Foreldrar með börn í vímuefnaneyslu og úrræði Dagbjört Ósk Steindórsdóttir skrifar 28. mars 2024 18:00 Foreldrar með börn í vímuefnaneyslu, eiga að geta farið strax og fengið ráðgjöf vegna vandans og ber ríkisvaldinu að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að standa bak þeirra úrræða sem eru til staðar. Á dögunum kom út svört skýrsla frá ríkisendurskoðun vegna vímuefnavandans og í henni eru stjórnvöld afhausuð vegna þess þau taka ekki fulla ábyrgð, vilja þau fá aðra svarta skýrslu vegna úrræðaleysis í garð barna sem eiga við vímuefnavanda að stríða eftir nokkur ár? Takk, ríkisendurskoðun fyrir að koma með þetta svart á hvítu það sem við vissum en ríkisstjórn hefur hundsað áfengis og vímuefnavandann í landinu. Full ástæða er til að vera á varðbergi vegna áfengis og vímuefnavanda barna og fjölskyldna og treysti ég því að ríkisendurskoðun taki þessa grein alvarlega og skoði mál þessi mál Það eru fá úrræði til staðar fyrir börn í vímuefnavanda og ráðamönnum þjóðarinnar ber skylda að standa vörð um þeirra starfsemi, þau eiga stóran þátt í því að forða fjölskyldum frá þeirri sáru reynslu að missa barnið sitt í neyslu. Ég er búin að skoða þau úrræði sem eru til staðar og hvaða úrræði virka og eiga að vera á föstum fjárframlögum en eru það ekki, einfalt, það er foreldrahúsið, skoðið heimasíðu þeirra og þá sjáið þið svart á hvítu að svo er, Foreldrahúsið er það eina sem með réttu getur boðið upp á sérhæfða meðferð fyrir börn og fjölskyldur þeirra í vímuefnavanda. Foreldrahús verður að fá stuðning til áframhaldandi starfsemi, því framundan er töluverð aukning ungmenna sem mun þurfa hjálp vegna neyslu og því miður er það er raunhæf framtíðarsýn. Því er haldið fram að 7% barna í tíunda bekk sé í neyslu en ég tel að þau séu helmingi fleiri ef ekki meira og takið eftir þessi könnun nær bara yfir tíunda bekk, hvað þá með hina yngri? Það er stór hópur sem er ósjáanlegur og hvernig verður það þegar sá hópur fer að detta inn og þjónustuna vantar? Foreldrahúsið lokar mögulega ef það fær ekki þjónustusamning við ríkið og Það verða færri úrræði og vandamálin hrannast upp með skelfilegum afleiðingum og skömmin verður ríkisins. En Stuðlar spyr fólk oft í sömu andrá, ég skal svara því, til að komast í meðferð hjá Stuðlum þarf að vera opið mál hjá barnavernd, þarafleiðandi, ekki allir sem komast þangað inn og þar er börnum með vímuefnavanda blandað við börn með annarsskonar hegðunarvanda, þessir hópar eiga ekki samleið. Foreldrahúsið er sérhæft fyrir börn og fjölskyldur sem eiga við vímuefnavanda að stríða og öllum aðgengilegt, Foreldrahús hefur sinnt þessari þjónustu í þrjátíu og átta ár og það er eðlilegasti hlutur að þeirra þjónusta komist á föst fjárframlög og stjórnvaldinu ber að horfa til þeirra foreldra sem eiga í vanda í stað þess að útiloka þau og veita þeim ekki áheyrn, Það á enginn að þurfa að upplifa sig bjargarlausan með barnið sitt, það á að styðja við það eina sérhæfða úrræði sem er til staðar og ég endurtek það eru ekki allir með opin mál hjá barnaverndarstofu. Þingmenn þið talið mjög lítið sem ekkert um börn í vímuefnavanda inná þingi hvers vegna? Viljið þið bara hafa þau útí horni eins og skítugu börnin hennar Evu og sópa börnunum undir teppi? Eða er það sama og er uppá teningnum varðandi fullorðna, ykkur er alveg sama? Það eru allavega skilaboðin frá ykkur nema frá örfáum þingmönnum og þá vil ég nefna Sigmar Guðmundsson, Ingu Sæland og Diljá Mist Einarsdóttir, takk fyrir þeirra baráttu, þau skjóta ykkur hinum ref fyrir rass og okkar fólki hlýnar um hjartarætur að vita af þeirra baráttu og þau virkilega láta okkur finna að fíknisjúklingar þurfi og eigi að fá viðeigandi skilning. Þingheimur, ykkur ber skylda til að kynna ykkur börn með vímuefnavanda og hlusta! Ég veit hvað klukkan slær, ég veit ábyggilega miklu meira en þið hvað er að gerast svo takið þessa grein alvarlega! Stjórnvöld! Ásmundur Daðason barnamálaráðherra! Gyrðið ykkur í brók og standið ykkur einu sinni sem menn fólksins, þið eruð i vinnu hjá okkur! Setjið Foreldrahús á föst fjárframlög! Foreldrahús sem hefur staðið vaktina bakvið foreldra og börn í vímuefnavanda, tekið þátt í sorgum þeirra og sigrum. Eina úrræðið sem með sanni getur sinnt þessum málaflokki. Hættið að kaupa tryggingar og selja banka, farið að snúa ykkur að því sem skiptir máli! Það er æskan, börnin okkar, börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum. Börn í dag með vímuefnavanda eiga eftir að verða fullorðin og þingheimur fyrirbyggið þá skömm sem fylgir því að gera ekki neitt, ekki bregðast þessum börnum og foreldrum, ekki lenda í þeim aðstæðum að þurfa að standa frammi fyrir þeim seinna meir og segja fyrirgefið, við brugðumst ykkur og ykkar foreldrum! Dagbjört Ósk Steindórsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Sjá meira
Foreldrar með börn í vímuefnaneyslu, eiga að geta farið strax og fengið ráðgjöf vegna vandans og ber ríkisvaldinu að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að standa bak þeirra úrræða sem eru til staðar. Á dögunum kom út svört skýrsla frá ríkisendurskoðun vegna vímuefnavandans og í henni eru stjórnvöld afhausuð vegna þess þau taka ekki fulla ábyrgð, vilja þau fá aðra svarta skýrslu vegna úrræðaleysis í garð barna sem eiga við vímuefnavanda að stríða eftir nokkur ár? Takk, ríkisendurskoðun fyrir að koma með þetta svart á hvítu það sem við vissum en ríkisstjórn hefur hundsað áfengis og vímuefnavandann í landinu. Full ástæða er til að vera á varðbergi vegna áfengis og vímuefnavanda barna og fjölskyldna og treysti ég því að ríkisendurskoðun taki þessa grein alvarlega og skoði mál þessi mál Það eru fá úrræði til staðar fyrir börn í vímuefnavanda og ráðamönnum þjóðarinnar ber skylda að standa vörð um þeirra starfsemi, þau eiga stóran þátt í því að forða fjölskyldum frá þeirri sáru reynslu að missa barnið sitt í neyslu. Ég er búin að skoða þau úrræði sem eru til staðar og hvaða úrræði virka og eiga að vera á föstum fjárframlögum en eru það ekki, einfalt, það er foreldrahúsið, skoðið heimasíðu þeirra og þá sjáið þið svart á hvítu að svo er, Foreldrahúsið er það eina sem með réttu getur boðið upp á sérhæfða meðferð fyrir börn og fjölskyldur þeirra í vímuefnavanda. Foreldrahús verður að fá stuðning til áframhaldandi starfsemi, því framundan er töluverð aukning ungmenna sem mun þurfa hjálp vegna neyslu og því miður er það er raunhæf framtíðarsýn. Því er haldið fram að 7% barna í tíunda bekk sé í neyslu en ég tel að þau séu helmingi fleiri ef ekki meira og takið eftir þessi könnun nær bara yfir tíunda bekk, hvað þá með hina yngri? Það er stór hópur sem er ósjáanlegur og hvernig verður það þegar sá hópur fer að detta inn og þjónustuna vantar? Foreldrahúsið lokar mögulega ef það fær ekki þjónustusamning við ríkið og Það verða færri úrræði og vandamálin hrannast upp með skelfilegum afleiðingum og skömmin verður ríkisins. En Stuðlar spyr fólk oft í sömu andrá, ég skal svara því, til að komast í meðferð hjá Stuðlum þarf að vera opið mál hjá barnavernd, þarafleiðandi, ekki allir sem komast þangað inn og þar er börnum með vímuefnavanda blandað við börn með annarsskonar hegðunarvanda, þessir hópar eiga ekki samleið. Foreldrahúsið er sérhæft fyrir börn og fjölskyldur sem eiga við vímuefnavanda að stríða og öllum aðgengilegt, Foreldrahús hefur sinnt þessari þjónustu í þrjátíu og átta ár og það er eðlilegasti hlutur að þeirra þjónusta komist á föst fjárframlög og stjórnvaldinu ber að horfa til þeirra foreldra sem eiga í vanda í stað þess að útiloka þau og veita þeim ekki áheyrn, Það á enginn að þurfa að upplifa sig bjargarlausan með barnið sitt, það á að styðja við það eina sérhæfða úrræði sem er til staðar og ég endurtek það eru ekki allir með opin mál hjá barnaverndarstofu. Þingmenn þið talið mjög lítið sem ekkert um börn í vímuefnavanda inná þingi hvers vegna? Viljið þið bara hafa þau útí horni eins og skítugu börnin hennar Evu og sópa börnunum undir teppi? Eða er það sama og er uppá teningnum varðandi fullorðna, ykkur er alveg sama? Það eru allavega skilaboðin frá ykkur nema frá örfáum þingmönnum og þá vil ég nefna Sigmar Guðmundsson, Ingu Sæland og Diljá Mist Einarsdóttir, takk fyrir þeirra baráttu, þau skjóta ykkur hinum ref fyrir rass og okkar fólki hlýnar um hjartarætur að vita af þeirra baráttu og þau virkilega láta okkur finna að fíknisjúklingar þurfi og eigi að fá viðeigandi skilning. Þingheimur, ykkur ber skylda til að kynna ykkur börn með vímuefnavanda og hlusta! Ég veit hvað klukkan slær, ég veit ábyggilega miklu meira en þið hvað er að gerast svo takið þessa grein alvarlega! Stjórnvöld! Ásmundur Daðason barnamálaráðherra! Gyrðið ykkur í brók og standið ykkur einu sinni sem menn fólksins, þið eruð i vinnu hjá okkur! Setjið Foreldrahús á föst fjárframlög! Foreldrahús sem hefur staðið vaktina bakvið foreldra og börn í vímuefnavanda, tekið þátt í sorgum þeirra og sigrum. Eina úrræðið sem með sanni getur sinnt þessum málaflokki. Hættið að kaupa tryggingar og selja banka, farið að snúa ykkur að því sem skiptir máli! Það er æskan, börnin okkar, börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum. Börn í dag með vímuefnavanda eiga eftir að verða fullorðin og þingheimur fyrirbyggið þá skömm sem fylgir því að gera ekki neitt, ekki bregðast þessum börnum og foreldrum, ekki lenda í þeim aðstæðum að þurfa að standa frammi fyrir þeim seinna meir og segja fyrirgefið, við brugðumst ykkur og ykkar foreldrum! Dagbjört Ósk Steindórsdóttir.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun