Hvað þolir þú mikið högg? Sandra B. Franks skrifar 19. mars 2024 09:00 Það vita allir sem inn á spítala hafa komið að sjúkraliðar vinna krefjandi starf. Starfið krefst bæði líkamlegrar og andlegrar færni sem óneitanlega getur tekið sinn toll. Sjúkraliðar vinna oft í aðstæðum sem eru einstakar í lífi sjúklinga sinna og skjólstæðinga. Oft er um að ræða viðkvæmustu og erfiðustu stundir í lífi fólks og fjölskyldna þeirra. Þá er vinnutíminn oft mjög óreglulegur enda vinna um 90% sjúkraliða í vaktavinnu. Flestir eru sammála um að slík vinna eigi vera metin að verðleikum til launa þannig að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi. Slík staða er því miður ekki hjá öllum sjúkraliðum. Um 15% sjúkraliða á erfitt eða mjög erfitt með að ná endum saman. Um 27% til viðbótar á nokkuð erfitt með slíkt. Samanlagt eru þetta um 42% sjúkraliða og er það hærra hlutfall en hjá öðrum launahópum. Sjúkraliðar í leiguhúsnæði eru frekar í vandræðum með að ná endum saman en þeir sem eru í eigin húsnæði. Þetta kemur fram í nýrri könnun um stöðu launafólks á Íslandi sem Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, Varða stóð nýlega fyrir. Að geta ekki séð fyrir sér Það er sömuleiðis sláandi að meira en 41% sjúkraliða telur sig ekki getað mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Þessi tala rýkur upp í tæp 70% hjá þeim sjúkraliðum sem eru í leiguhúsnæði. Um 57% sjúkraliða telur sig ekki getað séð fyrir sjálfum sér og börnum sínum án aðstoðar. Hjá öðrum launahópum í könnuninni var þessi tala um 45%. Fimmtungur sjúkraliða telur sig ekki hafa svigrúm til að fara í árlegt frí með fjölskyldunni og um 7% þeirra hafa ekki efni á staðgóðri máltíð annan hvern dag. Það er jafnframt sorglegur vitnisburður að um 40% sjúkraliða þurfa að reiða sig á mjög dýr lán eins og yfirdrátt. Um 20% sjúkraliða hefur smálán sem er afskaplega vondur valkostur í lánamálum. Um fjórðungur sjúkraliða telur að fjárskortur á síðustu 12 mánuðum hafi komið í veg fyrir að hægt væri að tryggja skipulagðar tómstundir fyrir börnin sín og er sú tala hærri hjá sjúkraliðum en hjá öðrum hópum. Staða foreldra innan Sjúkraliðafélagsins er talsvert verri en annarra foreldra. Staða sjúkraliða á húsnæðismarkaði er hins vegar almennt betri en annars félagsfólks í aðildarfélögum ASÍ og BSRB enda býr hærra hlutfall sjúkraliða í eigin húsnæði, en geta má þess að meðalaldur stéttarinnar er 46 ára. Tæp 40% allra sjúkraliða telur fjárhagsstöðu sína var nokkuð verri eða mun verri núna en fyrir ári. Varða hefur rannsakað heilsufar launafólks um fjögurra ára skeið og hafa niðurstöður þeirra rannsókna sýnt fram á skýrt mynstur. Andleg heilsa ákveðinna hópa mælist ávallt verri en annarra en það á við um konur (sérstaklega ungar konur), innflytjendur og einhleypra foreldra. Í því ljósi þarf að hafa í huga að sjúkraliðar eru ein stærsta kvennastétt landsins en um 97% þeirra eru konur. Ódýr orð Meira en fimmti hver sjúkraliði hefur orðið fyrir mismun af ýmsu tagi á vinnumarkaði og er það hærra en hjá öðrum hópum. Á tyllidögum er stundum talað vel um sjúkraliða rétt eins og um aðrar heilbrigðisstéttir. En slíkt tal dugar skammt. Ofangreindar tölur sýna að það er verk að vinna. Við vitum þessu til viðbótar að miðgildislaun grunnlauna sjúkraliða fyrir árið 2022 samkvæmt Hagstofunni voru einungis 537.000 kr. Eftir skatt og lífeyrissjóðsgreiðslur eru um 400.000 kr. eftir. Það segir sig sjálft að erfitt er að lifa mannsæmandi lífi á slíkum launum í einu dýrasta landi heims. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Það vita allir sem inn á spítala hafa komið að sjúkraliðar vinna krefjandi starf. Starfið krefst bæði líkamlegrar og andlegrar færni sem óneitanlega getur tekið sinn toll. Sjúkraliðar vinna oft í aðstæðum sem eru einstakar í lífi sjúklinga sinna og skjólstæðinga. Oft er um að ræða viðkvæmustu og erfiðustu stundir í lífi fólks og fjölskyldna þeirra. Þá er vinnutíminn oft mjög óreglulegur enda vinna um 90% sjúkraliða í vaktavinnu. Flestir eru sammála um að slík vinna eigi vera metin að verðleikum til launa þannig að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi. Slík staða er því miður ekki hjá öllum sjúkraliðum. Um 15% sjúkraliða á erfitt eða mjög erfitt með að ná endum saman. Um 27% til viðbótar á nokkuð erfitt með slíkt. Samanlagt eru þetta um 42% sjúkraliða og er það hærra hlutfall en hjá öðrum launahópum. Sjúkraliðar í leiguhúsnæði eru frekar í vandræðum með að ná endum saman en þeir sem eru í eigin húsnæði. Þetta kemur fram í nýrri könnun um stöðu launafólks á Íslandi sem Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, Varða stóð nýlega fyrir. Að geta ekki séð fyrir sér Það er sömuleiðis sláandi að meira en 41% sjúkraliða telur sig ekki getað mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Þessi tala rýkur upp í tæp 70% hjá þeim sjúkraliðum sem eru í leiguhúsnæði. Um 57% sjúkraliða telur sig ekki getað séð fyrir sjálfum sér og börnum sínum án aðstoðar. Hjá öðrum launahópum í könnuninni var þessi tala um 45%. Fimmtungur sjúkraliða telur sig ekki hafa svigrúm til að fara í árlegt frí með fjölskyldunni og um 7% þeirra hafa ekki efni á staðgóðri máltíð annan hvern dag. Það er jafnframt sorglegur vitnisburður að um 40% sjúkraliða þurfa að reiða sig á mjög dýr lán eins og yfirdrátt. Um 20% sjúkraliða hefur smálán sem er afskaplega vondur valkostur í lánamálum. Um fjórðungur sjúkraliða telur að fjárskortur á síðustu 12 mánuðum hafi komið í veg fyrir að hægt væri að tryggja skipulagðar tómstundir fyrir börnin sín og er sú tala hærri hjá sjúkraliðum en hjá öðrum hópum. Staða foreldra innan Sjúkraliðafélagsins er talsvert verri en annarra foreldra. Staða sjúkraliða á húsnæðismarkaði er hins vegar almennt betri en annars félagsfólks í aðildarfélögum ASÍ og BSRB enda býr hærra hlutfall sjúkraliða í eigin húsnæði, en geta má þess að meðalaldur stéttarinnar er 46 ára. Tæp 40% allra sjúkraliða telur fjárhagsstöðu sína var nokkuð verri eða mun verri núna en fyrir ári. Varða hefur rannsakað heilsufar launafólks um fjögurra ára skeið og hafa niðurstöður þeirra rannsókna sýnt fram á skýrt mynstur. Andleg heilsa ákveðinna hópa mælist ávallt verri en annarra en það á við um konur (sérstaklega ungar konur), innflytjendur og einhleypra foreldra. Í því ljósi þarf að hafa í huga að sjúkraliðar eru ein stærsta kvennastétt landsins en um 97% þeirra eru konur. Ódýr orð Meira en fimmti hver sjúkraliði hefur orðið fyrir mismun af ýmsu tagi á vinnumarkaði og er það hærra en hjá öðrum hópum. Á tyllidögum er stundum talað vel um sjúkraliða rétt eins og um aðrar heilbrigðisstéttir. En slíkt tal dugar skammt. Ofangreindar tölur sýna að það er verk að vinna. Við vitum þessu til viðbótar að miðgildislaun grunnlauna sjúkraliða fyrir árið 2022 samkvæmt Hagstofunni voru einungis 537.000 kr. Eftir skatt og lífeyrissjóðsgreiðslur eru um 400.000 kr. eftir. Það segir sig sjálft að erfitt er að lifa mannsæmandi lífi á slíkum launum í einu dýrasta landi heims. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun