Þitt er valið Hafþór Reynisson skrifar 6. mars 2024 14:00 Nú eru liðnir þrír mánuðir síðan ljóðskáldið Refaat Alareer, höfundur ljóðsins "If I must die", var myrtur ásamt fjölskyldu sinni á heimili þeirra á Gaza. Svo virðist sem þessi svokallaða "hernaðaraðgerð" Ísraela á hendur Palestínu hafi lítið farið í manngreinaálit hvort að einstaklingar séu meðlimir Hamas eða ekki, eins og flestum er nú orðið ljóst. En það sem virðist vera deginum ljósara, eftir því sem líður á þetta stríð gegn sakleysingjum og óbreyttum borgurum, er að Ísraelski herinn virðist vera að sigta út einstaklinga sem hafa nokkurn tímann dirfst að skrifa um frjálsa Palestínu. Þannig hefur fjöldinn allur af rithöfundum, blaðamönnum, skáldum, baráttufólki fyrir mannréttindum og öðrum verið slátrað, oft á tíðum með fjölskyldumeðlimum sínum. Ef þetta er ekki þjóðarmorð, að drepa fjöldann allan af saklausu fólki ásamt því að koma yfir milljónum manns á vergang og sigta út menningararfleið þeirra, hvað er þetta þá? Mannúðarsamtök, samtök blaðamanna, hjálparsamtök ásamt aragrúa af öðrum samtökum og einstaklingum hafa fordæmt þessa aðför Ísraelsríkis að heilli þjóð, en fyrir utan Suður-Afríku þá á ég enn eftir að sjá nokkra þjóð virkilega standa í hárinu á Ísrael. Við vitum jú að ríkisstjórnir eins og okkar eru of ragar til að segja eitt orð sem gæti komið þeim í óvild Bandaríkjastjórnar, sem hefur fjármagnað þetta stríð og virðist setja þrýsting á aðrar þjóðir að sitja á hliðarlínunni. En hvað getur einstaklingurinn gert? Svo margir fórna höndum og segja að við getum ekkert gert. En það er einfaldlega ekki rétt. Rapyd er stærsta fjártæknifyrirtæki Ísraels. Rapyd var tiltölulega lítið fyrirtæki áður en þeir fengu fúlgur fjár frá alþjóðlegum vogunarsjóðum til að kaupa Korta og svo Valitor hér á landi. Rapyd var byggt á íslenskum grunni, eins þeir vilja svo oft minna á, og á mikla hagsmuni hér.Rapyd græðir tugi milljarða á ári fyrir það eitt að þú, neytandinn, rennir korti þínu í posa verslanna þar sem Rapyd hefur samning við viðkomandi verslun. Rapyd styður þessar aðfarir Ísrael að Palestínska fólkinu, og það með stolti, sama hversu mikið hinn íslenski forstjóri Rapyd Europe vill meina að þau geri það ekki. En hvað getum við gert ef ríkisstjórnin einfaldlega hlustar ekki? Við getum valið með peningum okkar að styðja ekki Rapyd. Við getum valið að velja eitthvað annað. Höfundur er áhugamanneskja um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nú eru liðnir þrír mánuðir síðan ljóðskáldið Refaat Alareer, höfundur ljóðsins "If I must die", var myrtur ásamt fjölskyldu sinni á heimili þeirra á Gaza. Svo virðist sem þessi svokallaða "hernaðaraðgerð" Ísraela á hendur Palestínu hafi lítið farið í manngreinaálit hvort að einstaklingar séu meðlimir Hamas eða ekki, eins og flestum er nú orðið ljóst. En það sem virðist vera deginum ljósara, eftir því sem líður á þetta stríð gegn sakleysingjum og óbreyttum borgurum, er að Ísraelski herinn virðist vera að sigta út einstaklinga sem hafa nokkurn tímann dirfst að skrifa um frjálsa Palestínu. Þannig hefur fjöldinn allur af rithöfundum, blaðamönnum, skáldum, baráttufólki fyrir mannréttindum og öðrum verið slátrað, oft á tíðum með fjölskyldumeðlimum sínum. Ef þetta er ekki þjóðarmorð, að drepa fjöldann allan af saklausu fólki ásamt því að koma yfir milljónum manns á vergang og sigta út menningararfleið þeirra, hvað er þetta þá? Mannúðarsamtök, samtök blaðamanna, hjálparsamtök ásamt aragrúa af öðrum samtökum og einstaklingum hafa fordæmt þessa aðför Ísraelsríkis að heilli þjóð, en fyrir utan Suður-Afríku þá á ég enn eftir að sjá nokkra þjóð virkilega standa í hárinu á Ísrael. Við vitum jú að ríkisstjórnir eins og okkar eru of ragar til að segja eitt orð sem gæti komið þeim í óvild Bandaríkjastjórnar, sem hefur fjármagnað þetta stríð og virðist setja þrýsting á aðrar þjóðir að sitja á hliðarlínunni. En hvað getur einstaklingurinn gert? Svo margir fórna höndum og segja að við getum ekkert gert. En það er einfaldlega ekki rétt. Rapyd er stærsta fjártæknifyrirtæki Ísraels. Rapyd var tiltölulega lítið fyrirtæki áður en þeir fengu fúlgur fjár frá alþjóðlegum vogunarsjóðum til að kaupa Korta og svo Valitor hér á landi. Rapyd var byggt á íslenskum grunni, eins þeir vilja svo oft minna á, og á mikla hagsmuni hér.Rapyd græðir tugi milljarða á ári fyrir það eitt að þú, neytandinn, rennir korti þínu í posa verslanna þar sem Rapyd hefur samning við viðkomandi verslun. Rapyd styður þessar aðfarir Ísrael að Palestínska fólkinu, og það með stolti, sama hversu mikið hinn íslenski forstjóri Rapyd Europe vill meina að þau geri það ekki. En hvað getum við gert ef ríkisstjórnin einfaldlega hlustar ekki? Við getum valið með peningum okkar að styðja ekki Rapyd. Við getum valið að velja eitthvað annað. Höfundur er áhugamanneskja um mannréttindi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar