Grindvíkingar mér fannst ég knúinn til að rita þessi orð til ykkar, ekki aðeins vegna þess að ég á góða vini og félaga í ykkar hópi heldur frekar vegna þess að mér þykir vænt um ykkur sem samfélag. Ég upplýsi það hér og nú að ég hef öfundað ykkur af því kröftuga samfélagi sem þið hafið byggt upp og standið fyrir og munuð gera áfram í svo sem hvaða mynd það verður í framtíðinni. Áfram Grindavík! Höfundur er byggingarverkfræðingur og íbúi á Selfossi.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar