Rétt og rangt um Rapyd Björn B Björnsson skrifar 15. febrúar 2024 09:30 Ísraelska færslufyrirtækið Rapyd hefur verið mikið til umræðu á Íslandi í kjölfar yfirlýsinga forstjóra og aðaleiganda þess, Arik Shtilman, um að Rapyd standi með ísraelska hernum í árásum hans á Gaza og að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum. Þessi afstaða þykir flestum Íslendingum ógeðfelld og framandi og því vilja mörg fyrirtæki og neytendur forðast tengsl og viðskipti við Rapyd. Garðar Stefánsson forstjóri Rapyd á Íslandi tekur til varna fyrir félagið í blaðagreinum, en tekst heldur óhöndulega - enda er málstaðurinn ekki góður. Garðar heldur því fram að Rapyd stundi ekki viðskipti í landránsbyggðum Ísraela sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þetta er einfaldlega rangt enda augljóst að fyrirtæki sem styður hernaðinn á Gaza setur slíkt ekki fyrir sig, frekar en önnur fyrirtæki í Ísrael. Garðar segir að Rapyd á Íslandi sé íslenskt fyrirtæki en játar síðan að félagið sé í eigu hins ísraelska Rapyd. Fyrirtækið er því ekki íslenskt fyrirtæki frekar en önnur slík sem eru í erlendri eigu þótt nauðsynlegt sé að um þau sé hlutafélag á Íslandi. Enda er það svo að þegar Rapyd er flett upp í fyrirtækjaskrá á Íslandi kemur í ljós að aðaleigandi þess er hinn ísraelski Arik Shtilman, forstjóri fyrirtækisins. Næst stærsti eigandinn er líka Ísraeli og sá þriðji er Breti. Það er því líka rangt sem Garðar heldur fram að fyrirtækið sé „að mestu í eigu alþjóðlegra fjárfestingasjóða“. Það er því miður líka rangt hjá Garðari að Rapyd sé „ekki með nokkru móti að styðja hernað Ísraelshers, eins og ranglega hefur komið fram.“ Ummæli forstjóra og eiganda Rapyd, vinnuveitanda Garðars, sem vitnað er til hér að ofan eru afdráttarlaus og ganga þvert gegn þessum orðum Garðars. Á heimsíðu Shtilmans á Likedin er mynd af ísraelska fánanum með orðunum: Rapyd styður Ísrael. Stuðningur Rapyd við hernað Ísraels er líka augljós á Instagram reikningi fyriirtækisins þar sem eru myndir af ísraelskum hermönnum sem Rapyd bauð í grillveislu. Þar segir að Rapyd sé stolt af stuðningi sínum við hina hugrökku hermenn ísraelska hersins og ánægt með að geta gefið þeim eitthvað til baka. Í lokin kemur svo greining Garðars á átökunum þar sem hann forðast að taka afstöðu eða styggja húsbónda sinn í Ísrael: „Átökin og rót þeirra eru flókin, tilfinningaþrungin og um margt sorgleg.“ Enn missir Garðar marks því það er ekkert flókið við það sem þarna er að gerast. Hvert mannsbarn sér að átökin og rót þeirra eru þau að ein þjóð er í krafti vopnavalds að ræna landi annarrar þjóðar. Ef Garðar hefur ekki áttað sig á þessum einföldu sannindum bendi ég honum vinsamlegast á að bera saman landakort af svæðinu frá 1948 til þessa dags. Ég skil vel að það sé erfitt fyrir starfsfólk Rapyd á Íslandi að vinna fyrir fyrirtæki sem styður opinberlega morð á óbreyttum borgurum. Það gæti ég ekki. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Björn B. Björnsson Tengdar fréttir Staðreyndir um Rapyd Að undanförnu hefur fámennur hópur fólks haft sig mikið frammi um Rapyd. Rangfærslur í málflutningi þessa hóps hvað varðar Rapyd eru margar. Þeim verður ekki öllum svarað hér. 13. febrúar 2024 10:00 Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Ísraelska færslufyrirtækið Rapyd hefur verið mikið til umræðu á Íslandi í kjölfar yfirlýsinga forstjóra og aðaleiganda þess, Arik Shtilman, um að Rapyd standi með ísraelska hernum í árásum hans á Gaza og að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum. Þessi afstaða þykir flestum Íslendingum ógeðfelld og framandi og því vilja mörg fyrirtæki og neytendur forðast tengsl og viðskipti við Rapyd. Garðar Stefánsson forstjóri Rapyd á Íslandi tekur til varna fyrir félagið í blaðagreinum, en tekst heldur óhöndulega - enda er málstaðurinn ekki góður. Garðar heldur því fram að Rapyd stundi ekki viðskipti í landránsbyggðum Ísraela sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þetta er einfaldlega rangt enda augljóst að fyrirtæki sem styður hernaðinn á Gaza setur slíkt ekki fyrir sig, frekar en önnur fyrirtæki í Ísrael. Garðar segir að Rapyd á Íslandi sé íslenskt fyrirtæki en játar síðan að félagið sé í eigu hins ísraelska Rapyd. Fyrirtækið er því ekki íslenskt fyrirtæki frekar en önnur slík sem eru í erlendri eigu þótt nauðsynlegt sé að um þau sé hlutafélag á Íslandi. Enda er það svo að þegar Rapyd er flett upp í fyrirtækjaskrá á Íslandi kemur í ljós að aðaleigandi þess er hinn ísraelski Arik Shtilman, forstjóri fyrirtækisins. Næst stærsti eigandinn er líka Ísraeli og sá þriðji er Breti. Það er því líka rangt sem Garðar heldur fram að fyrirtækið sé „að mestu í eigu alþjóðlegra fjárfestingasjóða“. Það er því miður líka rangt hjá Garðari að Rapyd sé „ekki með nokkru móti að styðja hernað Ísraelshers, eins og ranglega hefur komið fram.“ Ummæli forstjóra og eiganda Rapyd, vinnuveitanda Garðars, sem vitnað er til hér að ofan eru afdráttarlaus og ganga þvert gegn þessum orðum Garðars. Á heimsíðu Shtilmans á Likedin er mynd af ísraelska fánanum með orðunum: Rapyd styður Ísrael. Stuðningur Rapyd við hernað Ísraels er líka augljós á Instagram reikningi fyriirtækisins þar sem eru myndir af ísraelskum hermönnum sem Rapyd bauð í grillveislu. Þar segir að Rapyd sé stolt af stuðningi sínum við hina hugrökku hermenn ísraelska hersins og ánægt með að geta gefið þeim eitthvað til baka. Í lokin kemur svo greining Garðars á átökunum þar sem hann forðast að taka afstöðu eða styggja húsbónda sinn í Ísrael: „Átökin og rót þeirra eru flókin, tilfinningaþrungin og um margt sorgleg.“ Enn missir Garðar marks því það er ekkert flókið við það sem þarna er að gerast. Hvert mannsbarn sér að átökin og rót þeirra eru þau að ein þjóð er í krafti vopnavalds að ræna landi annarrar þjóðar. Ef Garðar hefur ekki áttað sig á þessum einföldu sannindum bendi ég honum vinsamlegast á að bera saman landakort af svæðinu frá 1948 til þessa dags. Ég skil vel að það sé erfitt fyrir starfsfólk Rapyd á Íslandi að vinna fyrir fyrirtæki sem styður opinberlega morð á óbreyttum borgurum. Það gæti ég ekki. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Staðreyndir um Rapyd Að undanförnu hefur fámennur hópur fólks haft sig mikið frammi um Rapyd. Rangfærslur í málflutningi þessa hóps hvað varðar Rapyd eru margar. Þeim verður ekki öllum svarað hér. 13. febrúar 2024 10:00
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun