Ræða að veita vöxtum af frystum eignum Rússa til Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. mars 2024 07:09 Slökkviliðsmenn berjast við eld í fjölbýlishúsi í Kænugarði í morgun. Á myndinni sést gígur sem myndaðist í árásum Rússa í nótt. AP/Vadim Ghirda Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins munu funda í Brussel í dag en á dagskránni verða meðal annars umdeildar hugmyndir um að veita vöxtum af frystum eignum Rússa til Úkraínu. „Nú þegar við stöndum frammi fyrir mestu öryggisógninni síðan í seinni heimstyrjöldinni er tími til að taka róttæk og ákveðin skref til að efla varnir okkar og undirbúa efnahag Evrópusambandsins fyrir stríð,“ sagði Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í bréfi til leiðtoganna fyrir fundinn. Vandræðagangur vestanhafs hvað varðar fjárveitingar til Úkraínu er meðal þess sem hefur vakið Evrópubúa til aukinnar meðvitunar um heldur bága stöðu varnarmála í álfunni og nauðsyn þess að auka fjárframlög til málaflokksins og styðja Úkraínumenn gegn ásækni Rússa. Michel sagði aukin hernaðaraðstoð til Úkraínu eitt brýnasta málið sem leiðtogarnir þyrftu að ná saman um. Leiðtogarnir munu einnig ræða útgáfu „varnarskuldabréfa“ til að fjármagna aukna fjárfestingu í varnarmálum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti er meðal stuðningsmanna skuldabréfanna en Holland og Finnland hafa sett sig upp á móti sameiginlegri skuldsetningu sem gæti komið niður á skattgreiðendum í marga áratugi. Það hefur einnig verið lagt til að aðildarríkin skuldbindi sig til að leggja tvö prósent af vergri landsframleiðslu til að efla varnir Evrópu. Samanlögð gæti upphæðin náð 80 milljörðum evra. Guardian hefur eftir heimildarmönnum að sú leið að nýta vexti af frystum eignum Rússa til að styðja við Úkraínumenn sé afar erfið í útfærslu lagalega séð og stjórnvöld í Rússlandi segja það myndu fela í sér „fordæmalaust brot á alþjóðalögum“. Nokkur ríki eru engu að síður sögð velta því alvarlega fyrir sér hvort mögulega væri hægt að ganga á höfðstól eignanna, ekki bara vextina. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
„Nú þegar við stöndum frammi fyrir mestu öryggisógninni síðan í seinni heimstyrjöldinni er tími til að taka róttæk og ákveðin skref til að efla varnir okkar og undirbúa efnahag Evrópusambandsins fyrir stríð,“ sagði Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í bréfi til leiðtoganna fyrir fundinn. Vandræðagangur vestanhafs hvað varðar fjárveitingar til Úkraínu er meðal þess sem hefur vakið Evrópubúa til aukinnar meðvitunar um heldur bága stöðu varnarmála í álfunni og nauðsyn þess að auka fjárframlög til málaflokksins og styðja Úkraínumenn gegn ásækni Rússa. Michel sagði aukin hernaðaraðstoð til Úkraínu eitt brýnasta málið sem leiðtogarnir þyrftu að ná saman um. Leiðtogarnir munu einnig ræða útgáfu „varnarskuldabréfa“ til að fjármagna aukna fjárfestingu í varnarmálum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti er meðal stuðningsmanna skuldabréfanna en Holland og Finnland hafa sett sig upp á móti sameiginlegri skuldsetningu sem gæti komið niður á skattgreiðendum í marga áratugi. Það hefur einnig verið lagt til að aðildarríkin skuldbindi sig til að leggja tvö prósent af vergri landsframleiðslu til að efla varnir Evrópu. Samanlögð gæti upphæðin náð 80 milljörðum evra. Guardian hefur eftir heimildarmönnum að sú leið að nýta vexti af frystum eignum Rússa til að styðja við Úkraínumenn sé afar erfið í útfærslu lagalega séð og stjórnvöld í Rússlandi segja það myndu fela í sér „fordæmalaust brot á alþjóðalögum“. Nokkur ríki eru engu að síður sögð velta því alvarlega fyrir sér hvort mögulega væri hægt að ganga á höfðstól eignanna, ekki bara vextina.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira