Listaháskólinn fellir niður skólagjöld Árni Sæberg skrifar 13. febrúar 2024 13:01 Kristín Eysteinsdóttir er rektor Listaháskóla Íslands. Saga Sig Stjórnendur Listaháskóla Íslands hafa ákveðið að fella niður skólagjöld frá og með haustönn ársins 2024. Það er gert í kjölfar tilkynningar um að sjálfstætt starfandi háskólum yrði boðið að fá óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. Skólagjöld við skólann eru nú á bilinu 368 þúsund krónur til 568 þúsund krónur fyrir hverja önn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, tilkynnti í morgun að hún hefði boðið skólastjórnendum sjálfstætt starfandi háskóla að skólarnir hljóti óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. Í tilkynningu frá Listaháskóla Íslands, LHÍ, segir að þetta sé mikið fagnaðarefni þar sem skólinn hafi lengi talað fyrir því að afnema skólagjöld og breytingarnar muni taka gildi frá og með hausti 2024. Þegar uppi er staðið muni nemendur skólans þá aðeins greiða skrásetningargjöld sambærileg þeim sem eru hjá opinberu háskólunum. „Þetta eru stór tímamót í sögu skólans og mikilvægasta jafnréttismál hvað varðar aðgengi nemenda að háskólanámi í listum hér á landi. Við höfum lengi bent á það ójafnræði sem felst í því að nám í listum sé bundið skilyrðum um skólagjöld umfram nám í öðrum háskólagreinum. Í þessu felast jafnari tækifæri til aðgengis að listnámi óháð efnahag sem er mikið fagnaðarefni. Við væntum þess að ákvörðunin feli í sér enn fjölbreyttari hóp umsækjenda, og þar af leiðandi hóp nemenda, á komandi árum,“ er haft eftir Kristínu Eysteinsdóttur, rektor Listaháskóla Íslands. Háskólar Menning Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, tilkynnti í morgun að hún hefði boðið skólastjórnendum sjálfstætt starfandi háskóla að skólarnir hljóti óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. Í tilkynningu frá Listaháskóla Íslands, LHÍ, segir að þetta sé mikið fagnaðarefni þar sem skólinn hafi lengi talað fyrir því að afnema skólagjöld og breytingarnar muni taka gildi frá og með hausti 2024. Þegar uppi er staðið muni nemendur skólans þá aðeins greiða skrásetningargjöld sambærileg þeim sem eru hjá opinberu háskólunum. „Þetta eru stór tímamót í sögu skólans og mikilvægasta jafnréttismál hvað varðar aðgengi nemenda að háskólanámi í listum hér á landi. Við höfum lengi bent á það ójafnræði sem felst í því að nám í listum sé bundið skilyrðum um skólagjöld umfram nám í öðrum háskólagreinum. Í þessu felast jafnari tækifæri til aðgengis að listnámi óháð efnahag sem er mikið fagnaðarefni. Við væntum þess að ákvörðunin feli í sér enn fjölbreyttari hóp umsækjenda, og þar af leiðandi hóp nemenda, á komandi árum,“ er haft eftir Kristínu Eysteinsdóttur, rektor Listaháskóla Íslands.
Háskólar Menning Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira