Völd óskast – Allra vegna Steinþór Logi Arnarsson skrifar 23. febrúar 2024 15:00 Löngum hefur það verið sagt að eftir því yngri sem við erum þá sjáum við hlutina og lífið í skýrara ljósi, tært án umhverfisáhrifa eða „skoðanamengunar“. Börn sjái alltaf hlutina með afar einföldum og hreinskilnum hætti, svo hreint og beint. En síðan eldumst við og síum inn í okkur eins og svampar að hlutirnir séu nú ekki endilega svo einfaldir og af hverju þeir þurfi nú að vera svona og svona. Um leið verðum við kannski meðvirk því að sumt sé bara flókið og við stöldrum jafnvel við þar og sættum okkur við að skilja ekki allt til hlítar. Verðum meðvirk hefðinni og fetum troðin spor. Aflvaki þróunar Sem betur fer er það þó ekki algilt og fjölmargt ungt fólk óhrætt við að koma fram á sjónarsviðið með hugmyndir byggðar á nýrri hugsjón og nýjum leiðum. Það breytist hratt á milli kynslóða hvernig við metum hlutina, við sjáum ekki endilega tilveruna í sama ljósi og sú kynslóð sem á undan okkur kom. Sú næsta mun síðan líklega ekki sjá hana heldur með sömu augum og við gerum í dag. Fáir ef einhverjir ná nefnilega þeim árangri að vera ungir að eilífu þegar vel er að gáð. Þannig kunna hagsmunir kynslóða að vera mismunandi og gildi samfélaga breytast hratt. Þar liggur einn helsti aflvaki þróunar okkar. Tækifærin Því er mikilvægt að rödd ungs fólks nái að hljóma á sem flestum sviðum samfélagsins. Hvort sem um er að ræða menntamál sem spanna stóran hluta lífs ungs fólks eða húsnæðismál þar sem ungt fólk þarf iðulega, kynslóð fyrir kynslóð, að feta sama háa þröskuldinn inn í sína fyrstu eign en er síðan sett út í kuldann í þágu efnahagsstöðugleika landans. Svo ekki sé svo minnst á hvernig við stöndum að því að fæða og klæða þjóðina og með hvaða hætti við nýtum land okkar og auðlindir til þess á sem sjálfbærastan hátt fyrir komandi kynslóðir. Þannig mætti lengi telja upp hvar ungt fólk ætti að vera með í ráðum. Unga fólkið á hverjum tíma fyrir sig mun nefnilega lifa lengst með ágóða eða afleiðingum þess sem ákveðið eða gert er. Hjá því liggja stærstu tækifærin um bættan hag þjóðarinnar - alltaf. Völd óskast Það er því ekki úr lausu lofti gripið að yfirskriftin á hinni glæsilegu lýðræðishátíð Landssambands ungmennafélaga (LUF) er „Völd óskast! Hún verður haldin samhliða sambandsþingi LUF laugardaginn 24. febrúar 2024 í Hörpu, allt í tilefni af 20 ára afmæli sambandsins. Ungt fólk á nefnilega völd vel skilin í þágu okkar allra, ekki síst komandi kynslóða og þar er þeim vel komið fyrir. Höfundur er formaður SUB – Samtaka ungra bænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mannréttindi Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Löngum hefur það verið sagt að eftir því yngri sem við erum þá sjáum við hlutina og lífið í skýrara ljósi, tært án umhverfisáhrifa eða „skoðanamengunar“. Börn sjái alltaf hlutina með afar einföldum og hreinskilnum hætti, svo hreint og beint. En síðan eldumst við og síum inn í okkur eins og svampar að hlutirnir séu nú ekki endilega svo einfaldir og af hverju þeir þurfi nú að vera svona og svona. Um leið verðum við kannski meðvirk því að sumt sé bara flókið og við stöldrum jafnvel við þar og sættum okkur við að skilja ekki allt til hlítar. Verðum meðvirk hefðinni og fetum troðin spor. Aflvaki þróunar Sem betur fer er það þó ekki algilt og fjölmargt ungt fólk óhrætt við að koma fram á sjónarsviðið með hugmyndir byggðar á nýrri hugsjón og nýjum leiðum. Það breytist hratt á milli kynslóða hvernig við metum hlutina, við sjáum ekki endilega tilveruna í sama ljósi og sú kynslóð sem á undan okkur kom. Sú næsta mun síðan líklega ekki sjá hana heldur með sömu augum og við gerum í dag. Fáir ef einhverjir ná nefnilega þeim árangri að vera ungir að eilífu þegar vel er að gáð. Þannig kunna hagsmunir kynslóða að vera mismunandi og gildi samfélaga breytast hratt. Þar liggur einn helsti aflvaki þróunar okkar. Tækifærin Því er mikilvægt að rödd ungs fólks nái að hljóma á sem flestum sviðum samfélagsins. Hvort sem um er að ræða menntamál sem spanna stóran hluta lífs ungs fólks eða húsnæðismál þar sem ungt fólk þarf iðulega, kynslóð fyrir kynslóð, að feta sama háa þröskuldinn inn í sína fyrstu eign en er síðan sett út í kuldann í þágu efnahagsstöðugleika landans. Svo ekki sé svo minnst á hvernig við stöndum að því að fæða og klæða þjóðina og með hvaða hætti við nýtum land okkar og auðlindir til þess á sem sjálfbærastan hátt fyrir komandi kynslóðir. Þannig mætti lengi telja upp hvar ungt fólk ætti að vera með í ráðum. Unga fólkið á hverjum tíma fyrir sig mun nefnilega lifa lengst með ágóða eða afleiðingum þess sem ákveðið eða gert er. Hjá því liggja stærstu tækifærin um bættan hag þjóðarinnar - alltaf. Völd óskast Það er því ekki úr lausu lofti gripið að yfirskriftin á hinni glæsilegu lýðræðishátíð Landssambands ungmennafélaga (LUF) er „Völd óskast! Hún verður haldin samhliða sambandsþingi LUF laugardaginn 24. febrúar 2024 í Hörpu, allt í tilefni af 20 ára afmæli sambandsins. Ungt fólk á nefnilega völd vel skilin í þágu okkar allra, ekki síst komandi kynslóða og þar er þeim vel komið fyrir. Höfundur er formaður SUB – Samtaka ungra bænda.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun