Tvö eyru og einn munn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. febrúar 2024 08:01 „Mundu að þú ert með tvö eyru og einn munn” sagði amma mín reglulega við okkur systkinin enda er það ágætis regla að við hlustum meira en við tölum. Við sem störfum í stjórnmálum þurfum að hafa þetta hlutfall milli eyrna og munns sérstaklega ofarlega í huga. Einn mikilvægasti þáttur starfsins er að hitta og hlusta á fólk. Hvað brennur þeim í brjósti, hverjar eru áskoranir þeirra og tækifæri. Skilja ólíkar aðstæður fólks, heyra af nýjum hugmyndum, tækifærum og framtíðarsýn. Hringferð þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefst í dag og þá gefst okkur tækifæri til að eiga milliliðalaust samtali við fólk um land allt. Í gær sóttum við fund í Reykjanesbæ. Í dag förum við á Akranes, Húnaþing vestra og Blönduós. Á laugardag verður ferðinni heitið á Sauðárkrók, Siglufjörð, Dalvík og Akureyri. Mývatnssveit, Egilsstaðir, Reyðarfjörður og Eskifjörður verður á leið okkar á sunnudag. Á mánudag verðum við á Djúpavogi, Höfn, Kirkjubæjarklaustri og Vík. Við endum hringferðina á Hvolsvelli, Reykholti, Flúðum, Hrunamannahreppi, Selfossi og Ölfus. Að lokinni hringferð mun ég síðan heimsækja skóla og fyrirtæki í mínu kjördæmi, Reykjavík. Að mæta fólki í sinni heimabyggð er verðmætt, við getum sett okkur inn í raunverulegar aðstæður fólks, hitt þau á heimavelli og í kjölfarið lagt okkar af mörkum til að knýja fram breytingar til góðs á samfélaginu okkar, mótað sterkari sýn og átt dýrmæt samtal. Það þekki ég vel úr ferðum mínum um land allt þar sem ég er reglulega með skrifstofu mína óháð staðsetningu og hef nú þegar heimsótt 25 sveitarfélög og mun halda áfram. Að heyra og skilja hvað brennur á þeim sem reka fyrirtæki, stór og smá, hvort sem er á landsbygðinni eða á höfuðborgarsvæðinu. Það skiptir máli að vita hvað brennur á þeim sem búa við skertar samgöngur eða lélegt netsamband. Það skiptir máli að heyra væntingar fólks til einfaldari og betri þjónustu, menntakerfisins og atvinnutækifæra. Vangaveltur um fleiri námstækifæri, öflug þekkingarsetur og meira fjarnám. Það skiptir máli að vita hvað má gera betur og hvernig við höldum áfram að bæta líf fólks og ná árangri. Í hringferðinni sækjum við heim tugi bæja og vinnustaða, höldum opna fundi og mætum í pottinn. Við munum hlusta og eiga árangursrík samtöl við fjölbreyttan hóp fólks, einstaklinga í sjálfstæðum rekstri, frumkvöðla, námsmenn, bændur, sjómenn og stjórnendur. Það er mikið tilhlökkunarefni að eiga samtal við fólk í öllum landsfjórðungum og vinna að því saman að leysa þá krafta sem búa um allt land úr læðingi. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Sjá meira
„Mundu að þú ert með tvö eyru og einn munn” sagði amma mín reglulega við okkur systkinin enda er það ágætis regla að við hlustum meira en við tölum. Við sem störfum í stjórnmálum þurfum að hafa þetta hlutfall milli eyrna og munns sérstaklega ofarlega í huga. Einn mikilvægasti þáttur starfsins er að hitta og hlusta á fólk. Hvað brennur þeim í brjósti, hverjar eru áskoranir þeirra og tækifæri. Skilja ólíkar aðstæður fólks, heyra af nýjum hugmyndum, tækifærum og framtíðarsýn. Hringferð þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefst í dag og þá gefst okkur tækifæri til að eiga milliliðalaust samtali við fólk um land allt. Í gær sóttum við fund í Reykjanesbæ. Í dag förum við á Akranes, Húnaþing vestra og Blönduós. Á laugardag verður ferðinni heitið á Sauðárkrók, Siglufjörð, Dalvík og Akureyri. Mývatnssveit, Egilsstaðir, Reyðarfjörður og Eskifjörður verður á leið okkar á sunnudag. Á mánudag verðum við á Djúpavogi, Höfn, Kirkjubæjarklaustri og Vík. Við endum hringferðina á Hvolsvelli, Reykholti, Flúðum, Hrunamannahreppi, Selfossi og Ölfus. Að lokinni hringferð mun ég síðan heimsækja skóla og fyrirtæki í mínu kjördæmi, Reykjavík. Að mæta fólki í sinni heimabyggð er verðmætt, við getum sett okkur inn í raunverulegar aðstæður fólks, hitt þau á heimavelli og í kjölfarið lagt okkar af mörkum til að knýja fram breytingar til góðs á samfélaginu okkar, mótað sterkari sýn og átt dýrmæt samtal. Það þekki ég vel úr ferðum mínum um land allt þar sem ég er reglulega með skrifstofu mína óháð staðsetningu og hef nú þegar heimsótt 25 sveitarfélög og mun halda áfram. Að heyra og skilja hvað brennur á þeim sem reka fyrirtæki, stór og smá, hvort sem er á landsbygðinni eða á höfuðborgarsvæðinu. Það skiptir máli að vita hvað brennur á þeim sem búa við skertar samgöngur eða lélegt netsamband. Það skiptir máli að heyra væntingar fólks til einfaldari og betri þjónustu, menntakerfisins og atvinnutækifæra. Vangaveltur um fleiri námstækifæri, öflug þekkingarsetur og meira fjarnám. Það skiptir máli að vita hvað má gera betur og hvernig við höldum áfram að bæta líf fólks og ná árangri. Í hringferðinni sækjum við heim tugi bæja og vinnustaða, höldum opna fundi og mætum í pottinn. Við munum hlusta og eiga árangursrík samtöl við fjölbreyttan hóp fólks, einstaklinga í sjálfstæðum rekstri, frumkvöðla, námsmenn, bændur, sjómenn og stjórnendur. Það er mikið tilhlökkunarefni að eiga samtal við fólk í öllum landsfjórðungum og vinna að því saman að leysa þá krafta sem búa um allt land úr læðingi. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar