Einn styður Ísrael og hinn Palestínu; báðum var sagt upp en aðeins annar endurráðinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. febrúar 2024 10:52 Neel segist sannfærður um að það hafi átt þátt í ákvörðun NYU Langone að endurráða Masoud að nærri 100 þúsund undirskriftir söfnuðust honum til stuðnings. Getty/Noam Galai Upp er komið áhugavert mál í Bandaríkjunum þar sem tveimur læknum var sagt upp eftir að þeir deildu færslum á samfélagsmiðlum, annar til stuðnings Ísrael og hinn til stuðnings Palestínu. Aðeins síðarnefndi var endurráðinn og hefur fyrrnefndi höfðað mál gegn vinnustaðnum. Dr. Benjamin Neel er sérfræðingur í krabbameinsrannsóknum, prófessor við New York University og yfirmaður krabbameinsdeildar heilbrigðisstofnunarinnar NYU Langone. Honum var sagt upp hjá NYU Langone í fyrra fyrir að deila samfélagsmiðlum til stuðnings Ísrael í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn en í sumum tilfellum var um að ræða skopmyndir þar sem hæðst var að Aröbum. Kollegi hans við NYU Langone, ungur nýlæknir, var einnig látinn taka poka sinn vegna samfélagsmiðlafærslna um átökin á Gasa en hann var á öndverðum meiði og varði árásir Hamas; sagði þær þátt í frelsun Palestínumanna og hrekja landtökumenn á brott. Neel hefur nú höfðað mál gegn NYU Langone en í gögnum málsins segir meðal annars að svo virðist sem kolleginn, Dr. Zaki Masoud, hafi fengið starfið sitt aftur en ekki Neel. Auk þess að snúast um mismunun á grundvelli ólíkra skoðana varðar málið einnig rétt einstaklinga til að tjá sig á samfélagsmiðlum utan vinnutíma. Samkvæmt lögum í New York er bannað að segja mönnum upp fyrir að stunda „löglega frístundariðkun“ en notkun samfélagsmiðla er ekki nefnd sérstaklega. Lögmenn NYU Langone vilja meina að samfélagsmiðlar falli ekki undir umrætt lagaákvæði en auk þess hafi Neel ekki verið látinn fara vegna notkunar sinna á samfélagsmiðlum heldur efnisinnishalds færslanna sem hann deildi. Auk þess að deila skopmyndum af Aröbum deildi hann færslum þar sem það var dregið í efa að tveggja ríkja lausn væri möguleg á meðan Hamas-samtökin væru til. Neel segir notkun sína á samfélagsmiðlum hins vegar klárlega falla undir „löglega frístundaiðkun“ og þá sé stuðningur hans við Ísrael órjúfanlegur þáttur af trúarlegri sannfæringu hans sem gyðingur. Þannig hafi ákvörðunin um að reka hann falið í sér mismunun á grundvelli trúar. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Tjáningarfrelsi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Aðeins síðarnefndi var endurráðinn og hefur fyrrnefndi höfðað mál gegn vinnustaðnum. Dr. Benjamin Neel er sérfræðingur í krabbameinsrannsóknum, prófessor við New York University og yfirmaður krabbameinsdeildar heilbrigðisstofnunarinnar NYU Langone. Honum var sagt upp hjá NYU Langone í fyrra fyrir að deila samfélagsmiðlum til stuðnings Ísrael í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn en í sumum tilfellum var um að ræða skopmyndir þar sem hæðst var að Aröbum. Kollegi hans við NYU Langone, ungur nýlæknir, var einnig látinn taka poka sinn vegna samfélagsmiðlafærslna um átökin á Gasa en hann var á öndverðum meiði og varði árásir Hamas; sagði þær þátt í frelsun Palestínumanna og hrekja landtökumenn á brott. Neel hefur nú höfðað mál gegn NYU Langone en í gögnum málsins segir meðal annars að svo virðist sem kolleginn, Dr. Zaki Masoud, hafi fengið starfið sitt aftur en ekki Neel. Auk þess að snúast um mismunun á grundvelli ólíkra skoðana varðar málið einnig rétt einstaklinga til að tjá sig á samfélagsmiðlum utan vinnutíma. Samkvæmt lögum í New York er bannað að segja mönnum upp fyrir að stunda „löglega frístundariðkun“ en notkun samfélagsmiðla er ekki nefnd sérstaklega. Lögmenn NYU Langone vilja meina að samfélagsmiðlar falli ekki undir umrætt lagaákvæði en auk þess hafi Neel ekki verið látinn fara vegna notkunar sinna á samfélagsmiðlum heldur efnisinnishalds færslanna sem hann deildi. Auk þess að deila skopmyndum af Aröbum deildi hann færslum þar sem það var dregið í efa að tveggja ríkja lausn væri möguleg á meðan Hamas-samtökin væru til. Neel segir notkun sína á samfélagsmiðlum hins vegar klárlega falla undir „löglega frístundaiðkun“ og þá sé stuðningur hans við Ísrael órjúfanlegur þáttur af trúarlegri sannfæringu hans sem gyðingur. Þannig hafi ákvörðunin um að reka hann falið í sér mismunun á grundvelli trúar. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Tjáningarfrelsi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira