Nokkrir tugir sem hafa dvalarleyfi á Íslandi enn fastir á Gasa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. mars 2024 13:04 Sema Erla Serdaroglu segir að sjálfboðaliðarnir muni gera sitt allra besta til að koma öllum dvalarleyfishöfum í öruggt skjól. Stofnandi Solaris hjálparsamtakanna gerir athugasemd við íslensk stjórnvöld hafi bara sótt sjötíu og tvo Gasabúa út af svæðinu en ekki alla sem hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameingar. Nokkrir tugir Palestínumanna sem hafa dvalarleyfi á Íslandi eru enn fastir á Gasa. Sjálfboðaliðar hyggjast bjarga þeim ef stjórnvöld gera það ekki. Snemma í gærmorgun bárust fréttir af því að utanríkisráðherra og sendinefnd ráðuneytisins hefði tekist að sækja sjötíu og tvo Gasabúa sem hafa dvalarleyfi á Íslandi. Ísraelsk stjórnvöld samþykktu ekki lista íslenskra stjórnvalda í heild seinni og hömluðu för þrettán Gasabúa, sem voru á listanum, yfir landamærin. Rúmlega fimmtíu börn eru í stóra hópnum sem væntanlegur er til Íslands á næstu dögum. Sema Erla Serdaroglu, aðjúnkt og sjálfboðaliði, fagnar því að stjórnvöldum hafi tekist að sækja sjötíu og tvo á Gasa en gerir athugasemdir við að ekki allir sem hafa dvalarleyfi á Íslandi hafi verið sóttir því frá því listi stjórnvalda var lagður fram í febrúar hefur dvalarleyfishöfum fjölgað að minnsta kosti um þrjátíu. Sjö sjálfboðaliðar eru staddir þessa stundina í Kaíró og ætla að gera sitt besta til að koma fleirum í skjól. „Vonandi gera stjórnvöld það en ef ekki þá gerum við það,“ segir Sema. Útlendingaandúð grasserar Sema hefur áhyggjur af því andrúmslofti sem ríkir í samfélaginu en hvöss orðræða um fólk af erlendum uppruna hefur aukist síðastliðnar vikur. Sema bindur vonir við fólkið sem kemur nú frá stríðshrjáðu Gasasvæðinu verði ekki skotspónn í umræðunni. „Þetta er okkur sem samfélagi til háborinnar skammar að við skulum leyfa okkur að tala svona um hvort annað og annað fólk. Þetta er auðvitað líka afar alvarlegt þegar valdhafar taka þátt í því að afmennska fólk og ýta því á jaðarinn vegna orðræðu sinnar og valdefla þar af leiðandi almenna borgara sem hafa þessar sömu hugmyndir. Ég vona að það muni ekki hafa bein áhrif á þessa einstaklinga eða aðra í samfélaginu en það verður að sporna gegn uppgangi þessara öfgaafla í íslenskri pólitík og íslensku samfélagi.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Táraðist þegar hann heyrði fréttirnar frá Kaíró Félagsmálaráðherra táraðist þegar hann frétti af því að utanríkisráðherra og sendinefnd ráðuneytisins hefði tekist að bjarga sjötíu og tveimur dvalarleyfishöfum út af Gasasvæðinu. Hópurinn er væntanlegur til landsins á næstu dögum og það er að mörgu að hyggja. 5. mars 2024 19:30 Náðu 72 yfir landamærin en 13 á upphaflegum lista stjórnvalda enn fastir á Gasa Sjötíu og tveimur Palestínumönnum, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi, var bjargað út af Gasasvæðinu í kjölfar símafundar utanríkisráðherra við ísraelskan kollega sinn síðastliðinn þriðjudag. Utanríkisráðherra segir að drjúgur meirihluti dvalarleyfishafa á Gasa hafi fengið samþykki fyrir því að fara yfir landamærin, en þó ekki allir því þrettán sem eru á upphaflegum lista stjórnvalda eru eftir á Gasa samkvæmt upplýsingum fá utanríkisráðuneytinu. Íslenskir sjálfboðaliðar eru staðráðnir í að sækja þá sem eftir eru. 5. mars 2024 12:28 Fengu grænt ljós á flutning 72 dvalarleyfishafa frá Gasa Sjötíu og tveir einstaklingar frá Gasa, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, komu til Kaíró í Egyptalandi seint í gærkvöldi og halda í kjölfarið til Íslands. Þetta gerist eftir að ísraelsk stjórnvöld afgreiddu fyrirliggjandi nafnalista íslenskra stjórnvalda um helgina. 5. mars 2024 08:39 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira
Snemma í gærmorgun bárust fréttir af því að utanríkisráðherra og sendinefnd ráðuneytisins hefði tekist að sækja sjötíu og tvo Gasabúa sem hafa dvalarleyfi á Íslandi. Ísraelsk stjórnvöld samþykktu ekki lista íslenskra stjórnvalda í heild seinni og hömluðu för þrettán Gasabúa, sem voru á listanum, yfir landamærin. Rúmlega fimmtíu börn eru í stóra hópnum sem væntanlegur er til Íslands á næstu dögum. Sema Erla Serdaroglu, aðjúnkt og sjálfboðaliði, fagnar því að stjórnvöldum hafi tekist að sækja sjötíu og tvo á Gasa en gerir athugasemdir við að ekki allir sem hafa dvalarleyfi á Íslandi hafi verið sóttir því frá því listi stjórnvalda var lagður fram í febrúar hefur dvalarleyfishöfum fjölgað að minnsta kosti um þrjátíu. Sjö sjálfboðaliðar eru staddir þessa stundina í Kaíró og ætla að gera sitt besta til að koma fleirum í skjól. „Vonandi gera stjórnvöld það en ef ekki þá gerum við það,“ segir Sema. Útlendingaandúð grasserar Sema hefur áhyggjur af því andrúmslofti sem ríkir í samfélaginu en hvöss orðræða um fólk af erlendum uppruna hefur aukist síðastliðnar vikur. Sema bindur vonir við fólkið sem kemur nú frá stríðshrjáðu Gasasvæðinu verði ekki skotspónn í umræðunni. „Þetta er okkur sem samfélagi til háborinnar skammar að við skulum leyfa okkur að tala svona um hvort annað og annað fólk. Þetta er auðvitað líka afar alvarlegt þegar valdhafar taka þátt í því að afmennska fólk og ýta því á jaðarinn vegna orðræðu sinnar og valdefla þar af leiðandi almenna borgara sem hafa þessar sömu hugmyndir. Ég vona að það muni ekki hafa bein áhrif á þessa einstaklinga eða aðra í samfélaginu en það verður að sporna gegn uppgangi þessara öfgaafla í íslenskri pólitík og íslensku samfélagi.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Táraðist þegar hann heyrði fréttirnar frá Kaíró Félagsmálaráðherra táraðist þegar hann frétti af því að utanríkisráðherra og sendinefnd ráðuneytisins hefði tekist að bjarga sjötíu og tveimur dvalarleyfishöfum út af Gasasvæðinu. Hópurinn er væntanlegur til landsins á næstu dögum og það er að mörgu að hyggja. 5. mars 2024 19:30 Náðu 72 yfir landamærin en 13 á upphaflegum lista stjórnvalda enn fastir á Gasa Sjötíu og tveimur Palestínumönnum, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi, var bjargað út af Gasasvæðinu í kjölfar símafundar utanríkisráðherra við ísraelskan kollega sinn síðastliðinn þriðjudag. Utanríkisráðherra segir að drjúgur meirihluti dvalarleyfishafa á Gasa hafi fengið samþykki fyrir því að fara yfir landamærin, en þó ekki allir því þrettán sem eru á upphaflegum lista stjórnvalda eru eftir á Gasa samkvæmt upplýsingum fá utanríkisráðuneytinu. Íslenskir sjálfboðaliðar eru staðráðnir í að sækja þá sem eftir eru. 5. mars 2024 12:28 Fengu grænt ljós á flutning 72 dvalarleyfishafa frá Gasa Sjötíu og tveir einstaklingar frá Gasa, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, komu til Kaíró í Egyptalandi seint í gærkvöldi og halda í kjölfarið til Íslands. Þetta gerist eftir að ísraelsk stjórnvöld afgreiddu fyrirliggjandi nafnalista íslenskra stjórnvalda um helgina. 5. mars 2024 08:39 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira
Táraðist þegar hann heyrði fréttirnar frá Kaíró Félagsmálaráðherra táraðist þegar hann frétti af því að utanríkisráðherra og sendinefnd ráðuneytisins hefði tekist að bjarga sjötíu og tveimur dvalarleyfishöfum út af Gasasvæðinu. Hópurinn er væntanlegur til landsins á næstu dögum og það er að mörgu að hyggja. 5. mars 2024 19:30
Náðu 72 yfir landamærin en 13 á upphaflegum lista stjórnvalda enn fastir á Gasa Sjötíu og tveimur Palestínumönnum, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi, var bjargað út af Gasasvæðinu í kjölfar símafundar utanríkisráðherra við ísraelskan kollega sinn síðastliðinn þriðjudag. Utanríkisráðherra segir að drjúgur meirihluti dvalarleyfishafa á Gasa hafi fengið samþykki fyrir því að fara yfir landamærin, en þó ekki allir því þrettán sem eru á upphaflegum lista stjórnvalda eru eftir á Gasa samkvæmt upplýsingum fá utanríkisráðuneytinu. Íslenskir sjálfboðaliðar eru staðráðnir í að sækja þá sem eftir eru. 5. mars 2024 12:28
Fengu grænt ljós á flutning 72 dvalarleyfishafa frá Gasa Sjötíu og tveir einstaklingar frá Gasa, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, komu til Kaíró í Egyptalandi seint í gærkvöldi og halda í kjölfarið til Íslands. Þetta gerist eftir að ísraelsk stjórnvöld afgreiddu fyrirliggjandi nafnalista íslenskra stjórnvalda um helgina. 5. mars 2024 08:39