Frystum ekki mannúð Guðrún Sif Friðriksdóttir skrifar 31. janúar 2024 09:31 Nú hafa nokkrar þjóðir, þar á meðal Ísland, ákveðið að frysta greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínu (UNRWA) vegna ásakana Ísraels um að 12 starfsmenn UNRWA hafi tekið þátt í árásum Hamas þann 7. október. Þessu tengt hafa tvö atvik komið upp í huga minn frá störfum mínum sem tengjast átakasvæðum. Annað atvikið er frá rannsóknarvinnu minni í Búrúndí fyrir doktorsverkefnið mitt þegar einn af aðal viðmælendum mínum, „Jacques“, sagði mér frá því hvernig hann varð skæruliði. Hann var 17 ára gamall og hafði flúið til Tansaníu. Mörgum ungum mönnum og strákum var safnað saman í flóttamannabúðunum og boðið að taka þátt í hæfileikakeppni í öðrum flóttamannabúðum sem hann þáði. Það var hinsvegar ekki farið með þá í aðrar búðir, heldur í skóginn við landamæri Búrúndí þar sem þeir voru þjálfaðir til að gerast skæruliðar. Bíllinn sem notaður var til að ræna þessum ungu mönnum og drengjum var merktur Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. Nokkrum árum áður en ég átti þetta spjall við „Jacques“ starfaði ég hjá Sameinuðu þjóðunum í Líberíu. Stuttu áður en samningi mínum lauk og ég yfirgaf landið logaði allt innan Sameinuðu þjóðanna því það lak út að í Líberíu stæði yfir rannsókn á vændi/mansali þar sem hluti fórnarlambanna voru börn. Einhverjir friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna voru viðriðnir málið. Mér fannst erfitt að heyra sögu „Jacques“ og var reið yfir því að starfsmaður Sameinuðu þjóðanna hefði annaðhvort verið tengdur skæruliðahópi beint eða þegið mútur fyrir afnot af bíl til að ræna ungum mönnum og drengjum. Ég fann líka til reiði gagnvart friðargæsluliðunum í Líberíu, að þeir skyldu nýta sér neyð fólks með svo ógeðfelldum hætti. En ekki hafði ég hugmyndaflug að láta mér detta í hug að það hefði átt að frysta greiðslur til Flóttamannaaðstoðarinnar í Tansaníu sem á þessum tíma hélt nokkur hundruð þúsund búrúndískum flóttamönnum á lífi, né að frysta greiðslur til Friðargæslunnar í Líberíu sem á þessum tíma var forsenda fyrir stöðugleika og öryggi í landinu. Fleiri dæmi eru til af því að einhverjir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafi gerst sekir um glæpi. Það er ekki vegna þess að Sameinuðu þjóðirnar séu slæm samtök eða hafi óheiðarlegt starfsfólk. En það er gríðarlega erfitt að stjórna og hafa yfirsýn yfir mörg þúsund manns á átakasvæði þar sem neyð fólks er mikil. Innfæddir starfsmenn tengjast átökunum alltaf á einhvern hátt og því miður eru dæmi um að einhverjir erlendir starfsmenn nýtir sér neyð hinna innfæddu. Í umræðu um brot starfsmanna Sameinuðu þjóðanna hef ég aldrei nokkurn tíma heyrt neina manneskju láta sér detta það í hug að eðlileg viðbrögð við brotum starfsfólks stofnunar væru að hætta fjárhagsaðstoð við þá stofnun. Refsa viðkomandi einstaklingum? Já. Skoða verkferla og athuga hvort betur sé hægt að koma í veg fyrir slík brot í framtíðinni? Já. En að hætta að styrkja stofnunina og refsa þar með fólkinu sem hún styrkir? Aldrei. Fyrr en nú. Þau dæmi sem ég veit um þegar greiðslur hafa verið frystar til Sameinuðu þjóða stofnanna hefur verið þegar grunur hefur verið um fjárdrátt eða ójóst hvort fjármagn hafi verið notað eins og til var ætlast, eða þegar komist hefur upp um spillingu meðal æðstu stjórnenda stofnunar. Það er algjör rökleysa að frysta greiðslur til UNRWA nú. Það er afleitt að Ísland ætli að taka þátt í slíku óhæfuverki. Fjárhæðin sjálf er ekki það sem skiptir meginmáli, framlag Íslands er það lítill hluti af heildarframlaginu. En þetta snýst um að rétta fólki sem er hefur misst ástvini, heimili og á hvorki í sig né á, hjálparhönd. Þetta snýst um að sýna fólki í neyð samstöðu þegar ofurveldi heimsins vinna að því að útrýma því. Og þetta snýst um að berjast fyrir mennskunni á tímum þegar hún virðist vera að glatast. Höfundur hefur starfað hjá UN Women í Líberíu, Suður-Súdan og Laos og er nú rannsakandi við Norrænu Afríkustofnunina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hafa nokkrar þjóðir, þar á meðal Ísland, ákveðið að frysta greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínu (UNRWA) vegna ásakana Ísraels um að 12 starfsmenn UNRWA hafi tekið þátt í árásum Hamas þann 7. október. Þessu tengt hafa tvö atvik komið upp í huga minn frá störfum mínum sem tengjast átakasvæðum. Annað atvikið er frá rannsóknarvinnu minni í Búrúndí fyrir doktorsverkefnið mitt þegar einn af aðal viðmælendum mínum, „Jacques“, sagði mér frá því hvernig hann varð skæruliði. Hann var 17 ára gamall og hafði flúið til Tansaníu. Mörgum ungum mönnum og strákum var safnað saman í flóttamannabúðunum og boðið að taka þátt í hæfileikakeppni í öðrum flóttamannabúðum sem hann þáði. Það var hinsvegar ekki farið með þá í aðrar búðir, heldur í skóginn við landamæri Búrúndí þar sem þeir voru þjálfaðir til að gerast skæruliðar. Bíllinn sem notaður var til að ræna þessum ungu mönnum og drengjum var merktur Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. Nokkrum árum áður en ég átti þetta spjall við „Jacques“ starfaði ég hjá Sameinuðu þjóðunum í Líberíu. Stuttu áður en samningi mínum lauk og ég yfirgaf landið logaði allt innan Sameinuðu þjóðanna því það lak út að í Líberíu stæði yfir rannsókn á vændi/mansali þar sem hluti fórnarlambanna voru börn. Einhverjir friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna voru viðriðnir málið. Mér fannst erfitt að heyra sögu „Jacques“ og var reið yfir því að starfsmaður Sameinuðu þjóðanna hefði annaðhvort verið tengdur skæruliðahópi beint eða þegið mútur fyrir afnot af bíl til að ræna ungum mönnum og drengjum. Ég fann líka til reiði gagnvart friðargæsluliðunum í Líberíu, að þeir skyldu nýta sér neyð fólks með svo ógeðfelldum hætti. En ekki hafði ég hugmyndaflug að láta mér detta í hug að það hefði átt að frysta greiðslur til Flóttamannaaðstoðarinnar í Tansaníu sem á þessum tíma hélt nokkur hundruð þúsund búrúndískum flóttamönnum á lífi, né að frysta greiðslur til Friðargæslunnar í Líberíu sem á þessum tíma var forsenda fyrir stöðugleika og öryggi í landinu. Fleiri dæmi eru til af því að einhverjir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafi gerst sekir um glæpi. Það er ekki vegna þess að Sameinuðu þjóðirnar séu slæm samtök eða hafi óheiðarlegt starfsfólk. En það er gríðarlega erfitt að stjórna og hafa yfirsýn yfir mörg þúsund manns á átakasvæði þar sem neyð fólks er mikil. Innfæddir starfsmenn tengjast átökunum alltaf á einhvern hátt og því miður eru dæmi um að einhverjir erlendir starfsmenn nýtir sér neyð hinna innfæddu. Í umræðu um brot starfsmanna Sameinuðu þjóðanna hef ég aldrei nokkurn tíma heyrt neina manneskju láta sér detta það í hug að eðlileg viðbrögð við brotum starfsfólks stofnunar væru að hætta fjárhagsaðstoð við þá stofnun. Refsa viðkomandi einstaklingum? Já. Skoða verkferla og athuga hvort betur sé hægt að koma í veg fyrir slík brot í framtíðinni? Já. En að hætta að styrkja stofnunina og refsa þar með fólkinu sem hún styrkir? Aldrei. Fyrr en nú. Þau dæmi sem ég veit um þegar greiðslur hafa verið frystar til Sameinuðu þjóða stofnanna hefur verið þegar grunur hefur verið um fjárdrátt eða ójóst hvort fjármagn hafi verið notað eins og til var ætlast, eða þegar komist hefur upp um spillingu meðal æðstu stjórnenda stofnunar. Það er algjör rökleysa að frysta greiðslur til UNRWA nú. Það er afleitt að Ísland ætli að taka þátt í slíku óhæfuverki. Fjárhæðin sjálf er ekki það sem skiptir meginmáli, framlag Íslands er það lítill hluti af heildarframlaginu. En þetta snýst um að rétta fólki sem er hefur misst ástvini, heimili og á hvorki í sig né á, hjálparhönd. Þetta snýst um að sýna fólki í neyð samstöðu þegar ofurveldi heimsins vinna að því að útrýma því. Og þetta snýst um að berjast fyrir mennskunni á tímum þegar hún virðist vera að glatast. Höfundur hefur starfað hjá UN Women í Líberíu, Suður-Súdan og Laos og er nú rannsakandi við Norrænu Afríkustofnunina.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar