Hitnar í fasteignamarkaði vegna íbúðakaupa Grindvíkinga Atli Ísleifsson skrifar 21. mars 2024 07:48 HMS segir fasteignaviðskipti nú vera drifin áfram af nýbyggingum, en hlutdeild þeirra í kaupsamningum hafi ekki verið jafnmikil á síðustu mánuðum og frá því að mælingar HMS hófust árið 2006. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem fasteignamarkaðurinn hafi hitnað í febrúar, en vísitala íbúðaverðs og gögn um fasteignaauglýsingar gefa vísbendingu um aukna virkni og hærra íbúðaverð. Breytingin er mest í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í nýrri mánaðaskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, en stofnunin telur að íbúðakaup Grindvíkinga hafi haft þessi áhrif á markaðinn. Í skýrslunni segir að markaðurinn hafi hins vegar farið nokkuð rólega í stað í janúar, þar sem kaupsamningum hafi fækkað á milli mánaða í öllum landshlutum. Þó hafi kaupsamningarnir fleiri en í janúar á síðasta ári. Leiguverð hækkar umfram almennt verðlag Fasteignaviðskipti eru nú drifin áfram af nýbyggingum og hefur hlutdeild þeirra í kaupsamningum ekki verið jafnmikil á síðustu mánuðum og frá því að mælingar HMS hófust árið 2006. Einnig eru merki um viðsnúning á leigumarkaði, þar sem leiguverð hækkar hratt umfram almennt verðlag. Einnig bendir leigumarkaðskönnun HMS til þess að staða leigjenda hafi versnað á síðasta ári. „Minni breytileiki er á leiguverði stærri íbúða eftir póstnúmerum, sem bendir til þess að leigjendur þeirra sækist ekki jafnmikið í að búa miðsvæðis í Reykjavík og leigjendur minni íbúða. Lánamarkaðurinn sýnir lítils háttar aukningu í hreinum nýjum útlánum á milli desember og janúar, þrátt fyrir að kaupsamningum fækkaði milli mánaða. Þetta bendir til aukinnar skuldsetningar fasteignakaupenda og að þeir séu háðari lánsfjármögnun en síðustu misseri. Byggingarmarkaðurinn hefur dregist saman á síðustu mánuðum, en fyrstu niðurstöður úr nýjustu íbúðatalningu HMS sýna að framkvæmdum hafi fækkað á síðustu 12 mánuðum. Á sama tíma hefur atvinnulausum fjölgað í byggingariðnaði. Færri börn og öldrun þjóðar kallar á fleiri íbúðir. Greining HMS á íbúðaþörf sýnir að færri íbúar búa nú í hverri íbúð en fyrir 30 árum síðan. Hins vegar bendir fækkun barna og fjölgun íbúa á efri árum til þess að fullorðnir búi þrengra en áður,“ segir á vef HMS. Mun fleiri fasteignir teknar úr sölu Í skýrslunni segir ennfremur að gögn um fasteignaauglýsingar bendi til að miklar breytingar hafi átt sér stað í umsvifum á fasteignamarkaði í febrúar. „Um 1.400 auglýstar fasteignir voru teknar úr sölu í febrúar og voru þær helmingi fleiri en í janúar. Hlutfallslega átti mesta breytingin sér stað í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Vísbendingar um verðþrýsting má einnig sjá í nýrri vísitölu íbúðaverðs, sem HMS kynnti þriðjudaginn 19. mars. Hækkun vísitölunnar um 1,9 prósent á milli mánaða í febrúar er að mestu leyti tilkomin vegna verðhækkunar á fjölbýli, en vísitala fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,1%. Hafa ber þó í huga að sveiflur eru á nýrri vísitölu íbúðaverðs og undirvísitölum hennar á milli mánaða, en vísitala fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,0% á tveimur mánuðum í febrúar. Vísitala fjölbýlis á landsbyggðinni hækkaði sérstaklega mikið, eða um 6,4% á milli mánaða. Þessi hækkun er fyrst og fremst tilkomin vegna aukinnar virkni á fasteignamarkaðnum á Suðvesturhorni landsins og voru kaupsamningar í Reykjanesbæ að minnsta kosti þrefalt fleiri í febrúar en í janúarmánuði,“ segir í skýrslunni. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Leigumarkaður Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri mánaðaskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, en stofnunin telur að íbúðakaup Grindvíkinga hafi haft þessi áhrif á markaðinn. Í skýrslunni segir að markaðurinn hafi hins vegar farið nokkuð rólega í stað í janúar, þar sem kaupsamningum hafi fækkað á milli mánaða í öllum landshlutum. Þó hafi kaupsamningarnir fleiri en í janúar á síðasta ári. Leiguverð hækkar umfram almennt verðlag Fasteignaviðskipti eru nú drifin áfram af nýbyggingum og hefur hlutdeild þeirra í kaupsamningum ekki verið jafnmikil á síðustu mánuðum og frá því að mælingar HMS hófust árið 2006. Einnig eru merki um viðsnúning á leigumarkaði, þar sem leiguverð hækkar hratt umfram almennt verðlag. Einnig bendir leigumarkaðskönnun HMS til þess að staða leigjenda hafi versnað á síðasta ári. „Minni breytileiki er á leiguverði stærri íbúða eftir póstnúmerum, sem bendir til þess að leigjendur þeirra sækist ekki jafnmikið í að búa miðsvæðis í Reykjavík og leigjendur minni íbúða. Lánamarkaðurinn sýnir lítils háttar aukningu í hreinum nýjum útlánum á milli desember og janúar, þrátt fyrir að kaupsamningum fækkaði milli mánaða. Þetta bendir til aukinnar skuldsetningar fasteignakaupenda og að þeir séu háðari lánsfjármögnun en síðustu misseri. Byggingarmarkaðurinn hefur dregist saman á síðustu mánuðum, en fyrstu niðurstöður úr nýjustu íbúðatalningu HMS sýna að framkvæmdum hafi fækkað á síðustu 12 mánuðum. Á sama tíma hefur atvinnulausum fjölgað í byggingariðnaði. Færri börn og öldrun þjóðar kallar á fleiri íbúðir. Greining HMS á íbúðaþörf sýnir að færri íbúar búa nú í hverri íbúð en fyrir 30 árum síðan. Hins vegar bendir fækkun barna og fjölgun íbúa á efri árum til þess að fullorðnir búi þrengra en áður,“ segir á vef HMS. Mun fleiri fasteignir teknar úr sölu Í skýrslunni segir ennfremur að gögn um fasteignaauglýsingar bendi til að miklar breytingar hafi átt sér stað í umsvifum á fasteignamarkaði í febrúar. „Um 1.400 auglýstar fasteignir voru teknar úr sölu í febrúar og voru þær helmingi fleiri en í janúar. Hlutfallslega átti mesta breytingin sér stað í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Vísbendingar um verðþrýsting má einnig sjá í nýrri vísitölu íbúðaverðs, sem HMS kynnti þriðjudaginn 19. mars. Hækkun vísitölunnar um 1,9 prósent á milli mánaða í febrúar er að mestu leyti tilkomin vegna verðhækkunar á fjölbýli, en vísitala fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,1%. Hafa ber þó í huga að sveiflur eru á nýrri vísitölu íbúðaverðs og undirvísitölum hennar á milli mánaða, en vísitala fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,0% á tveimur mánuðum í febrúar. Vísitala fjölbýlis á landsbyggðinni hækkaði sérstaklega mikið, eða um 6,4% á milli mánaða. Þessi hækkun er fyrst og fremst tilkomin vegna aukinnar virkni á fasteignamarkaðnum á Suðvesturhorni landsins og voru kaupsamningar í Reykjanesbæ að minnsta kosti þrefalt fleiri í febrúar en í janúarmánuði,“ segir í skýrslunni.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Leigumarkaður Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira