Er endilega sælla að þiggja? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 11. mars 2024 09:01 Það er ástæða til að fagna því að á dögunum hafi náðst kjarasamningar fyrir stóran hluta launafólks, og það til fjögurra ára. Það er sjaldséður árangur hér á landi. Það er erfitt að setja verðmiða á stöðugleikann sem fylgir vonandi í kjölfarið. Óhætt að segja að hann geti skipt sköpum fyrir fólk og fyrirtæki. Það er hins vegar ástæða til að setja spurningamerki við nýja normið sem aðkoma stjórnvalda er orðin að slíkum samningum. Aðkoma sem endurspeglast í sameiginlegum tilkynningum og myndatökum vegna því sem á að heita samningar aðila vinnumarkaðarins. Það er þó ekki meginefni þessarar greinar. Ekki heldur að hið opinbera telji fjármunum vel varið í að niðurgreiða skólamáltíðir að fullu fyrir börnin mín. Á blaðamannafundi þar sem stjórnvöld og fulltrúi sveitarfélaga kynntu aðgerðir sínar í tengslum við samningana þótti tilefni til að gleðjast sérstaklega yfir fjölgun bótaþega barnabótakerfisins. Stjórnvöld lögðu ríka áherslu á barnafólk í þeim aðgerðum sem kynntar voru og undirrituð tekur heilshugar undir brýna þörf þar. Við þurfum að halda vel utan um barnafjölskyldur sem hafa tekist á við erfiðleika, ekki hvað síst í dagvistunarmálum. Sjálfstæðismenn hafa t.a.m. lagt áherslu á að hækka þak fæðingarorlofsgreiðslna og er það mjög jákvætt skref. Þakið hefur enda staðið í stað um árabil og er úr takti við laun og verðlag. Millifærsla frá ríkinu í stað skattalækkana Ég fæ reglulega fyrirspurnir og hvatningar frá barnafólki um barna- og vaxtabótakerfið. Ég fæ hins vegar mun færri um lækkun skatta. Hvað veldur því að fólk vill afhenda ríkinu fjármuni til þess að fá þá færða til baka? Eflaust spilar þar margt inn í, m.a. aftenging fólks við greiðsluskatta þar eð þeir eru sjálfkrafa dregnir frá launum fyrir útborgun. Stór ástæða er væntanlega áhersla á og áróður stjórnmálamanna fyrir millifærslukerfi í stað lækkunar og einföldunar skatta. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stefnt að því að beina stuðningi annað en í bótakerfin við litlar og lágstemmdar undirtektir. Ég fagna forgangsröðun stjórnvalda í þágu fjölskyldna og áherslu fjármála- og efnahagsráðherra á aðhald og hagræðingu á móti. Tiltekt í ríkisfjármálunum er enda lykilatriði ef markmiðið er að draga úr verðbólgu. Það væri samt óskandi að fleiri kölluðu eftir yfirráðum sjálfsaflafjár síns í stað þess að komast á millifærslulista ríkisins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Efnahagsmál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það er ástæða til að fagna því að á dögunum hafi náðst kjarasamningar fyrir stóran hluta launafólks, og það til fjögurra ára. Það er sjaldséður árangur hér á landi. Það er erfitt að setja verðmiða á stöðugleikann sem fylgir vonandi í kjölfarið. Óhætt að segja að hann geti skipt sköpum fyrir fólk og fyrirtæki. Það er hins vegar ástæða til að setja spurningamerki við nýja normið sem aðkoma stjórnvalda er orðin að slíkum samningum. Aðkoma sem endurspeglast í sameiginlegum tilkynningum og myndatökum vegna því sem á að heita samningar aðila vinnumarkaðarins. Það er þó ekki meginefni þessarar greinar. Ekki heldur að hið opinbera telji fjármunum vel varið í að niðurgreiða skólamáltíðir að fullu fyrir börnin mín. Á blaðamannafundi þar sem stjórnvöld og fulltrúi sveitarfélaga kynntu aðgerðir sínar í tengslum við samningana þótti tilefni til að gleðjast sérstaklega yfir fjölgun bótaþega barnabótakerfisins. Stjórnvöld lögðu ríka áherslu á barnafólk í þeim aðgerðum sem kynntar voru og undirrituð tekur heilshugar undir brýna þörf þar. Við þurfum að halda vel utan um barnafjölskyldur sem hafa tekist á við erfiðleika, ekki hvað síst í dagvistunarmálum. Sjálfstæðismenn hafa t.a.m. lagt áherslu á að hækka þak fæðingarorlofsgreiðslna og er það mjög jákvætt skref. Þakið hefur enda staðið í stað um árabil og er úr takti við laun og verðlag. Millifærsla frá ríkinu í stað skattalækkana Ég fæ reglulega fyrirspurnir og hvatningar frá barnafólki um barna- og vaxtabótakerfið. Ég fæ hins vegar mun færri um lækkun skatta. Hvað veldur því að fólk vill afhenda ríkinu fjármuni til þess að fá þá færða til baka? Eflaust spilar þar margt inn í, m.a. aftenging fólks við greiðsluskatta þar eð þeir eru sjálfkrafa dregnir frá launum fyrir útborgun. Stór ástæða er væntanlega áhersla á og áróður stjórnmálamanna fyrir millifærslukerfi í stað lækkunar og einföldunar skatta. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stefnt að því að beina stuðningi annað en í bótakerfin við litlar og lágstemmdar undirtektir. Ég fagna forgangsröðun stjórnvalda í þágu fjölskyldna og áherslu fjármála- og efnahagsráðherra á aðhald og hagræðingu á móti. Tiltekt í ríkisfjármálunum er enda lykilatriði ef markmiðið er að draga úr verðbólgu. Það væri samt óskandi að fleiri kölluðu eftir yfirráðum sjálfsaflafjár síns í stað þess að komast á millifærslulista ríkisins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun