Spá 25 punkta lækkun stýrivaxta Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2024 12:54 Jón Bjarki Bentsson er aðahagfræðingur Íslandsbanka. Greining bankans telur að stýrivextir gætu verið komnir niður fyrir átta prósent um næstu áramót og undir sex prósent að tveimur árum liðnum. Vísir/Vilhelm Greining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig þegar næsta vaxtaákvörðun verður kynnt á miðvikudaginn í næstu viku. Nokkrar líkur séu einnig á að vöxtum verði haldið óbreyttum fram í maí. Þetta kemur fram á vef Íslandsbanka, en stýrivextir eru nú 9,25 prósent og hefur bankinn haldið þeim óbreyttum síðustu þrjá vaxtaákvörðunardaga. Fram kemur á vef Íslandsbanka að fari svo að vextir verði lækkaðir nú muni hagfelld niðurstaða kjarasamninga, minni verðbólguþrýstingur og merki um kólnandi hagkerfi vega þyngra en háar verðbólguvæntingar og öfugt ef niðurstaðan verðióbreyttir vextir. „Stýrivextir gætu verið komnir niður fyrir 8% um næstu áramót og undir 6% að tveimur árum liðnum. Við spáum því að langþráð vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist á næsta vaxtaákvörðunardegi, 20. mars næstkomandi. Gerum við ráð fyrir því að vextir verði lækkaðir um 0,25 prósentur og meginvextir bankans, vextir á 7 daga bundnum innlánum, verði 9,0%. Nokkrar líkur eru þó á því að peningastefnunefnd bankans ákveði að bíða átekta fram í maí, halda vöxtum óbreyttum að þessu sinni og sjá hvað næstu mánuðir bera í skauti sér hvað verðbólguþróun, lyktir þeirra kjarasamninga sem enn er ólokið og áframhaldandi kólnun hagkerfisins varðar. Gætu skoðanir innan nefndarinnar orðið skiptar hvað þetta varðar líkt og raunin var í febrúar. Okkar skoðun er hins vegar að ekki sé eftir neinu að bíða með lækkun vaxta eftir fremur hagfellda niðurstöðu kjarasamninga á stórum hluta hins almenna vinnumarkaðar, hjöðnun verðbólgu á flesta ef ekki alla kvarða síðustu mánuði og sífellt skýrari vísbendingar um kólnandi hagkerfi eftir stutt en snarpt þensluskeið,“ segir á vef Íslandsbanka. Seðlabankinn Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Íslandsbanka, en stýrivextir eru nú 9,25 prósent og hefur bankinn haldið þeim óbreyttum síðustu þrjá vaxtaákvörðunardaga. Fram kemur á vef Íslandsbanka að fari svo að vextir verði lækkaðir nú muni hagfelld niðurstaða kjarasamninga, minni verðbólguþrýstingur og merki um kólnandi hagkerfi vega þyngra en háar verðbólguvæntingar og öfugt ef niðurstaðan verðióbreyttir vextir. „Stýrivextir gætu verið komnir niður fyrir 8% um næstu áramót og undir 6% að tveimur árum liðnum. Við spáum því að langþráð vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist á næsta vaxtaákvörðunardegi, 20. mars næstkomandi. Gerum við ráð fyrir því að vextir verði lækkaðir um 0,25 prósentur og meginvextir bankans, vextir á 7 daga bundnum innlánum, verði 9,0%. Nokkrar líkur eru þó á því að peningastefnunefnd bankans ákveði að bíða átekta fram í maí, halda vöxtum óbreyttum að þessu sinni og sjá hvað næstu mánuðir bera í skauti sér hvað verðbólguþróun, lyktir þeirra kjarasamninga sem enn er ólokið og áframhaldandi kólnun hagkerfisins varðar. Gætu skoðanir innan nefndarinnar orðið skiptar hvað þetta varðar líkt og raunin var í febrúar. Okkar skoðun er hins vegar að ekki sé eftir neinu að bíða með lækkun vaxta eftir fremur hagfellda niðurstöðu kjarasamninga á stórum hluta hins almenna vinnumarkaðar, hjöðnun verðbólgu á flesta ef ekki alla kvarða síðustu mánuði og sífellt skýrari vísbendingar um kólnandi hagkerfi eftir stutt en snarpt þensluskeið,“ segir á vef Íslandsbanka.
Seðlabankinn Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira