Aldrei Rapyd, aldrei aftur Lára Jónsdóttir skrifar 1. mars 2024 14:31 Í gær skaut ísraelski herinn á Gaza á fólk sem stóð í röð og beið eftir að fá matargjöf. 112 voru drepin og 760 særð. Karlar, konur og börn. Þessi mikli fjöldi segir okkur að þetta var ekki slysaskot heldur skipulögð aftaka á vopnlausu fólki sem búið er að svelta. Nokkur börn hafa þegar dáið úr hungri og vannæringu. Ísraelski færsluhirðirinn Rapyd sem er með útibú á Íslandi styður ísrelska herinn bæði í orði og í verki. Rapyd hefur lýst afdráttarlausum stuðningi við ísraelska herinn á Gaza en tekur líka beinan þátt í stríðsrekstrinum með stríðsstofu (war-room) sem fyrirtækið setti á stofn til að hjálpa ísraelska hernum. Íslenska hugvitið sem Rapyd stærir sig af í auglýsingum sínum er nú notað til að hjálpa ísraelska hernum við að fremja þjóðarmorð á Gaza. Þess vegna viljum við ekki eiga nein viðskipti við Rapyd. Aldrei nokkurn tímann. Tala látinna á Gaza er komin yfir 30 þúsund og flest þeirra eru börn. Særðir eru yfir 70 þúsund. Ísraelski herinn hefur sprengt alla innviði, hverju nafni sem þeir nefnast, skóla, sjúkrahús, vatnsveitur, rafmagnsveitur, moskur, söfn, barnaheimili og flest íbúðarhús. Ísraelskir hermenn pósta myndböndum af sér við að ræna öllu verðmætu á mannlausum heimilum á Gaza og eyðileggja allt þar inni. Skellihlæjandi. Rapyd hlær líka á leið í bankann því fyrirtækið er með milljarða samning við íslenska ríkið um færsluhirðingu ríkisstofnana. Það eru engin siðferðileg viðmið hjá Ríkiskaupum. Engin. En við getum neitað að borga með korti á sjúkrahúsum, hjá sýslumönnum og í skólum. Borgað í staðinn með reiðufé eða fengið reikning í heimabanka og forðast þannig Rapyd. Mörg íslensk fyrirtæki hafa hætt viðskiptum við Rapyd því þau vilja ekki skipta við fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þjóðarmorði. Listi yfir fyrirtæki sem skipta og skipta ekki við Rapyd er á hirdir.is. Mörg okkar getum ekki hugsað okkur að senda Rapyd peningana okkar. Við viljum ekki eiga í neinum viðskiptum við Rapyd. Aldrei aftur. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær skaut ísraelski herinn á Gaza á fólk sem stóð í röð og beið eftir að fá matargjöf. 112 voru drepin og 760 særð. Karlar, konur og börn. Þessi mikli fjöldi segir okkur að þetta var ekki slysaskot heldur skipulögð aftaka á vopnlausu fólki sem búið er að svelta. Nokkur börn hafa þegar dáið úr hungri og vannæringu. Ísraelski færsluhirðirinn Rapyd sem er með útibú á Íslandi styður ísrelska herinn bæði í orði og í verki. Rapyd hefur lýst afdráttarlausum stuðningi við ísraelska herinn á Gaza en tekur líka beinan þátt í stríðsrekstrinum með stríðsstofu (war-room) sem fyrirtækið setti á stofn til að hjálpa ísraelska hernum. Íslenska hugvitið sem Rapyd stærir sig af í auglýsingum sínum er nú notað til að hjálpa ísraelska hernum við að fremja þjóðarmorð á Gaza. Þess vegna viljum við ekki eiga nein viðskipti við Rapyd. Aldrei nokkurn tímann. Tala látinna á Gaza er komin yfir 30 þúsund og flest þeirra eru börn. Særðir eru yfir 70 þúsund. Ísraelski herinn hefur sprengt alla innviði, hverju nafni sem þeir nefnast, skóla, sjúkrahús, vatnsveitur, rafmagnsveitur, moskur, söfn, barnaheimili og flest íbúðarhús. Ísraelskir hermenn pósta myndböndum af sér við að ræna öllu verðmætu á mannlausum heimilum á Gaza og eyðileggja allt þar inni. Skellihlæjandi. Rapyd hlær líka á leið í bankann því fyrirtækið er með milljarða samning við íslenska ríkið um færsluhirðingu ríkisstofnana. Það eru engin siðferðileg viðmið hjá Ríkiskaupum. Engin. En við getum neitað að borga með korti á sjúkrahúsum, hjá sýslumönnum og í skólum. Borgað í staðinn með reiðufé eða fengið reikning í heimabanka og forðast þannig Rapyd. Mörg íslensk fyrirtæki hafa hætt viðskiptum við Rapyd því þau vilja ekki skipta við fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þjóðarmorði. Listi yfir fyrirtæki sem skipta og skipta ekki við Rapyd er á hirdir.is. Mörg okkar getum ekki hugsað okkur að senda Rapyd peningana okkar. Við viljum ekki eiga í neinum viðskiptum við Rapyd. Aldrei aftur. Höfundur er grunnskólakennari.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar