Álit annara og almannarómur auk ímyndar Sigurður Páll Jónsson skrifar 5. febrúar 2024 16:00 Ímynd Íslands útávið, er einhver eltingarleikur og markaðssetning sem undanfarin ár hefur leitt til þess að minnimáttarkennd þjóðarinnar hefur aukist. Saga Íslands í rúm þúsund ár er saga baráttu uppá líf og dauða við náttúruöflin og að eiga til hnífs og skeiðar, draga björg í bú. Þessi eyja sem ég er gríðarlega stoltur af að hafa fæðst og alist upp á en hef samt auknar áhyggjur vegna ímyndunarveiki nútímans. Ísland er magnað verk skaparans umlukin sjó sem býr yfir auðlindum sem hafa lengi vel verið grunnurinn að uppbyggingu velferðar hér á fróni. Það hefur opinberast síðustu rúm hundrað ár með tækniframförum í skipakostum og veiðarfærum. Hið umtalaða fiskveiðistjórnunar kerfi okkar í dag er umdeilt en þó ekki verra en það að það getur borgað auðlindargjald (veiðigjald) eitt örfárra fiskveiðiþjóða. Orkuauðlindir okkar Íslendinga eru mikið fjöregg, sem mitt í allri ,,ímyndarveikinni“ stjórnvöld virðast vera ákveðin í að missa fullveldi yfir til ESB þjóða. Þegar orkupakka 3 var troðið uppá okkur árið 2019 reyndum við í Miðflokknum að opna augu þings og þjóðar um að samþykkja hann ekki. Í einni af ræðum sem ég flutti þetta vor var mér á orði ,, Við Íslendingar námum ekki hér land til að ganga í ESB nokkrum árum síðar“. Í EES samningnum á sínum tíma var hvergi minnst á orkumál! Það byrjaði með orkupakka 1 og 2 um síðustu aldarmót og svo orkupakka 3. Orkupakki 4 og 5 bíða á kantinum með enn frekara fullveldisframsali okkar Íslendinga til ESB. Ferðamannaiðnaðurinn er í gríðarlegum vexti eða um 2,5 miljónir manna á síðasta ári og gjaldeyristekjurnar komnar upp fyrir gjaldeyristekjur sjávarútvegsins það ár. Markaðsuppbygging leikur stórt hlutverk í þessum bransa og þar spilar „ímyndin“ inní. En sú vinna þarf að mínu áliti að vera gerð með bakið beint Uppbygging samgangna er á algjörum brauðfótum og ber alls ekki uppi þá miklu þungaflutninga sem á þjóðvegum landsins dynja eða þá fjölgun ferðamanna sem um vegina aka. Metnaðarleysi ráðherra málaflokksins sést best á því að framkvæmdum er ýtt frammí tímann, yfir á ráðherra framtíðarinnar, þegar núverandi ráðherra verður í öðrum gegningum. Landbúnaður á undir högg að sækja og svo hefur verið um langt skeið. Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn segja á tyllidögum að landbúnaðinn verði að tryggja. Svo er ekkert gert. Tveir af ríkisstjórnaflokkunum yfir 100 ára gamlir og telja sig málsvara bænda, samt er staðan þessi. Á síðasta kjörtímabili lagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og þingmenn Miðflokksins fram metnaðarfulla þingsályktunartillögu um stór eflingu innlendrar matvælaframleiðslu og öruggt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi landbúnaðar í 24 liðum. Innlend matvælaframleiðsla er ein af grunnforsendum þess að við byggjum sjálfbært og sjálfbært samfélag til framtíðar. Varla nokkur skynsamur maður heldur öðru fram. Framtíð landbúnaðar veltur á ýmsu, má þar nefna á skilningi stjórnmálamanna, en umfram allt getu þjóðarinnar til að skoða heildarmyndina. Öllum ætti að vera ljóst að víða liggja vannýtt tækifæri í landbúnaði á Íslandi. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ímynd Íslands útávið, er einhver eltingarleikur og markaðssetning sem undanfarin ár hefur leitt til þess að minnimáttarkennd þjóðarinnar hefur aukist. Saga Íslands í rúm þúsund ár er saga baráttu uppá líf og dauða við náttúruöflin og að eiga til hnífs og skeiðar, draga björg í bú. Þessi eyja sem ég er gríðarlega stoltur af að hafa fæðst og alist upp á en hef samt auknar áhyggjur vegna ímyndunarveiki nútímans. Ísland er magnað verk skaparans umlukin sjó sem býr yfir auðlindum sem hafa lengi vel verið grunnurinn að uppbyggingu velferðar hér á fróni. Það hefur opinberast síðustu rúm hundrað ár með tækniframförum í skipakostum og veiðarfærum. Hið umtalaða fiskveiðistjórnunar kerfi okkar í dag er umdeilt en þó ekki verra en það að það getur borgað auðlindargjald (veiðigjald) eitt örfárra fiskveiðiþjóða. Orkuauðlindir okkar Íslendinga eru mikið fjöregg, sem mitt í allri ,,ímyndarveikinni“ stjórnvöld virðast vera ákveðin í að missa fullveldi yfir til ESB þjóða. Þegar orkupakka 3 var troðið uppá okkur árið 2019 reyndum við í Miðflokknum að opna augu þings og þjóðar um að samþykkja hann ekki. Í einni af ræðum sem ég flutti þetta vor var mér á orði ,, Við Íslendingar námum ekki hér land til að ganga í ESB nokkrum árum síðar“. Í EES samningnum á sínum tíma var hvergi minnst á orkumál! Það byrjaði með orkupakka 1 og 2 um síðustu aldarmót og svo orkupakka 3. Orkupakki 4 og 5 bíða á kantinum með enn frekara fullveldisframsali okkar Íslendinga til ESB. Ferðamannaiðnaðurinn er í gríðarlegum vexti eða um 2,5 miljónir manna á síðasta ári og gjaldeyristekjurnar komnar upp fyrir gjaldeyristekjur sjávarútvegsins það ár. Markaðsuppbygging leikur stórt hlutverk í þessum bransa og þar spilar „ímyndin“ inní. En sú vinna þarf að mínu áliti að vera gerð með bakið beint Uppbygging samgangna er á algjörum brauðfótum og ber alls ekki uppi þá miklu þungaflutninga sem á þjóðvegum landsins dynja eða þá fjölgun ferðamanna sem um vegina aka. Metnaðarleysi ráðherra málaflokksins sést best á því að framkvæmdum er ýtt frammí tímann, yfir á ráðherra framtíðarinnar, þegar núverandi ráðherra verður í öðrum gegningum. Landbúnaður á undir högg að sækja og svo hefur verið um langt skeið. Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn segja á tyllidögum að landbúnaðinn verði að tryggja. Svo er ekkert gert. Tveir af ríkisstjórnaflokkunum yfir 100 ára gamlir og telja sig málsvara bænda, samt er staðan þessi. Á síðasta kjörtímabili lagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og þingmenn Miðflokksins fram metnaðarfulla þingsályktunartillögu um stór eflingu innlendrar matvælaframleiðslu og öruggt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi landbúnaðar í 24 liðum. Innlend matvælaframleiðsla er ein af grunnforsendum þess að við byggjum sjálfbært og sjálfbært samfélag til framtíðar. Varla nokkur skynsamur maður heldur öðru fram. Framtíð landbúnaðar veltur á ýmsu, má þar nefna á skilningi stjórnmálamanna, en umfram allt getu þjóðarinnar til að skoða heildarmyndina. Öllum ætti að vera ljóst að víða liggja vannýtt tækifæri í landbúnaði á Íslandi. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun