Mannréttindi. Upplýsingaöflun lögreglu um einkamálefni manna Hreiðar Eiríksson skrifar 7. febrúar 2024 09:00 Með 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar er öllum sem staddir eru innan íslenskrar lögsögu tryggður réttur til friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Í 2. mgr. sömu greinar er mælt fyrir um að ekki megi gera tilteknar rannsóknaraðgerðir sem skerða friðhelgi einkalífs nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Á það meðal annars við um rannsókn á símtölum eða öðrum fjarskiptum. Þessu til viðbótar gilda ýmis strangari lagaákvæði sem vernda sérstaklega ýmis samskipti manna við sérfræðinga sem eðli máls samkvæmt bera þagnarskyldu um efni samskiptanna, svo sem lögmenn, sálfræðinga, presta, lækna o.fl. og eru slík ákvæði áþekk í flestum frjálslyndum lýðræðisríkjum. Lögin taka ekki mið af þróun síðustu ára varðandi það sem hægt er að kalla rafræna tilvist eintaklinga og því má halda fram með ágætum rökum að sá fátæklegi dómskaparréttur sem til er á þessu sviði eigi sér ekki sterkan lögfræðilegan grundvöll eins og tæknin hefur þróast. Trúnaðarmál skjólstæðinga lögmanns Í síðustu viku var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur mál sem virðist ekki hafa vakið mikla athygli né umræðu í samfélaginu. Málið varðaði kröfu lögreglustjóra um að fá að afrita farsíma lögmanns sem hafði stöðu sakbornings við rannsókn lögreglu á ætluðum refsiverðum verknaði. Formaður Lögmannafélags Íslands óskaði eftir því að vera viðstaddur fyrirtöku kröfunnar þar sem málið varðaði lögmann og farsíma hans en um slík tæki fara margvísleg samskipti sem trúnaður skal ríkja um. Mestur hluti þeirra er líklega óþekkta einstaklinga sem hafa eða kunna að hafa leitað til lögmannsins og átt við hann samskipti um persónuleg málefni sín með væntingum um að trúnaður ríkti um þau. Dómari hafnaði þeirri ósk með vísan til þess að þinghald í málum að þessu tagi væru lokuð. Ásælni í ótengdar persónuupplýsingar Við getum líklega öll verið sammála um að lögreglan verður að hafa svigrúm til að leita sönnunargagna sem kunna að vera í vörslu grunaðra manna. Það er því eðlilegt að lögregla leggi fyrir dómara kröfu um að fá aðgang að þeim rafrænum gögnum í snjalltækjum sakborninga sem kunna að tengjast þeim atvikum sem eru til rannsóknar. Það er hins vegar skylda og hlutverk dómarans að tryggja að mannréttindi séu virt. Dómarinn er bundinn af stjórnarskrárinnar sem er æðsta réttarheimild íslensks réttar. Hún eða hann þarf ekki aðeins að gæta þeirra almannahagsmuna sem fólgnir eru í því að lögreglu sé mögulegt að rannsaka mál sem varða ætlaða refsiverða háttsemi, heldur um leið að gæta þess að rannsóknarúrræði sem dómstóllinn heimilar verði ekki svo rúm að það ógni stjórnarskrárvörðum réttindum einstaklinga og lögaðila sem ekki tengjast málinu. Hlutverk dómara er ekki auðvelt en hann má ekki heykjast á því að rækja það. Hann verður að vera þess minnugur að borgararnir treysta á að dómstólar gæti mannréttinda hvort sem er í opnum eða lokuðum þinghöldum og ef til vill sérstaklega þegar þeir geta ekki verið viðstaddir og hafa ekki vitneskjum um málið. Þinghaldið sem sagt var frá hér að ofan tengdist rannsókn lögreglu á tiltæku ætluðu afbroti lögmanns á tilteknu tímabili. Þrátt fyrir þetta krafðist lögreglustjóri mun víðtækari heimildar með því að krefjast heimildar til afritunar alls innihalds farsíma viðkomandi, öllum snjallforritum, samfélagsmiðlum og spjallrásum sem hann geymdi og öllu rafrænu innihaldi allra skýjalausna sem síminn væri tengdur við, óháð því á hvaða tímabili upplýsingarnar urðu til. Ógerningur er að rökstyðja þörf fyrir sé fyrir svo víðtæka og almenna upplýsingasöfnun og að mínu viti fráleitt að fallast á kröfu af þessu tagi. Upplýsingasöfnun um almenning Mál sem þetta snertir allan almenning með beinum hætti og ekki aðeins þá sem hafa ráðfært sig við hlutaðeigandi lögmann. Kröfur eins og þær sem lögreglan gerði í málinu eru ekkert einsdæmi og svo virðist sem dómarar hafi tilhneigingu til að fallast á þær. Fæst málin fara hins vegar fyrir dóm því að sakborningar í jafnvel hinum smæstu málum veita oftast leyfi til svona heildarafritunar símtækja sinna og gagnasafna. Með því afhenda þeir lögreglunni gríðarlegt magn af persónuupplýsingum sem ekki eru bara um þá sjálfa heldur alla þá einstaklinga sem þeir hafa átt í samskiptum við í gegnum símtækið og tölvubúnað sem tengdur er við sömu skýjalausn og tækið. Þessir einstaklingar hafa á þeim tíma sem samskiptin áttu sér stað enga möguleika á því að sjá fyrir hvort viðmælandi þeirra muni í framtíðinni fá stöðu sakbornings við lögreglurannsókn og hvort snjalltæki hans verða afrituð í tengslum við hana. Af þessu leiðir að engin möguleiki er fyrir þann sem átt hefur í samskiptum við vini og kunningja á internetinu að vita hvort lögreglan er komin með eða mun fá afrit af upplýsingum um þau, hvaða upplýsingar lögreglan hefur né hvernig þær kunna að hafa verið eða verða notaðar. Tryggir einhver að lögreglan fari að lögum? Íslensk lögregla hefur lengi notið víðtæks trausts meðal almennings þó að það hafi dvínað nokkuð á undanförnum árum. Menn kunna því að spyrja hvort þeir sem ekkert hafa að fela geti ekki verið rólegir þó lögreglan hafi aðgang að gögnum um einkalíf þeirra. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að lögreglan er mönnuð fólki með sömu mannlegu breyskleika og annað fólk. Reynslan hefur sýnt okkur að venjulegt fólk getur tekið óvenjulegar ákvarðanir og hið sama á við um lögreglufólk. Upplýsingar sem nýlega hafa komið fyrir almenningssjónir benda til þess að sumir lögreglumenn og starfsmenn lögreglu fari ekki að lögum í samskiptum við samstarfsfólk sitt og ásakanir um brot lögreglu gegn almennum borgurum verða sífellt algengari. Í ljósi þess verður að telja skynsamlegt að setja lögreglu skorður varðandi upplýsingasöfnun um almenna borgara og koma upp virku eftirliti með umgengni um þær upplýsingar sem lögreglu er heimilt að afla. Taka þarf til skoðunar hvort lagagrundvöllur víðtækrar söfnunar og geymslu lögreglu á rafrænum upplýsingum um almenna borgara sé nægilega traustur og hvort dómstólar hafi rækt af nægilegri festu það hlutverk sitt að standa vörð um stjórnarskrárvarinn rétt borgaranna til friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Lögmennska Lögreglumál Mannréttindi Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Sjá meira
Með 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar er öllum sem staddir eru innan íslenskrar lögsögu tryggður réttur til friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Í 2. mgr. sömu greinar er mælt fyrir um að ekki megi gera tilteknar rannsóknaraðgerðir sem skerða friðhelgi einkalífs nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Á það meðal annars við um rannsókn á símtölum eða öðrum fjarskiptum. Þessu til viðbótar gilda ýmis strangari lagaákvæði sem vernda sérstaklega ýmis samskipti manna við sérfræðinga sem eðli máls samkvæmt bera þagnarskyldu um efni samskiptanna, svo sem lögmenn, sálfræðinga, presta, lækna o.fl. og eru slík ákvæði áþekk í flestum frjálslyndum lýðræðisríkjum. Lögin taka ekki mið af þróun síðustu ára varðandi það sem hægt er að kalla rafræna tilvist eintaklinga og því má halda fram með ágætum rökum að sá fátæklegi dómskaparréttur sem til er á þessu sviði eigi sér ekki sterkan lögfræðilegan grundvöll eins og tæknin hefur þróast. Trúnaðarmál skjólstæðinga lögmanns Í síðustu viku var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur mál sem virðist ekki hafa vakið mikla athygli né umræðu í samfélaginu. Málið varðaði kröfu lögreglustjóra um að fá að afrita farsíma lögmanns sem hafði stöðu sakbornings við rannsókn lögreglu á ætluðum refsiverðum verknaði. Formaður Lögmannafélags Íslands óskaði eftir því að vera viðstaddur fyrirtöku kröfunnar þar sem málið varðaði lögmann og farsíma hans en um slík tæki fara margvísleg samskipti sem trúnaður skal ríkja um. Mestur hluti þeirra er líklega óþekkta einstaklinga sem hafa eða kunna að hafa leitað til lögmannsins og átt við hann samskipti um persónuleg málefni sín með væntingum um að trúnaður ríkti um þau. Dómari hafnaði þeirri ósk með vísan til þess að þinghald í málum að þessu tagi væru lokuð. Ásælni í ótengdar persónuupplýsingar Við getum líklega öll verið sammála um að lögreglan verður að hafa svigrúm til að leita sönnunargagna sem kunna að vera í vörslu grunaðra manna. Það er því eðlilegt að lögregla leggi fyrir dómara kröfu um að fá aðgang að þeim rafrænum gögnum í snjalltækjum sakborninga sem kunna að tengjast þeim atvikum sem eru til rannsóknar. Það er hins vegar skylda og hlutverk dómarans að tryggja að mannréttindi séu virt. Dómarinn er bundinn af stjórnarskrárinnar sem er æðsta réttarheimild íslensks réttar. Hún eða hann þarf ekki aðeins að gæta þeirra almannahagsmuna sem fólgnir eru í því að lögreglu sé mögulegt að rannsaka mál sem varða ætlaða refsiverða háttsemi, heldur um leið að gæta þess að rannsóknarúrræði sem dómstóllinn heimilar verði ekki svo rúm að það ógni stjórnarskrárvörðum réttindum einstaklinga og lögaðila sem ekki tengjast málinu. Hlutverk dómara er ekki auðvelt en hann má ekki heykjast á því að rækja það. Hann verður að vera þess minnugur að borgararnir treysta á að dómstólar gæti mannréttinda hvort sem er í opnum eða lokuðum þinghöldum og ef til vill sérstaklega þegar þeir geta ekki verið viðstaddir og hafa ekki vitneskjum um málið. Þinghaldið sem sagt var frá hér að ofan tengdist rannsókn lögreglu á tiltæku ætluðu afbroti lögmanns á tilteknu tímabili. Þrátt fyrir þetta krafðist lögreglustjóri mun víðtækari heimildar með því að krefjast heimildar til afritunar alls innihalds farsíma viðkomandi, öllum snjallforritum, samfélagsmiðlum og spjallrásum sem hann geymdi og öllu rafrænu innihaldi allra skýjalausna sem síminn væri tengdur við, óháð því á hvaða tímabili upplýsingarnar urðu til. Ógerningur er að rökstyðja þörf fyrir sé fyrir svo víðtæka og almenna upplýsingasöfnun og að mínu viti fráleitt að fallast á kröfu af þessu tagi. Upplýsingasöfnun um almenning Mál sem þetta snertir allan almenning með beinum hætti og ekki aðeins þá sem hafa ráðfært sig við hlutaðeigandi lögmann. Kröfur eins og þær sem lögreglan gerði í málinu eru ekkert einsdæmi og svo virðist sem dómarar hafi tilhneigingu til að fallast á þær. Fæst málin fara hins vegar fyrir dóm því að sakborningar í jafnvel hinum smæstu málum veita oftast leyfi til svona heildarafritunar símtækja sinna og gagnasafna. Með því afhenda þeir lögreglunni gríðarlegt magn af persónuupplýsingum sem ekki eru bara um þá sjálfa heldur alla þá einstaklinga sem þeir hafa átt í samskiptum við í gegnum símtækið og tölvubúnað sem tengdur er við sömu skýjalausn og tækið. Þessir einstaklingar hafa á þeim tíma sem samskiptin áttu sér stað enga möguleika á því að sjá fyrir hvort viðmælandi þeirra muni í framtíðinni fá stöðu sakbornings við lögreglurannsókn og hvort snjalltæki hans verða afrituð í tengslum við hana. Af þessu leiðir að engin möguleiki er fyrir þann sem átt hefur í samskiptum við vini og kunningja á internetinu að vita hvort lögreglan er komin með eða mun fá afrit af upplýsingum um þau, hvaða upplýsingar lögreglan hefur né hvernig þær kunna að hafa verið eða verða notaðar. Tryggir einhver að lögreglan fari að lögum? Íslensk lögregla hefur lengi notið víðtæks trausts meðal almennings þó að það hafi dvínað nokkuð á undanförnum árum. Menn kunna því að spyrja hvort þeir sem ekkert hafa að fela geti ekki verið rólegir þó lögreglan hafi aðgang að gögnum um einkalíf þeirra. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að lögreglan er mönnuð fólki með sömu mannlegu breyskleika og annað fólk. Reynslan hefur sýnt okkur að venjulegt fólk getur tekið óvenjulegar ákvarðanir og hið sama á við um lögreglufólk. Upplýsingar sem nýlega hafa komið fyrir almenningssjónir benda til þess að sumir lögreglumenn og starfsmenn lögreglu fari ekki að lögum í samskiptum við samstarfsfólk sitt og ásakanir um brot lögreglu gegn almennum borgurum verða sífellt algengari. Í ljósi þess verður að telja skynsamlegt að setja lögreglu skorður varðandi upplýsingasöfnun um almenna borgara og koma upp virku eftirliti með umgengni um þær upplýsingar sem lögreglu er heimilt að afla. Taka þarf til skoðunar hvort lagagrundvöllur víðtækrar söfnunar og geymslu lögreglu á rafrænum upplýsingum um almenna borgara sé nægilega traustur og hvort dómstólar hafi rækt af nægilegri festu það hlutverk sitt að standa vörð um stjórnarskrárvarinn rétt borgaranna til friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Höfundur er lögmaður.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun