Gefum íslensku séns í hamförum samfélagsbreytinga Inga Daníelsdóttir skrifar 7. febrúar 2024 12:00 Móðurmálið mitt, íslenskan, er í lífshættu. Hún hefur lent í hamförum hnattrænna samfélagsbreytinga sem raunar ná til allra sviða mannlífsins. Hér sjáum við hrun, sprungumyndanir og gliðnun af ólíkum sortum. Við erum stödd í miðjum atburði og vitum fátt eitt um framtíðina en erum þó farin að átta okkur á að við munum ekki snúa aftur heim í fortíðina til að búa. Við erum misjafnlega langt komin í sorgarferlinu, afneitunar verður enn vart í undirmeðvitundinni en það er kominn tími til að skipuleggja framhaldið og m.a. átta okkur á hvað það er sem við viljum bjarga og varðveita. Fyrir mína parta eru þjóðtungurnar þar ofarlega á blaði og íslenskan dýrgripur sem mig langar að grípa með mér inn í framtíðarlandið. En nú er það þannig að tungumál er sameign en ekki eitthvað sem ég sting bara í vasann. Og tungumálið er þar að auki lifandi. Helst þurfa allir að hjálpast að við að halda íslenskunni á lífi og gróskumikilli. Þetta þarf að gerast af alúð. Því miður hafa stofnanir samfélagsins ekki komið nægilega vel að þessari ræktun og ég get endalaust verið skúffuð yfir því. En stofnanir bera ekki einar ábyrgð, hlutverkin eru mörg. Það var t.d. ekki ríkisvaldið sem stóð fyrir átakinu Römpum upp Ísland, það var einstaklingur, meira að segja maður í hjólastól og að einhverju leyti með skerta starfsgetu. Það er klárlega vísbending um að ekki sé alltaf best að bíða eftir öðrum. Og hvað varðar íslenskuna, þá held ég einmitt að átakið Gefum íslensku séns hafi hitt naglann á höfuðið með nálgun sinni og aðferðafræði, við getum öll verið almannakennarar. Þetta er líklega lykillinn, að við erum leynivopnið, við almenningur, við sem tölum íslenskuna, njótum þess að leika okkur með hana, kitla annað fólk með orðum, en líka tjá vináttu, samstöðu eða huggun eftir því sem við á. Það er raunar mjög valdeflandi að átta sig á því að á þessu sviði geti að líkindum einmitt viðhorf og gerðir almennings skipt sköpum um þróunina, að það séum við sem skrifum framtíðina. Sálfræðin í því sem við gerum skiptir máli, við þurfum helst að skynja forsendurnar nánast í æðakerfinu, gamla góða brjóstvitið lætur okkur vita að okkur þykir vænt um íslenskuna og okkur þykir vænt um fólk. Við óskum þess af einlægni að nýkomið fólk á Íslandi geti orðið notendur málsins. Við nýtum hvert tækifæri til að gefa íslensku séns. Í krafti velvildarinnar reynum við að finna jafnvægið í því að styðja og leiða áfram án þess að þvinga eða ofgera. Þetta er auðvitað kúnst og á sína vísu lærdómur fyrir okkur að nálgast þetta nýja hversdagsverkefni en allir notendur málsins hafa hlutverki að gegna. Setjum okkur það markmið að gefa íslenskunni ævinlega séns þegar tækifæri er til. Samtal þarf ekki að vera annað hvort alveg á íslensku eða alveg á ensku, hvert nýtt orð eða setningarhluti skiptir máli í framförum og sjálfstrausti þess sem er að fikra sig áfram á nýju tungumáli. Einlæg hvatning skiptir meira máli en að leiðrétta beygingu. Líkingin við að rampa upp Íslandi á eiginlega býsna vel við í þessu samhengi því að við þurfum að opna dyrnar, fjarlægja þröskulda og greiða leiðina fyrir aðkomufólk inn í íslenskt (mál)samfélag. Höfundur er virk í átakinu Gefum íslensku séns - íslenskuvænt samfélag. Grein þessi er liður í greinaröð á vegum Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélagrituðum af fólki sem lætur sig íslenskuna varða og vill bjóða fólk sem hingað flyst velkomið í íslenskt (mál)samfélag með íslenskuna og brosið að vopni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Móðurmálið mitt, íslenskan, er í lífshættu. Hún hefur lent í hamförum hnattrænna samfélagsbreytinga sem raunar ná til allra sviða mannlífsins. Hér sjáum við hrun, sprungumyndanir og gliðnun af ólíkum sortum. Við erum stödd í miðjum atburði og vitum fátt eitt um framtíðina en erum þó farin að átta okkur á að við munum ekki snúa aftur heim í fortíðina til að búa. Við erum misjafnlega langt komin í sorgarferlinu, afneitunar verður enn vart í undirmeðvitundinni en það er kominn tími til að skipuleggja framhaldið og m.a. átta okkur á hvað það er sem við viljum bjarga og varðveita. Fyrir mína parta eru þjóðtungurnar þar ofarlega á blaði og íslenskan dýrgripur sem mig langar að grípa með mér inn í framtíðarlandið. En nú er það þannig að tungumál er sameign en ekki eitthvað sem ég sting bara í vasann. Og tungumálið er þar að auki lifandi. Helst þurfa allir að hjálpast að við að halda íslenskunni á lífi og gróskumikilli. Þetta þarf að gerast af alúð. Því miður hafa stofnanir samfélagsins ekki komið nægilega vel að þessari ræktun og ég get endalaust verið skúffuð yfir því. En stofnanir bera ekki einar ábyrgð, hlutverkin eru mörg. Það var t.d. ekki ríkisvaldið sem stóð fyrir átakinu Römpum upp Ísland, það var einstaklingur, meira að segja maður í hjólastól og að einhverju leyti með skerta starfsgetu. Það er klárlega vísbending um að ekki sé alltaf best að bíða eftir öðrum. Og hvað varðar íslenskuna, þá held ég einmitt að átakið Gefum íslensku séns hafi hitt naglann á höfuðið með nálgun sinni og aðferðafræði, við getum öll verið almannakennarar. Þetta er líklega lykillinn, að við erum leynivopnið, við almenningur, við sem tölum íslenskuna, njótum þess að leika okkur með hana, kitla annað fólk með orðum, en líka tjá vináttu, samstöðu eða huggun eftir því sem við á. Það er raunar mjög valdeflandi að átta sig á því að á þessu sviði geti að líkindum einmitt viðhorf og gerðir almennings skipt sköpum um þróunina, að það séum við sem skrifum framtíðina. Sálfræðin í því sem við gerum skiptir máli, við þurfum helst að skynja forsendurnar nánast í æðakerfinu, gamla góða brjóstvitið lætur okkur vita að okkur þykir vænt um íslenskuna og okkur þykir vænt um fólk. Við óskum þess af einlægni að nýkomið fólk á Íslandi geti orðið notendur málsins. Við nýtum hvert tækifæri til að gefa íslensku séns. Í krafti velvildarinnar reynum við að finna jafnvægið í því að styðja og leiða áfram án þess að þvinga eða ofgera. Þetta er auðvitað kúnst og á sína vísu lærdómur fyrir okkur að nálgast þetta nýja hversdagsverkefni en allir notendur málsins hafa hlutverki að gegna. Setjum okkur það markmið að gefa íslenskunni ævinlega séns þegar tækifæri er til. Samtal þarf ekki að vera annað hvort alveg á íslensku eða alveg á ensku, hvert nýtt orð eða setningarhluti skiptir máli í framförum og sjálfstrausti þess sem er að fikra sig áfram á nýju tungumáli. Einlæg hvatning skiptir meira máli en að leiðrétta beygingu. Líkingin við að rampa upp Íslandi á eiginlega býsna vel við í þessu samhengi því að við þurfum að opna dyrnar, fjarlægja þröskulda og greiða leiðina fyrir aðkomufólk inn í íslenskt (mál)samfélag. Höfundur er virk í átakinu Gefum íslensku séns - íslenskuvænt samfélag. Grein þessi er liður í greinaröð á vegum Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélagrituðum af fólki sem lætur sig íslenskuna varða og vill bjóða fólk sem hingað flyst velkomið í íslenskt (mál)samfélag með íslenskuna og brosið að vopni.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun