Svín drekka bjór af bestu lyst Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. janúar 2024 20:30 Um 200 gyltur er í Laxárdal, meðal annars þessi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Svínum þykir bjór góður og er hann meðal annars notaður til að örva mjólkurframleiðslu gyltna þegar þær eru með grísi á spena. Hér erum við að tala um svínabúið í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem Björgvin Harðarson og fjölskylda eru með um tvö hundruð gyltur. Eins og stundum gerist þá verða grísirnir móðurlausir eða að mamma þeirra getur ekki hugsað um þá af einhverjum ástæðum, þeir komast til dæmis ekki á spena hjá henni, en þá kemur að ömmugyltunum, sem taka grísina þá að sér líkt og um mömmu þeirra væri að ræða. „Þessi gylta er svokölluð ömmugylta. Hún var sett hér hjá grísum, sem voru móðurlausir og þá kom þessi og mjólkar fyrir þá. Oftast er þetta ekkert mál. Ef þær eru með einhver leiðindi þá gefur maður þeim bara smávegis af bjór og þá slaka þær alveg á. Þannig að það er mjög gott að eiga tvær til þrjár kippur inn í ísskáp til að gefa svínunum,” segir Björgvin hlæjandi. Og bíddu, er þá ekkert mál fyrir hana að framleiða mjólk? „Bjórinn hjálpar til og þær framleiða mjólk í rauninni á meðan grísirnir eru undir þeim,” bætir Björgvin við. Björgvin Þór Harðarson, svínabóndi í Laxárdal.Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgvin segir að svo þetta gangi allt upp þá megi ömmugylturnar ekki vera gamlar ömmur. „Þær mega vera svona tveggja ára í mesta lagi, hafa gotið kannski tvisvar sjálfar, þá geta þær verið ömmugyltur.” En mælir Björgvin almennt með því að ömmur drekki svolítið af bjór? „Ég hugsa að það sé bara fínt, allavega þessar ömmur,” segir hann og hlær enn meira. Grísir hjá Ömmugyltu, sem er búin að fá smá bjór þannig að hún mjólki örugglega nóg í grísina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Áfengi og tóbak Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira
Hér erum við að tala um svínabúið í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem Björgvin Harðarson og fjölskylda eru með um tvö hundruð gyltur. Eins og stundum gerist þá verða grísirnir móðurlausir eða að mamma þeirra getur ekki hugsað um þá af einhverjum ástæðum, þeir komast til dæmis ekki á spena hjá henni, en þá kemur að ömmugyltunum, sem taka grísina þá að sér líkt og um mömmu þeirra væri að ræða. „Þessi gylta er svokölluð ömmugylta. Hún var sett hér hjá grísum, sem voru móðurlausir og þá kom þessi og mjólkar fyrir þá. Oftast er þetta ekkert mál. Ef þær eru með einhver leiðindi þá gefur maður þeim bara smávegis af bjór og þá slaka þær alveg á. Þannig að það er mjög gott að eiga tvær til þrjár kippur inn í ísskáp til að gefa svínunum,” segir Björgvin hlæjandi. Og bíddu, er þá ekkert mál fyrir hana að framleiða mjólk? „Bjórinn hjálpar til og þær framleiða mjólk í rauninni á meðan grísirnir eru undir þeim,” bætir Björgvin við. Björgvin Þór Harðarson, svínabóndi í Laxárdal.Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgvin segir að svo þetta gangi allt upp þá megi ömmugylturnar ekki vera gamlar ömmur. „Þær mega vera svona tveggja ára í mesta lagi, hafa gotið kannski tvisvar sjálfar, þá geta þær verið ömmugyltur.” En mælir Björgvin almennt með því að ömmur drekki svolítið af bjór? „Ég hugsa að það sé bara fínt, allavega þessar ömmur,” segir hann og hlær enn meira. Grísir hjá Ömmugyltu, sem er búin að fá smá bjór þannig að hún mjólki örugglega nóg í grísina.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Áfengi og tóbak Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira