Táknmál í hjarta mínu Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 11. febrúar 2024 08:00 11. febrúar er dagur íslenska táknmálsins. 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Þessi tvö mál eiga sinn samnefnara, sinn eigin dag á almanakinu, þau eru jafnrétthá samkvæmt lögum nr. 61/2011. Það er þessum tveim málum virðingarvert að eiga sinn dag, eiga sinn sess í menningu, daglegu lífi og hjörtum landsmanna. Táknmál hefur átt sinn stað í hjarta mínu lengi eða allt frá því mér var kennt það af jafnöldrum mínum og jafningjum þá 10 ára gömul. Ég get ekki sagt að það hafi verið ást við fyrstu sýn en það greip mig frá fyrstu stundu og er hugur minn og hjarta allt mitt líf og verður það áfram. Fyrir það er ég eilíflega þakklát. Ég og táknmálið og mögulega 300-400 aðrir einstaklingar hér á landi sem sannarlega myndi kalla táknmálsfólk/málhafa táknmálsins/döff, þeir sem líta á íslenska táknmálið sem sitt móðurmál hafa alltaf staðið með táknmálinu. Við getum ekki lifað án táknmálsins og því höfum við mögulega einangrast á vissan hátt. Við höfum alltaf barist, réttlætt og staðið fyrir táknmálinu í lífi okkar. Táknmálið fyrir okkur er það sama og íslenskan er fyrir íslensku þjóðina. Við tjáum hugsanir okkar, vilja, líðan og gjörðir á táknmáli. Við táknmálsnotendur höfum alltaf verið til á Íslandi. Saga táknmálsins var og er þyrnum stráð hvarvetna í heiminum og Ísland er ekki undanskilið. Það hefur verið reynt að breyta okkur, táknmál sagt skemma fyrir máltöku barna og vafa varpað á táknmálið okkar, táknmál hefur meira segja verið bannað, okkur var kennt samkvæmt grunnskólaskyldu án táknmálsins. Sem betur fer þurfum við ekki að kljást við þetta í dag. En stundum eimir á gömlum viðhorfum. Íslenska táknmálið er nú jafnrétthátt íslenskri tungu EN það er eitt sem getur farið í mínar fínustu. Táknmál er oft sagt dýrt. Táknmál hefur alltaf borið lægri hlut frá borði ef eitthvað gerist hér á landi sem kostar ríkissjóð formúgu. Þá er bara ekkert eftir fyrir blessaða táknmálið eða því veitt fjármagn sem skorið er alveg upp við kviku. Afleiðing þessarar sparnaðar hagkvæmrar hentisemi er mjög dýr og hefur þær afleiðingar að táknmálsnotendur eiga hvergi inni og það að eiga hvergi inni grefur sig í sálina og kostar félagslega, mennta og heilbrigðiskerfið og alla stjórnsýsluna reyndar sína formúgu, táknmálsfólk brennur út, missir eljuna, missir eigið sjálfstraust og finnst þau ekki vera nóg. Við erum því sífellt sett í viðkvæma stöðu. Línudans er orð sem kemur upp ef segja á daglegt líf okkar í einu orði. Nú á næstunni verður til umræðu á Alþingi tillaga til þingsályktunar um málstefnu íslenska táknmálsins. Þessi tillaga er fagnaðarefni og líka aðgerðaráætlunin sem henni fylgir. Málstefna íslenska táknmálsins mun verða sem leiðarvísir fyrir hvernig skuli koma fram við táknmálið í stjórnsýslunni, fjármögnun, valdefling og taka af allan vafa um fyrir hverja táknmálið sé. Táknmál er fyrir alla. Það er staðreynd að táknmál kemur ekki í stað talaðs máls, það er heldur ekki valfrjáls aukabúnaður. Táknmál snýst ekki bara um að koma orðum á framfæri; það snýst um að tjá menningu og sjálfsmynd heils samfélags. Það er heilt tungumál út af fyrir sig, rétt eins og íslenskan sjálf er. Gleðjumst með hverju skrefi sem táknmálið nær íslenskunni. Njótum íslenska táknmálsins jafnt og íslenskunnar. Gerum táknmálinu og notendum þess hátt undir höfði. Táknmál er nauðsyn, ekki val. Táknmál í hjarta þínu og mínu. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Táknmál Alþingi Íslensk tunga Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
11. febrúar er dagur íslenska táknmálsins. 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Þessi tvö mál eiga sinn samnefnara, sinn eigin dag á almanakinu, þau eru jafnrétthá samkvæmt lögum nr. 61/2011. Það er þessum tveim málum virðingarvert að eiga sinn dag, eiga sinn sess í menningu, daglegu lífi og hjörtum landsmanna. Táknmál hefur átt sinn stað í hjarta mínu lengi eða allt frá því mér var kennt það af jafnöldrum mínum og jafningjum þá 10 ára gömul. Ég get ekki sagt að það hafi verið ást við fyrstu sýn en það greip mig frá fyrstu stundu og er hugur minn og hjarta allt mitt líf og verður það áfram. Fyrir það er ég eilíflega þakklát. Ég og táknmálið og mögulega 300-400 aðrir einstaklingar hér á landi sem sannarlega myndi kalla táknmálsfólk/málhafa táknmálsins/döff, þeir sem líta á íslenska táknmálið sem sitt móðurmál hafa alltaf staðið með táknmálinu. Við getum ekki lifað án táknmálsins og því höfum við mögulega einangrast á vissan hátt. Við höfum alltaf barist, réttlætt og staðið fyrir táknmálinu í lífi okkar. Táknmálið fyrir okkur er það sama og íslenskan er fyrir íslensku þjóðina. Við tjáum hugsanir okkar, vilja, líðan og gjörðir á táknmáli. Við táknmálsnotendur höfum alltaf verið til á Íslandi. Saga táknmálsins var og er þyrnum stráð hvarvetna í heiminum og Ísland er ekki undanskilið. Það hefur verið reynt að breyta okkur, táknmál sagt skemma fyrir máltöku barna og vafa varpað á táknmálið okkar, táknmál hefur meira segja verið bannað, okkur var kennt samkvæmt grunnskólaskyldu án táknmálsins. Sem betur fer þurfum við ekki að kljást við þetta í dag. En stundum eimir á gömlum viðhorfum. Íslenska táknmálið er nú jafnrétthátt íslenskri tungu EN það er eitt sem getur farið í mínar fínustu. Táknmál er oft sagt dýrt. Táknmál hefur alltaf borið lægri hlut frá borði ef eitthvað gerist hér á landi sem kostar ríkissjóð formúgu. Þá er bara ekkert eftir fyrir blessaða táknmálið eða því veitt fjármagn sem skorið er alveg upp við kviku. Afleiðing þessarar sparnaðar hagkvæmrar hentisemi er mjög dýr og hefur þær afleiðingar að táknmálsnotendur eiga hvergi inni og það að eiga hvergi inni grefur sig í sálina og kostar félagslega, mennta og heilbrigðiskerfið og alla stjórnsýsluna reyndar sína formúgu, táknmálsfólk brennur út, missir eljuna, missir eigið sjálfstraust og finnst þau ekki vera nóg. Við erum því sífellt sett í viðkvæma stöðu. Línudans er orð sem kemur upp ef segja á daglegt líf okkar í einu orði. Nú á næstunni verður til umræðu á Alþingi tillaga til þingsályktunar um málstefnu íslenska táknmálsins. Þessi tillaga er fagnaðarefni og líka aðgerðaráætlunin sem henni fylgir. Málstefna íslenska táknmálsins mun verða sem leiðarvísir fyrir hvernig skuli koma fram við táknmálið í stjórnsýslunni, fjármögnun, valdefling og taka af allan vafa um fyrir hverja táknmálið sé. Táknmál er fyrir alla. Það er staðreynd að táknmál kemur ekki í stað talaðs máls, það er heldur ekki valfrjáls aukabúnaður. Táknmál snýst ekki bara um að koma orðum á framfæri; það snýst um að tjá menningu og sjálfsmynd heils samfélags. Það er heilt tungumál út af fyrir sig, rétt eins og íslenskan sjálf er. Gleðjumst með hverju skrefi sem táknmálið nær íslenskunni. Njótum íslenska táknmálsins jafnt og íslenskunnar. Gerum táknmálinu og notendum þess hátt undir höfði. Táknmál er nauðsyn, ekki val. Táknmál í hjarta þínu og mínu. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun