Hvað er að þessari pólitík? Björn Leví Gunnarsson skrifar 12. mars 2024 17:31 Forsætisráðherra Íslands er spurð hvort hún sé að íhuga forsetaframboð og hún getur ekki svarað þeirri einföldu spurningu með einföldu svari. Hversu undarleg þarf pólitíkin að vera til þess að sitjandi forsætisráðherra getur ekki svarað bara með “nei, ég er ekki að fara að bjóða mig fram í embætti forseta Íslands”? Því á meðan forsætisráðherra svarar spurningunni ekki með skýrum hætti er verið að halda öllum möguleikum opnum. Ef einhver einstaklingur á Íslandi ætti að svara þessari spurningu á afgerandi hátt þá er það forsætisráðherra. Ráðherrann sem fer með forsetavaldið fyrir hönd forsetans samkvæmt stjórnarskránni. En þetta er ekkert nýtt. Stjórnmálamenn virðast eiga erfitt með að svara einföldustu spurningum með skýru svari. Oft eru svörin auðvitað loðin af því að spurningin er loðin, en í þessu tilfelli sem og svo mörgum öðrum líka þá er spurningin bara mjög skýr - en einhverra hluta eru svörin það ekki. Jú, stundum Bíddu nú hægur, gæti einhver sagt og dregið upp dæmi um stjórnmálafólk sem svarar með skýru já eða nei. Það gerist alveg. Aðallega þegar búið er að taka ákvarðanir eða semja um niðurstöðu. Það er hins vegar ekki þaðan sem mýtan um stjórnmálafólkið sem svarar engum spurningum kemur. Það er yfirleitt frekar auðvelt að spyrja stjórnmálafólk að staðreyndaspurningum. Þau svara þeim spurningum yfirleitt skýrt, þó svarið geti auðvitað verið rétt eða rangt eftir atvikum. Nei, það eru skoðanaspurningarnar sem virðast vera erfiðar fyrir stjórnmálafólk. Hvers vegna? Samkvæmt stjórnarskránni eru “Alþingismenn [...] eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.” Með öðrum orðum, þá eiga þingmenn að fylgja samvisku sinni í öllum málum. Það virðist þó stundum vera flókið. Hjá sumum flokkum virðist það skipta máli í hvaða stöðu innan flokksins viðkomandi þingmaður er. Ef viðkomandi er almennur þingmaður þá virðist sannfæringin fylgja skoðun formanns, svona alla jafna. Ef viðkomandi er hins vegar í forystu flokks þá eru skoðanirnar oft ekki svo skýrar. Þrátt fyrir að vera í rauninni ráðandi fyrir skoðun viðkomandi flokks. Þannig verða þá skoðanir almennra þingmanna jafn loðnar og formannsins. Ríkisstjórnarsamstarf Svo gerist það í stjórnarsamstarfi að skoðanir þingmanna þurfa ekki bara að fylgja skoðunum formanns flokksins heldur líka skoðunum ríkisstjórnarinnar. Það fer ekkert endilega gegn ákvæði stjórnarskrárinnar um sannfæringu þingmanna. Það getur einfaldlega verið sannfæring þingmannsins að fylgja sannfæringu síns formanns, sem dæmi. En staðreyndin er samt sú að skoðanir fólks breytast í stjórn miðað við skoðanir í stjórnarandstöðu. Ástæðan fyrir þessu er meirihlutasamstarfið og hvernig það virkar, að minnsta kosti í núverandi ríkisstjórn. Flokkar í meirihlutasamstarfi eru ekki bara að koma sér saman um málefni sem þau eru öll sammála um. Þau sættast líka á að koma í gegn málum sem þau eru í raun ósammála um, m.t.t. sannfæringar sinnar, svo lengi sem hinir aðilarnir eru þá tilbúnir til þess að samþykkja eitthvað annað á móti. Þetta getur fræðilega séð verið málefnalegt, eitt skref afturábak í einu máli getur réttlætt tvö skref áfram í öðru máli. Þar sem litið er á að það sé alltaf hægt að ná framförum seinna, að meðaltali er verið að ná framförum. Hér vil ég vekja athygli á að það er ekki mín sannfæring og heldur ekki sannfæring Pírata almennt þar sem að í grunnstefnu Pírata segir að “Standa þarf vörð um núverandi réttindi og gæta þess að þau séu ekki skert.” Málamiðlanir En um þetta snýst hin margumtalaða málamiðlun. Að stjórnmálafólk þurfi nú að kunna málamiðlanir. Já, auðvitað. Það eru sjálfsögð sannindi. En það þarf líka alltaf að huga að kostnaðinum við þær málamiðlanir. Ef sá kostnaður eru skert réttindi þá eru það ekki skref sem við eigum að taka. Það er ekki framþróun. En það er bara þannig að það er sannfæring hjá sumu stjórnmálafólki að ganga afturábak. Það eru auðvitað bara sjónarmið og sannfæring sem hefur sitt lýðræðislega vægi og sitt sýnist hverjum hvað er framför og hvað er afturför. Við munum rífast um það þangað til sólin gleypir jörðina, og lengur ef okkur tekst að yfirgefa jörðina. Eitt sem við ættum hins vegar að vera betri í, er að krefja stjórnmálafólk um skýr svör þegar kemur að skoðunum þeirra. Hver er sannfæring þín? Hvað finnst þér? Finnst þér að sitjandi forsætisráðherra ætti að hoppa með engum fyrirvara í framboð til forseta Íslands? Það finnst mér að minnsta kosti ekki og mér finnst ekki boðlegt að það sé ekki hægt að svara þeirri spurningu afgerandi á einn eða annan hátt. Það er eitthvað að svoleiðis pólitík. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Píratar Alþingi Mest lesið Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra Íslands er spurð hvort hún sé að íhuga forsetaframboð og hún getur ekki svarað þeirri einföldu spurningu með einföldu svari. Hversu undarleg þarf pólitíkin að vera til þess að sitjandi forsætisráðherra getur ekki svarað bara með “nei, ég er ekki að fara að bjóða mig fram í embætti forseta Íslands”? Því á meðan forsætisráðherra svarar spurningunni ekki með skýrum hætti er verið að halda öllum möguleikum opnum. Ef einhver einstaklingur á Íslandi ætti að svara þessari spurningu á afgerandi hátt þá er það forsætisráðherra. Ráðherrann sem fer með forsetavaldið fyrir hönd forsetans samkvæmt stjórnarskránni. En þetta er ekkert nýtt. Stjórnmálamenn virðast eiga erfitt með að svara einföldustu spurningum með skýru svari. Oft eru svörin auðvitað loðin af því að spurningin er loðin, en í þessu tilfelli sem og svo mörgum öðrum líka þá er spurningin bara mjög skýr - en einhverra hluta eru svörin það ekki. Jú, stundum Bíddu nú hægur, gæti einhver sagt og dregið upp dæmi um stjórnmálafólk sem svarar með skýru já eða nei. Það gerist alveg. Aðallega þegar búið er að taka ákvarðanir eða semja um niðurstöðu. Það er hins vegar ekki þaðan sem mýtan um stjórnmálafólkið sem svarar engum spurningum kemur. Það er yfirleitt frekar auðvelt að spyrja stjórnmálafólk að staðreyndaspurningum. Þau svara þeim spurningum yfirleitt skýrt, þó svarið geti auðvitað verið rétt eða rangt eftir atvikum. Nei, það eru skoðanaspurningarnar sem virðast vera erfiðar fyrir stjórnmálafólk. Hvers vegna? Samkvæmt stjórnarskránni eru “Alþingismenn [...] eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.” Með öðrum orðum, þá eiga þingmenn að fylgja samvisku sinni í öllum málum. Það virðist þó stundum vera flókið. Hjá sumum flokkum virðist það skipta máli í hvaða stöðu innan flokksins viðkomandi þingmaður er. Ef viðkomandi er almennur þingmaður þá virðist sannfæringin fylgja skoðun formanns, svona alla jafna. Ef viðkomandi er hins vegar í forystu flokks þá eru skoðanirnar oft ekki svo skýrar. Þrátt fyrir að vera í rauninni ráðandi fyrir skoðun viðkomandi flokks. Þannig verða þá skoðanir almennra þingmanna jafn loðnar og formannsins. Ríkisstjórnarsamstarf Svo gerist það í stjórnarsamstarfi að skoðanir þingmanna þurfa ekki bara að fylgja skoðunum formanns flokksins heldur líka skoðunum ríkisstjórnarinnar. Það fer ekkert endilega gegn ákvæði stjórnarskrárinnar um sannfæringu þingmanna. Það getur einfaldlega verið sannfæring þingmannsins að fylgja sannfæringu síns formanns, sem dæmi. En staðreyndin er samt sú að skoðanir fólks breytast í stjórn miðað við skoðanir í stjórnarandstöðu. Ástæðan fyrir þessu er meirihlutasamstarfið og hvernig það virkar, að minnsta kosti í núverandi ríkisstjórn. Flokkar í meirihlutasamstarfi eru ekki bara að koma sér saman um málefni sem þau eru öll sammála um. Þau sættast líka á að koma í gegn málum sem þau eru í raun ósammála um, m.t.t. sannfæringar sinnar, svo lengi sem hinir aðilarnir eru þá tilbúnir til þess að samþykkja eitthvað annað á móti. Þetta getur fræðilega séð verið málefnalegt, eitt skref afturábak í einu máli getur réttlætt tvö skref áfram í öðru máli. Þar sem litið er á að það sé alltaf hægt að ná framförum seinna, að meðaltali er verið að ná framförum. Hér vil ég vekja athygli á að það er ekki mín sannfæring og heldur ekki sannfæring Pírata almennt þar sem að í grunnstefnu Pírata segir að “Standa þarf vörð um núverandi réttindi og gæta þess að þau séu ekki skert.” Málamiðlanir En um þetta snýst hin margumtalaða málamiðlun. Að stjórnmálafólk þurfi nú að kunna málamiðlanir. Já, auðvitað. Það eru sjálfsögð sannindi. En það þarf líka alltaf að huga að kostnaðinum við þær málamiðlanir. Ef sá kostnaður eru skert réttindi þá eru það ekki skref sem við eigum að taka. Það er ekki framþróun. En það er bara þannig að það er sannfæring hjá sumu stjórnmálafólki að ganga afturábak. Það eru auðvitað bara sjónarmið og sannfæring sem hefur sitt lýðræðislega vægi og sitt sýnist hverjum hvað er framför og hvað er afturför. Við munum rífast um það þangað til sólin gleypir jörðina, og lengur ef okkur tekst að yfirgefa jörðina. Eitt sem við ættum hins vegar að vera betri í, er að krefja stjórnmálafólk um skýr svör þegar kemur að skoðunum þeirra. Hver er sannfæring þín? Hvað finnst þér? Finnst þér að sitjandi forsætisráðherra ætti að hoppa með engum fyrirvara í framboð til forseta Íslands? Það finnst mér að minnsta kosti ekki og mér finnst ekki boðlegt að það sé ekki hægt að svara þeirri spurningu afgerandi á einn eða annan hátt. Það er eitthvað að svoleiðis pólitík. Höfundur er þingmaður Pírata.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun