Framfaramálin oft ávextir kjarasamninga Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 31. janúar 2024 07:30 Mörg framfaramál í íslensku samfélagi hafa sprottið upp úr kjarasamningum. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) er þar gott dæmi, en frumkvæðið að stofnun hennar kom frá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) og Samtökum atvinnulífsins (SA) í kjölfar kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Vegna þessa frumkvæðis ákvað þáverandi ríkisstjórn Íslands að gefa út yfirlýsingu um að efla starfsmenntun í atvinnulífinu í samstarfi við ASÍ og SA. Í yfirlýsingunni var lögð áhersla á samvinnu allra aðila um þróun starfsmenntunar til framtíðar. Frá árinu 2003 hefur FA starfað á grundvelli þjónustusamnings við stjórnvöld. FA var þar með falin ábyrgð og þróun verkefna sem veita eiga fólki á vinnumarkaði, sem ekki hefur lokið framhaldsskóla, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína. Árið 2010 bættust svo BSRB, Samband íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytið í hóp eigenda FA. Aðkoma þessara aðila styrkti grunninn að starfsemi FA, sem þjónaði í kjölfarið öllum vinnumarkaðnum, auk þess sem samráð um starfsmenntun á vinnumarkaði jókst. Það er því óhætt að segja að FA sé öflugur samstarfsvettvangur ASÍ, SA, BSRB, fjármála- og efnahagsráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um fimmtu stoð menntakerfisins – fullorðins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði. Sameiginlegur skilningur aðila undanfarin ár á mikilvægi menntunar í atvinnulífinu og fyrir einstaklinga hefur dafnað í skjóli vissunnar um ábata allra af samstarfi í þessum málaflokki. Með lögum um framhaldsfræðslu frá árinu 2010 var settur rammi um þessa fimmtu stoð menntakerfisins. Markmið núgildandi laga er meðal annars að stuðla að því að einstaklingar geti eflt starfshæfni sína en einnig að mæta þurfi þörfum atvinnulífsins fyrir aukna þekkingu með því að efla hæfni starfsfólks og menntunarstig í landinu.Það er ljóst að tæknivæðing krefst nýrrar hæfni hratt. Hraðar en formlega menntakerfið getur brugðist við. Gott samstarf og samtal við atvinnulíf um þarfir og áherslur er lykillinn að árangri í þessum málaflokki. Þarfagreiningu er best farið í samstarfi atvinnulífs og stjórnvalda til að hægt sé að bregðast hratt við breytingum. Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um framhaldsfræðslu. Í sameiginlegri umsögn ASÍ og SA er því fagnað að lögin eigi með skýrari hætti að taka til fullorðinna innflytjenda og fatlaðs fólks, ásamt því að í þeim verði ákvæði um íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Verkfæri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem notuð eru til að efla og staðfesta hæfni fólks á vinnumarkaði eru tól sem henta vel til þess að meta og efla hæfni þessara hópa en hafa þarf í huga að verkfærin þarf að þróa áfram til þess að mæta nýjum áskorunum. Í ljósi þess er mikilvægt að stjórnvöld geri sér grein fyrir því að ef lögin eiga að taka til stærri hóps og fleiri verkefna þarf aukið fjármagn að fylgja frá ríkinu. Án aukins fjármagns er hætt við að markmið laganna, að gefa fullorðnu fólki með stutta skólagöngu eða skerta möguleika til að fá störf, ný tækifæri til náms og hæfniþróunar, nái ekki fram að ganga. Það verður að tryggja að hægt verði að mæta þörfum allra þeirra hópa sem um ræðir, bæði fólks á vinnumarkaði, innflytjenda og fatlaðs fólks. Framhaldsfræðslukerfið allt er í hættu ef aðeins á að útvíkka hópinn en ekki tryggja viðeigandi fjármögnun verkefna. FA er veigamikill samráðsvettvangur um menntun sem samanstendur af starfstengdri fræðslu og staðfestingu á hæfni sem fólk aflar sér utan formlega menntakerfisins. Það er mikilvægt að stjórnvöld tryggi fjármögnun fimmtu menntastoðarinnar, skilji og stuðli að því að þróaðar séu sérstakar námsleiðir fyrir einstaklinga sem standa fyrir utan formlega menntakerfið. Um er að ræða stóran hóp fólks sem hefur aflað sér þekkingar og færni á vinnumarkaðnum. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur skýrt fram að tryggja skuli að framhaldsfræðslukerfið sé í stakk búið til að takast á við samfélagsþróun, meðal annars vegna loftslagsbreytinga og tæknivæðingar á vinnumarkaði. Það er best gert með öflugu samstarfi aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Maj-Britt Hjördís Briem Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Mörg framfaramál í íslensku samfélagi hafa sprottið upp úr kjarasamningum. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) er þar gott dæmi, en frumkvæðið að stofnun hennar kom frá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) og Samtökum atvinnulífsins (SA) í kjölfar kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Vegna þessa frumkvæðis ákvað þáverandi ríkisstjórn Íslands að gefa út yfirlýsingu um að efla starfsmenntun í atvinnulífinu í samstarfi við ASÍ og SA. Í yfirlýsingunni var lögð áhersla á samvinnu allra aðila um þróun starfsmenntunar til framtíðar. Frá árinu 2003 hefur FA starfað á grundvelli þjónustusamnings við stjórnvöld. FA var þar með falin ábyrgð og þróun verkefna sem veita eiga fólki á vinnumarkaði, sem ekki hefur lokið framhaldsskóla, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína. Árið 2010 bættust svo BSRB, Samband íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytið í hóp eigenda FA. Aðkoma þessara aðila styrkti grunninn að starfsemi FA, sem þjónaði í kjölfarið öllum vinnumarkaðnum, auk þess sem samráð um starfsmenntun á vinnumarkaði jókst. Það er því óhætt að segja að FA sé öflugur samstarfsvettvangur ASÍ, SA, BSRB, fjármála- og efnahagsráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um fimmtu stoð menntakerfisins – fullorðins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði. Sameiginlegur skilningur aðila undanfarin ár á mikilvægi menntunar í atvinnulífinu og fyrir einstaklinga hefur dafnað í skjóli vissunnar um ábata allra af samstarfi í þessum málaflokki. Með lögum um framhaldsfræðslu frá árinu 2010 var settur rammi um þessa fimmtu stoð menntakerfisins. Markmið núgildandi laga er meðal annars að stuðla að því að einstaklingar geti eflt starfshæfni sína en einnig að mæta þurfi þörfum atvinnulífsins fyrir aukna þekkingu með því að efla hæfni starfsfólks og menntunarstig í landinu.Það er ljóst að tæknivæðing krefst nýrrar hæfni hratt. Hraðar en formlega menntakerfið getur brugðist við. Gott samstarf og samtal við atvinnulíf um þarfir og áherslur er lykillinn að árangri í þessum málaflokki. Þarfagreiningu er best farið í samstarfi atvinnulífs og stjórnvalda til að hægt sé að bregðast hratt við breytingum. Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um framhaldsfræðslu. Í sameiginlegri umsögn ASÍ og SA er því fagnað að lögin eigi með skýrari hætti að taka til fullorðinna innflytjenda og fatlaðs fólks, ásamt því að í þeim verði ákvæði um íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Verkfæri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem notuð eru til að efla og staðfesta hæfni fólks á vinnumarkaði eru tól sem henta vel til þess að meta og efla hæfni þessara hópa en hafa þarf í huga að verkfærin þarf að þróa áfram til þess að mæta nýjum áskorunum. Í ljósi þess er mikilvægt að stjórnvöld geri sér grein fyrir því að ef lögin eiga að taka til stærri hóps og fleiri verkefna þarf aukið fjármagn að fylgja frá ríkinu. Án aukins fjármagns er hætt við að markmið laganna, að gefa fullorðnu fólki með stutta skólagöngu eða skerta möguleika til að fá störf, ný tækifæri til náms og hæfniþróunar, nái ekki fram að ganga. Það verður að tryggja að hægt verði að mæta þörfum allra þeirra hópa sem um ræðir, bæði fólks á vinnumarkaði, innflytjenda og fatlaðs fólks. Framhaldsfræðslukerfið allt er í hættu ef aðeins á að útvíkka hópinn en ekki tryggja viðeigandi fjármögnun verkefna. FA er veigamikill samráðsvettvangur um menntun sem samanstendur af starfstengdri fræðslu og staðfestingu á hæfni sem fólk aflar sér utan formlega menntakerfisins. Það er mikilvægt að stjórnvöld tryggi fjármögnun fimmtu menntastoðarinnar, skilji og stuðli að því að þróaðar séu sérstakar námsleiðir fyrir einstaklinga sem standa fyrir utan formlega menntakerfið. Um er að ræða stóran hóp fólks sem hefur aflað sér þekkingar og færni á vinnumarkaðnum. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur skýrt fram að tryggja skuli að framhaldsfræðslukerfið sé í stakk búið til að takast á við samfélagsþróun, meðal annars vegna loftslagsbreytinga og tæknivæðingar á vinnumarkaði. Það er best gert með öflugu samstarfi aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar