Vegagerð á villigötum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 6. febrúar 2024 11:01 Í fjölmiðlum undanfarna daga hefur verið töluverð umfjöllun um Fossvogsbrú því samkvæmt nýjustu áætlunum er verðmiðinn á brúnni orðinn 8,8 milljarðar króna og hefur allavega fjórfaldast frá því lagt var af stað. Vegagerðin okkar allra er aðili máls og hefur haldið m.a. utan um hönnunarsamkeppni og samskipti við hönnuði í kjölfarið og leyfi ég mér að segja að yfirstjórn Vegagerðarinnar fái falleinkunn vegna þess hvernig þessu máli öllu er fyrirkomið. Við lestur og yfirferð þeirra frétta sem að framan greinir fara um mann tilfinningar af ýmsum toga, undrun, reiði og allur skalinn þar í kring því í samhengi hlutanna vil ég leyfa mér að segja að þessi aðferðarfræði og nálgun sé í besta falli galin m.t.t. ástanda ýmissa vega víða um land. Af hverju segi ég þetta? Jú, vegakerfið á Íslandi er allskonar, víða mjög lélegir vegir með tilliti til umferðaröryggis. Víða eru einbreiðar brýr enn þann dag í dag þrátt fyrir fögur fyrirheit um útrýmingu þeirra. Það hafa verið nokkur dauðafæri nú upp á síðkastið til að fækka einbreiðum brúm, t.a.m. í samhengi við nýloknar vegaframkvæmdir á Laxárdalsheiði, leið sem hefur svo sannarlega komið að góðum notum nú síðustu vikur vegna síendurtekinna lokanna á Holtavöruheiði. En nei, Vegagerðin kaus að nýta ekki þá möguleika heldur laga veginn að viðkomandi einbreiðu brú þrátt fyrir sí endurteknar ábendingar um mikilvægi þess að setja ræsi eða nýja tvíbreiða brú. Sama er upp á teningnum á vegabút sem nú er komin í framkvæmd á Klofningsvegi. Til viðbótar þessum möguleikum sem ég nefni hér að ofan eru andi margar einbreiðar brýr á þjóðvegi nr. 60, Vestfjarðarvegi og eru þær allar tifandi tímasprengja hvað varðar umferðaröryggi á þessum mikið ekna vegi. Vil ég nefna t.a.m. brúna yfir Haukadalsá í Dalabyggð þar sem öll aðkoma er þannig að erfitt er oft á tíðum fyrir m.a. stóra bíla með tengivagna að aðhafast og mikil vatnssöfnun er á brúnni sem gerir allar aðstæður enn erfiðari en ella. Það má ugglaust sjá hér að ofan að undirrituðum er misboðið. Meðferð opinberra fjármuna er að mínu mati óábyrg í þessum viðfangsefni og mætti nefna fleiri dæmi þar sem Vegagerðin mætti íhuga sína forgangsröðun. Ónefndir eru hér ýmsir vegir sem ástæða væri til að nefna en meginatriðið er það að Vegagerðin þarf og verður að sýna okkur á landsbyggðinni tilhlýðilega virðingu og ekki síður þeim sem um vegina aka. Hrikalegar slysatölur undanfarnar vikur kalla á þá virðingu og stórátak í vegabótum þarf að verða en maður spyr sig hvort núverandi yfirstjórn Vegagerðarinnar sé treystandi til þess að halda utan um það þjóðþrifamál? Aðgerða er þörf, núna! Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Dalabyggð Vegagerð Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í fjölmiðlum undanfarna daga hefur verið töluverð umfjöllun um Fossvogsbrú því samkvæmt nýjustu áætlunum er verðmiðinn á brúnni orðinn 8,8 milljarðar króna og hefur allavega fjórfaldast frá því lagt var af stað. Vegagerðin okkar allra er aðili máls og hefur haldið m.a. utan um hönnunarsamkeppni og samskipti við hönnuði í kjölfarið og leyfi ég mér að segja að yfirstjórn Vegagerðarinnar fái falleinkunn vegna þess hvernig þessu máli öllu er fyrirkomið. Við lestur og yfirferð þeirra frétta sem að framan greinir fara um mann tilfinningar af ýmsum toga, undrun, reiði og allur skalinn þar í kring því í samhengi hlutanna vil ég leyfa mér að segja að þessi aðferðarfræði og nálgun sé í besta falli galin m.t.t. ástanda ýmissa vega víða um land. Af hverju segi ég þetta? Jú, vegakerfið á Íslandi er allskonar, víða mjög lélegir vegir með tilliti til umferðaröryggis. Víða eru einbreiðar brýr enn þann dag í dag þrátt fyrir fögur fyrirheit um útrýmingu þeirra. Það hafa verið nokkur dauðafæri nú upp á síðkastið til að fækka einbreiðum brúm, t.a.m. í samhengi við nýloknar vegaframkvæmdir á Laxárdalsheiði, leið sem hefur svo sannarlega komið að góðum notum nú síðustu vikur vegna síendurtekinna lokanna á Holtavöruheiði. En nei, Vegagerðin kaus að nýta ekki þá möguleika heldur laga veginn að viðkomandi einbreiðu brú þrátt fyrir sí endurteknar ábendingar um mikilvægi þess að setja ræsi eða nýja tvíbreiða brú. Sama er upp á teningnum á vegabút sem nú er komin í framkvæmd á Klofningsvegi. Til viðbótar þessum möguleikum sem ég nefni hér að ofan eru andi margar einbreiðar brýr á þjóðvegi nr. 60, Vestfjarðarvegi og eru þær allar tifandi tímasprengja hvað varðar umferðaröryggi á þessum mikið ekna vegi. Vil ég nefna t.a.m. brúna yfir Haukadalsá í Dalabyggð þar sem öll aðkoma er þannig að erfitt er oft á tíðum fyrir m.a. stóra bíla með tengivagna að aðhafast og mikil vatnssöfnun er á brúnni sem gerir allar aðstæður enn erfiðari en ella. Það má ugglaust sjá hér að ofan að undirrituðum er misboðið. Meðferð opinberra fjármuna er að mínu mati óábyrg í þessum viðfangsefni og mætti nefna fleiri dæmi þar sem Vegagerðin mætti íhuga sína forgangsröðun. Ónefndir eru hér ýmsir vegir sem ástæða væri til að nefna en meginatriðið er það að Vegagerðin þarf og verður að sýna okkur á landsbyggðinni tilhlýðilega virðingu og ekki síður þeim sem um vegina aka. Hrikalegar slysatölur undanfarnar vikur kalla á þá virðingu og stórátak í vegabótum þarf að verða en maður spyr sig hvort núverandi yfirstjórn Vegagerðarinnar sé treystandi til þess að halda utan um það þjóðþrifamál? Aðgerða er þörf, núna! Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun