Nemendur geti nú skráð sig í nám við Bifröst óháð fjárhag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. mars 2024 12:10 Margrét Jónsdóttir Njarðvík og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í gær. Bifröst Tekin hefur verið ákvörðun um að fella niður skólagjöld í Háskólanum á Bifröst. Rektorinn segir mikilvægt að nemendur geti valið sér nám óháð fjárhag, en fullt meistaranám við skólann hefur kostað hálfa milljón. Í síðasta mánuði tilkynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, að sjálfstætt starfandi háskólum yrði boðið að fá óskert frjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. Listaháskóli Íslands tilkynnti samdægurs um niðurfellingu gjalda frá og með næsta hausti, en nú hefur Háskólinn á Bifröst bæst í hópinn. Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor á Bifröst, segir um vatnaskil að ræða. „Því nú geta nemendur, óháð fjárhag, skráð sig í nám við háskólann á Bifröst, og við kennum margar námsgreinar sem eru ekki kenndar í öðrum háskólum á Íslandi,“ segir Margrét. Mikilvægt sé að geta valið sér háskólanám óháð fjárhag, en hingað til hafa nemendur í fullu meistaranámi greitt tæplega hálfa milljón króna á hverju misseri. „Háskólinn á Bifröst hefur verið í fararbroddi í fjarnámi á Íslandi og það þýðir að fólk, óháð búsetu eða aðstöðu í lífinu, hvort það er barnalán eða vinna, þá getur fólk núna skráð sig í háskólanám hjá okkur, án þess að þurfa að borga skólagjöld.“ Líkt og áður sagði tilkynntu stjórnendur Listaháskóla Íslands samdægurs að skólagjöld yrðu afnumin. Skólarnir eru ekki í sama reikniflokki, og því áhættusamara fyrir Bifröst að slá til. „Við þurfum að innrita 300 nemendur í haust, til þess að þetta gangi upp. En við vitum líka að háskólanemar munu greiða atkvæði með fótunum. Við vildum bara reikna dæmið mjög vel og vera þess fullviss að þetta myndi ganga upp. En við tökum áhættu sem er skemmtileg, því við vitum að skólinn mun fyllast.“ Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Í síðasta mánuði tilkynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, að sjálfstætt starfandi háskólum yrði boðið að fá óskert frjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. Listaháskóli Íslands tilkynnti samdægurs um niðurfellingu gjalda frá og með næsta hausti, en nú hefur Háskólinn á Bifröst bæst í hópinn. Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor á Bifröst, segir um vatnaskil að ræða. „Því nú geta nemendur, óháð fjárhag, skráð sig í nám við háskólann á Bifröst, og við kennum margar námsgreinar sem eru ekki kenndar í öðrum háskólum á Íslandi,“ segir Margrét. Mikilvægt sé að geta valið sér háskólanám óháð fjárhag, en hingað til hafa nemendur í fullu meistaranámi greitt tæplega hálfa milljón króna á hverju misseri. „Háskólinn á Bifröst hefur verið í fararbroddi í fjarnámi á Íslandi og það þýðir að fólk, óháð búsetu eða aðstöðu í lífinu, hvort það er barnalán eða vinna, þá getur fólk núna skráð sig í háskólanám hjá okkur, án þess að þurfa að borga skólagjöld.“ Líkt og áður sagði tilkynntu stjórnendur Listaháskóla Íslands samdægurs að skólagjöld yrðu afnumin. Skólarnir eru ekki í sama reikniflokki, og því áhættusamara fyrir Bifröst að slá til. „Við þurfum að innrita 300 nemendur í haust, til þess að þetta gangi upp. En við vitum líka að háskólanemar munu greiða atkvæði með fótunum. Við vildum bara reikna dæmið mjög vel og vera þess fullviss að þetta myndi ganga upp. En við tökum áhættu sem er skemmtileg, því við vitum að skólinn mun fyllast.“
Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira