Loks sakfelldir fyrir að myrða Jam Master Jay Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2024 21:59 Jam-Master Jay, eða Jason Mizell, í New York árið 1986. AP/G. Paul Burnett Tveir menn hafa verið sakfelldir fyrir morðið á listamanninum víðfræga, Jam Master Jay, úr hljómsveitinni Run-DMC. Hann var skotinn til bana í upptökuveri sínu í New York árið 2002 en það var ekki fyrr en árið 2020 sem þeir Karl Jordan Jr. og Ronald Washington voru ákærðir fyrir morðið. Nú fjórum árum síðar hafa þeir verið sakfelldir fyrir morðið. Mennirnir tveir eru sagðir hafa farið inn í upptökuver Jay, sem hét réttu nafni D.J. Jason Mizell. Þar hafi Washington þvingað fólk til að leggjast niður á meðan Jordan skaut Jay í höfuðið. Báðir voru grímuklæddir þegar morðið var framið. Karl Jordan Jr. sem er nú fjörutíu ára gamall, var guðsonur Jay. Samkvæmt frétt New York Times eru mennirnir sagðir hafa myrt Jay vegna deilna í kjölfar þess að þeir voru útilokaðir frá fíkniefnasölu. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins PIX11 News í New York. Jay myndaði hljómsveitina Run-DMC með Joseph „Run“ Simmons og Darryl „DMC“ McDaniel á níunda áratug síðustu aldar. Þeir urðu frægir fyrir lög eins og It's Tricky og Walk This Way, sem þeir gerðu með hljómsveitinni Aerosmith. Hljómsveitin spilaði ítrekað á tónleikum gegn fíkniefnaneyslu og var Jay þekktur fyrir opinbera andstöðu sína við fíkniefni. Nú segja saksóknarar þó að hann hafi flutt mikið magn af kókaíni til New York um árabil. Sjá einnig: Tveir menn ákærðir fyrir áratugagamalt morðið á Jam Master Jay Frægðarsól Run-DMC var ekki hátt á himni árið 2002 og er Jay sagður hafa snúið sér að fíkniefnasölu til að fjármagna lífstíl sinn og styðja fjölskyldu sína. Bandaríkin Erlend sakamál Hollywood Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Nú fjórum árum síðar hafa þeir verið sakfelldir fyrir morðið. Mennirnir tveir eru sagðir hafa farið inn í upptökuver Jay, sem hét réttu nafni D.J. Jason Mizell. Þar hafi Washington þvingað fólk til að leggjast niður á meðan Jordan skaut Jay í höfuðið. Báðir voru grímuklæddir þegar morðið var framið. Karl Jordan Jr. sem er nú fjörutíu ára gamall, var guðsonur Jay. Samkvæmt frétt New York Times eru mennirnir sagðir hafa myrt Jay vegna deilna í kjölfar þess að þeir voru útilokaðir frá fíkniefnasölu. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins PIX11 News í New York. Jay myndaði hljómsveitina Run-DMC með Joseph „Run“ Simmons og Darryl „DMC“ McDaniel á níunda áratug síðustu aldar. Þeir urðu frægir fyrir lög eins og It's Tricky og Walk This Way, sem þeir gerðu með hljómsveitinni Aerosmith. Hljómsveitin spilaði ítrekað á tónleikum gegn fíkniefnaneyslu og var Jay þekktur fyrir opinbera andstöðu sína við fíkniefni. Nú segja saksóknarar þó að hann hafi flutt mikið magn af kókaíni til New York um árabil. Sjá einnig: Tveir menn ákærðir fyrir áratugagamalt morðið á Jam Master Jay Frægðarsól Run-DMC var ekki hátt á himni árið 2002 og er Jay sagður hafa snúið sér að fíkniefnasölu til að fjármagna lífstíl sinn og styðja fjölskyldu sína.
Bandaríkin Erlend sakamál Hollywood Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira