„Mjög slæmt“ ef upphlaupið hefði neikvæð áhrif á vinnumarkaðssátt Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2024 12:15 Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Vísir/Arnar Ekki er ljóst hvort öll sveitarfélög landsins muni bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í haust eins og samið var um í nýgerðum kjarasamningum, eftir „óvænt upphlaup“ Sjálfstæðismanna, að sögn formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún telur það þó liklegt en hvert og eitt sveitarfélag eigi eftir að útfæra framkvæmdina. Grein eftir tuttugu og sex oddvita Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélögum um allt land birtist í Morgunblaðinu í morgun, þar sem þeir gagnrýna Heiðu Björgu Hilmisdóttur formann Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir að fara gegn vilja sveitarfélaganna í aðkomu sinni að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Heimir Már Pétursson ræddi við Heiðu Björgu í morgun fyrir Landsþing sveitarfélaga sem fram fer í Hörpu í dag. „Þetta er óvænt upphlaup hjá Sjálfstæðisólki sem hefur tekið þátt í þessari ákvörðun af öllum stigum málsins. En ég held að þessi ágreiningur sé frekar hugmyndafræðilegur heldur en verklegur, þar sem þetta hefur verið samþykkt samhljóða. Allar ákvarðanir sem hafa verið teknar innan sambandsins hafa verið teknar af Sjálfstæðisflokknum og öðrum sem hafa setið í stjórn þar,“ segir Heiða. Það sé þannig ekki endilega víst hvort sveitarfélög þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sé í meirihluta innleiði gjaldfrjálsar skólamáltíðir, sem eru meðal annars forsendur þeirra kjarsamaninga sem skrifað hefur verið undir að undanförnu. Heiða vonar þó að sátt náist. „En ég sé ekki annað en að fólk geti nú sammælst um einhverja leið til þess að þurfa ekki að rukka grunnskólabörn um máltíðir sem þau fá í skólanum sínum. Ég held að við höfum tekist á við stærri og flóknari úrlausnarefni en það,“ segir Heiða. „Það væri auðvitað mjög slæmt ef þetta hefði neikvæð áhrif á þróun sáttar á vinnumarkaði. Við sáum að VR skrifaði undir í nótt og þetta var ein af meginkröfum þeirra. Þannig að ég vona að svo verði ekki, að fólk sjái heildarhagsmunina og þetta sem úrlausnarefni, lítið púsl í stórri mynd.“ Sannarlega enginn einhugur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar og ein þeirra sem skrifar undir greinina segir bæinn munu standa við gjaldfrjálsar skólamáltíðir en útfærsla liggi ekki fyrir. Gagnrýni Sjálfstæðismanna komi því máli raunar ekki beint við, óánægjan lúti að því að forysta sambandsins hafi haldið því fram að fullkomin sátt ríkti. „Það er ekki rétt því að á þessum fundum kom fram mjög skýr andstaða við aðferðafræðina og hvernig þessu væri stillt upp. Sveitastjórnarfólki, sama hvað því finnst um gjaldfrjálsar skólamáltíðir eða annað... hvernig þeim er stillt upp í samningagerð og að það skuli hvergi koma fram að það hafi sannarlega ekki ríkt einhugur um þetta. Það eru menn ósáttir við,“ segir Rósa. Sveitarstjórnarmál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Grunnskólar Tengdar fréttir „Óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir gagnrýni 26 oddvita Sjálfstæðisflokksins á aðkomu hennar að gerð kjarasamninga söguskoðun sem ekki standist. „Þetta er óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks myndi ég segja.“ 14. mars 2024 08:51 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Grein eftir tuttugu og sex oddvita Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélögum um allt land birtist í Morgunblaðinu í morgun, þar sem þeir gagnrýna Heiðu Björgu Hilmisdóttur formann Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir að fara gegn vilja sveitarfélaganna í aðkomu sinni að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Heimir Már Pétursson ræddi við Heiðu Björgu í morgun fyrir Landsþing sveitarfélaga sem fram fer í Hörpu í dag. „Þetta er óvænt upphlaup hjá Sjálfstæðisólki sem hefur tekið þátt í þessari ákvörðun af öllum stigum málsins. En ég held að þessi ágreiningur sé frekar hugmyndafræðilegur heldur en verklegur, þar sem þetta hefur verið samþykkt samhljóða. Allar ákvarðanir sem hafa verið teknar innan sambandsins hafa verið teknar af Sjálfstæðisflokknum og öðrum sem hafa setið í stjórn þar,“ segir Heiða. Það sé þannig ekki endilega víst hvort sveitarfélög þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sé í meirihluta innleiði gjaldfrjálsar skólamáltíðir, sem eru meðal annars forsendur þeirra kjarsamaninga sem skrifað hefur verið undir að undanförnu. Heiða vonar þó að sátt náist. „En ég sé ekki annað en að fólk geti nú sammælst um einhverja leið til þess að þurfa ekki að rukka grunnskólabörn um máltíðir sem þau fá í skólanum sínum. Ég held að við höfum tekist á við stærri og flóknari úrlausnarefni en það,“ segir Heiða. „Það væri auðvitað mjög slæmt ef þetta hefði neikvæð áhrif á þróun sáttar á vinnumarkaði. Við sáum að VR skrifaði undir í nótt og þetta var ein af meginkröfum þeirra. Þannig að ég vona að svo verði ekki, að fólk sjái heildarhagsmunina og þetta sem úrlausnarefni, lítið púsl í stórri mynd.“ Sannarlega enginn einhugur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar og ein þeirra sem skrifar undir greinina segir bæinn munu standa við gjaldfrjálsar skólamáltíðir en útfærsla liggi ekki fyrir. Gagnrýni Sjálfstæðismanna komi því máli raunar ekki beint við, óánægjan lúti að því að forysta sambandsins hafi haldið því fram að fullkomin sátt ríkti. „Það er ekki rétt því að á þessum fundum kom fram mjög skýr andstaða við aðferðafræðina og hvernig þessu væri stillt upp. Sveitastjórnarfólki, sama hvað því finnst um gjaldfrjálsar skólamáltíðir eða annað... hvernig þeim er stillt upp í samningagerð og að það skuli hvergi koma fram að það hafi sannarlega ekki ríkt einhugur um þetta. Það eru menn ósáttir við,“ segir Rósa.
Sveitarstjórnarmál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Grunnskólar Tengdar fréttir „Óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir gagnrýni 26 oddvita Sjálfstæðisflokksins á aðkomu hennar að gerð kjarasamninga söguskoðun sem ekki standist. „Þetta er óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks myndi ég segja.“ 14. mars 2024 08:51 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
„Óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir gagnrýni 26 oddvita Sjálfstæðisflokksins á aðkomu hennar að gerð kjarasamninga söguskoðun sem ekki standist. „Þetta er óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks myndi ég segja.“ 14. mars 2024 08:51