Starfsgetumat ríkisins Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar 9. febrúar 2024 07:00 Nú eru stjórnvöld að undirbúa starfsgetumat fyrir öryrkja þó það sé ekki nefnt það heldur eitthvað miklu loðnara. Öryrkjar styðja breytingar og heildarendurskoðun þess kerfis sem lýtur að þeim en vilja fá að vera með í ráðum, sbr. ,,ekkert um okkur án okkar” Öryrkjum, þ.e. fötluðu fólki og þeim sem eru með langvinna sjúkdóma, hefur jafnvel í gegnum tíðina verið legið á hálsi fyrir að ,,nenna” ekki að vinna eins og fjarstæðukennt og það nú er. Að vinna er svo stór og mikilvægur hluti af lífinu, bæði fjárhagslega og félagslega, það vita allir. Það kemur mörgum á óvart að nú þegar eru um 25% öryrkja á vinnumarkaði, langflestir í hlutastarfi, eins og geta má. Markmið stjórnvalda nú eru góðra gjalda verð en að því sögðu þarf að stíga mjög varlega til jarðar. Fatlað fólk og langveikt hefur slæma reynslu af almannatryggingakerfinu. Það er ósveigjanlegt, sjálfmiðað, óþjónustulundað og já jafnvel á stundum ómannúðlegt. Hvers vegna ætti starfsgetumat ríkisins að verða eitthvað öðruvisi? Um framboð og eftirspurn eftir fötluðu fólki Það eru fleiri sem treysta sér til að vera á vinnumarkaði en raunverulega eru í vinnu skv. niðurstöðum úr skýrslu Vörðu Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins sem gerð var fyrir ÖBÍ réttindasamtök og birt í desember síðastliðnum. Sem dæmi má nefna að tæplega 18% fatlaðs fólk myndi treysta sér til að vera í 25% starfi eða minna en í raunveruleikanum er um helmingi færri í slíku starfshlutfalli. Eftirspurnin er því mun meiri en framboðið. Rúm 15% treysta sér til að vera í 26-50% starfi en í raunveruleikanum er um helmingi færri í slíku starfshlutfalli. Eftirspurnin er því mun meiri en framboðið. En, eins og nærri má geta, er heilsufar stærsta hindrunin fyrir atvinnuþátttöku fatlaðs fólk og langveikra. Það á ekki séns í samfélagi samkeppninnar á vinnumarkaði nema eitthvað annað og meira komi til. Það þyrfti á því á að halda að klæðskerasniðið vinnuumhverfi og vinnutíma sem hæfði getu, færni og heilsu hvers og eins. Stjórnvöld verða að geta stutt vel við öryrkjann en fatlað fólk og langveikt með fullt örorkumat er um tuttugu þúsund hér á landi. Ríkið verður því að útvega mörg þúsund hlutastörf ef vel á að vera í sliku kerfi, því hvers virði er að leiða starfsgetumat í lög ef engin eru störfin í veruleikanum. Fatlað fólk og langveikt gæti því setið uppi með með starfgetumat sem í raun og veru færir því ekki neitt nema ef til vill enn skertari lífeyri og meiri og flóknari kerfisvanda. Misheppnað starfsgetumat í nágrannalöndum Það er ekkert undarlegt að fatlað fólk og langveikt sé bæði skeptískt á og hræðist starfsgetumat ríkisins, sem enn er mjög óljóst hvernig muni bæta kjör þeirra. Það eru miklar líkur á a slík t ,,tilraun” um starfsgetumat misheppnist eins og hefur raungerst í löndunum í kringum okkar (ef þú spyrð fatlað fólk og langveikt) m.a. vegna takmarkaðs atvinnuframboðs og heilsuleysis fatlaðs fólks og langveikra, hver verða þá viðbrögð ríkisins? Skerðist þá örorkulífeyrir í samræmi við veitt starfsgeturmat þótt engin bjóðist atvinnan? Þegar stórt er spurt … Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Nú eru stjórnvöld að undirbúa starfsgetumat fyrir öryrkja þó það sé ekki nefnt það heldur eitthvað miklu loðnara. Öryrkjar styðja breytingar og heildarendurskoðun þess kerfis sem lýtur að þeim en vilja fá að vera með í ráðum, sbr. ,,ekkert um okkur án okkar” Öryrkjum, þ.e. fötluðu fólki og þeim sem eru með langvinna sjúkdóma, hefur jafnvel í gegnum tíðina verið legið á hálsi fyrir að ,,nenna” ekki að vinna eins og fjarstæðukennt og það nú er. Að vinna er svo stór og mikilvægur hluti af lífinu, bæði fjárhagslega og félagslega, það vita allir. Það kemur mörgum á óvart að nú þegar eru um 25% öryrkja á vinnumarkaði, langflestir í hlutastarfi, eins og geta má. Markmið stjórnvalda nú eru góðra gjalda verð en að því sögðu þarf að stíga mjög varlega til jarðar. Fatlað fólk og langveikt hefur slæma reynslu af almannatryggingakerfinu. Það er ósveigjanlegt, sjálfmiðað, óþjónustulundað og já jafnvel á stundum ómannúðlegt. Hvers vegna ætti starfsgetumat ríkisins að verða eitthvað öðruvisi? Um framboð og eftirspurn eftir fötluðu fólki Það eru fleiri sem treysta sér til að vera á vinnumarkaði en raunverulega eru í vinnu skv. niðurstöðum úr skýrslu Vörðu Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins sem gerð var fyrir ÖBÍ réttindasamtök og birt í desember síðastliðnum. Sem dæmi má nefna að tæplega 18% fatlaðs fólk myndi treysta sér til að vera í 25% starfi eða minna en í raunveruleikanum er um helmingi færri í slíku starfshlutfalli. Eftirspurnin er því mun meiri en framboðið. Rúm 15% treysta sér til að vera í 26-50% starfi en í raunveruleikanum er um helmingi færri í slíku starfshlutfalli. Eftirspurnin er því mun meiri en framboðið. En, eins og nærri má geta, er heilsufar stærsta hindrunin fyrir atvinnuþátttöku fatlaðs fólk og langveikra. Það á ekki séns í samfélagi samkeppninnar á vinnumarkaði nema eitthvað annað og meira komi til. Það þyrfti á því á að halda að klæðskerasniðið vinnuumhverfi og vinnutíma sem hæfði getu, færni og heilsu hvers og eins. Stjórnvöld verða að geta stutt vel við öryrkjann en fatlað fólk og langveikt með fullt örorkumat er um tuttugu þúsund hér á landi. Ríkið verður því að útvega mörg þúsund hlutastörf ef vel á að vera í sliku kerfi, því hvers virði er að leiða starfsgetumat í lög ef engin eru störfin í veruleikanum. Fatlað fólk og langveikt gæti því setið uppi með með starfgetumat sem í raun og veru færir því ekki neitt nema ef til vill enn skertari lífeyri og meiri og flóknari kerfisvanda. Misheppnað starfsgetumat í nágrannalöndum Það er ekkert undarlegt að fatlað fólk og langveikt sé bæði skeptískt á og hræðist starfsgetumat ríkisins, sem enn er mjög óljóst hvernig muni bæta kjör þeirra. Það eru miklar líkur á a slík t ,,tilraun” um starfsgetumat misheppnist eins og hefur raungerst í löndunum í kringum okkar (ef þú spyrð fatlað fólk og langveikt) m.a. vegna takmarkaðs atvinnuframboðs og heilsuleysis fatlaðs fólks og langveikra, hver verða þá viðbrögð ríkisins? Skerðist þá örorkulífeyrir í samræmi við veitt starfsgeturmat þótt engin bjóðist atvinnan? Þegar stórt er spurt … Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun