Maðurinn sem gerði tilraun til valdaráns í Bandaríkjunum Guðni Freyr Öfjörð skrifar 2. apríl 2024 16:00 Í aðdraganda væntanlegra forsetakosninga í Bandaríkjunum hefur því verið haldið fram að Trump hafi verið friðarsinni og bent á að hann hafi ekki verið upphafsmaður neinna stríða í sinni fjögurra ára forsetatíð. Engu að síður voru fjölmörg stríð og átök í gangi um allan heim sem Trump-stjórnin tók þátt í eða hélt áfram, í samræmi við stefnu forvera sinna, Obama og Bush. Það er vert að taka fram að síðasta skipti sem Bandaríkin tóku frumkvæði að nýju stríði var árið 2003, undir stjórn George W. Bush. Eftirmenn hans í embætti, Obama, Trump og Biden, hafa ekki formlega hafið ný stríð. Þeir hafa þó viðhaldið þátttöku landsins í áframhaldandi átökum og í sumum tilfellum aukið hernaðaríhlutun Bandaríkjanna. Maðurinn sem gerði tilraun til valdarán í Bandaríkjunum Árið 2021 urðu atburðir sem köstuðu skugga á lýðræði Bandaríkjanna. Eftir forsetakosningarnar í nóvember 2020, þar sem Joe Biden sigraði Donald Trump, neitaði Trump og sumir af hans stuðningsmönnum að viðurkenna úrslitin með því að halda því fram án nokkurra haldbærra sannana að kosningasvindl hefði leitt til óréttmæta úrslita. Í kjölfarið á kosningunum héldu Trump og hans stuðningsmenn fullyrðingum sínum á lofti þrátt fyrir að margítrekuð rannsókn og endurskoðun á kosningaúrslitum sem og fjöldi dómsmála leiddu ekki í ljós neinar sannanir sem styddu þessar staðhæfingar. Dómarar, þeirra á meðal sumir meira að segja skipaðir af Trump sjálfum, höfnuðu málunum vegna skorts á sönnunum. Þann 6. janúar 2021, á meðan formlegur fundur beggja deilda Bandaríkjaþings stóð yfir í þeim tilgangi að staðfesta sigur Bidens formlega, hvatti Trump stuðningsmenn sína til að „sýna styrk“ og halda til þinghússins í Washington D.C. Þessi hvatning endaði með ofbeldisfullri innrás í þinghúsið, sem truflaði þingfundinn og olli alvarlegum skaða á eignum og fólki. Árásin leiddi til dauðsfalla fimm einstaklinga, þeirra á meðal eins lögreglumanns og fjögurra mótmælenda, og að auki særðust fjölmargir almennir borgarar og lögreglufólk. Einnig hvöttu stuðningsmenn Trumps til að hengja Mike Pence, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Þetta gerðu þeir á meðan innrásin í þinghúsið stóð yfir. Áköll um að hengja Pence bárust, þar á meðal hróp um „Hang Mike Pence!“ („Hengið Mike Pence!“). Viðskiptastríð við Kína og auknir fordómar gegn Kínverjum Trump kom á viðskiptastríði við Kína, sem markaðist af háum tollgjöldum og hörðum viðskiptaaðgerðum. Þessi stefna olli ekki aðeins spennu milli tveggja stærstu hagkerfa heimsins, heldur hafði hún einnig víðtæk áhrif á alþjóðaviðskipti og efnahagsstöðugleika. Þetta varð til þess að auka enn frekar á spennuna á milli þessara ríkja. Bandaríkin lögðu á sérstaka tolla á kínverskar vörur sem voru metnar á hundruða milljarða dollara og Kína brást við með því að setja sambærilega tolla á bandarískar vörur. Þessar aðgerðir leiddu til aukinnar spennu milli þessa tveggja stærstu hagkerfa heims, með áhrifum sem fóru víðar en bara á milli þessara tveggja ríkja. Bandaríkin beittu sérstökum tollum á útflutning frá Kína, sem nam upphæðum í hundruðum milljarða dollara og sem viðbragð setti Kína upp sambærilega tolla á bandarískar innfluttar vörur. Þetta skapaði röskun á alþjóðlegum framleiðslu- og viðskiptakeðjum, hafði víðtæk áhrif á fyrirtæki og neytendur um allan heim, þar á meðal á Íslandi, og jók óvissu í alþjóðlegum efnahagsmálum. Áhrifin á neytendur voru skýr og bein. Verðhækkanir á vörum frá heimilistækjum, raftækjum, símum, tölvum, til klæðnaðar sem beint mátti rekja til tollanna bitnuðu á heimilisbókhaldi bandaríkjamanna og heimsins. Þessar hækkanir sýndu hvernig viðskiptaákvarðanir stjórnmálamanna geta haft bein áhrif á daglegt líf fólks. Fyrir bandaríska framleiðendur birtust áhrifin í auknum kostnaði og mikilli röskun á framleiðsluferlum. Margir höfðu treyst á innflutt hráefni og milliliðavörur frá Kína til að halda uppi samkeppnishæfni sinni. Tollarnir þýddu hærri framleiðslukostnað og aukna erfiðleika við að viðhalda samkeppnisforskoti á alþjóðavísu. Landbúnaðargeirinn, sem er mikilvægur þáttur í bandarísku efnahagslífi, fann fyrir áhrifunum af þessu viðskiptastríði, á sérstaklega hörðum nótum. Kína er stór markaður fyrir bandarískar landbúnaðarafurðir eins og sojabaunir. Viðbrögð Kína, með því að leggja tolla á slíkar vörur, ollu verðhruni og fjárhagslegum skaða hjá bandarískum bændum. Ásamt þessum viðskiptaþvingunum ýtti Trump undir andúð og fordóma í garð Kína og kínverskra borgara með orðræðu sinni og opinberum yfirlýsingum sem aukti líka á tortryggni gagnvart kína. Hann notaði oft hugtök eins og „kínverska veiran“ þegar hann talaði um COVID-19, sem margir töldu ýta undir fordóma og rasisma gagnvart Asíubúum, sérstaklega fólki af kínverskum uppruna. Þessi orðræða, ásamt viðskiptastefnunni, skapaði ekki aðeins efnahagslega spennu heldur einnig félagslega og pólitíska spennu milli Bandaríkjanna og Kína, og jafnvel innan Bandaríkjanna sjálfra. Trump og hans teymi létu reglulega frá sér ummæli sem gáfu til kynna sterkar neikvæðar skoðanir á Kína. Þeir settu sérstaklega út á kínversk tæknifyrirtæki eins og Huawei og TikTok, þar sem Trump hótaði meðal annars að banna TikTok árið 2020. Átök í Sýrlandi og Írak, og Dráp Qasem Soleimani Donald Trump, hélt áfram og í sumum tilfellum styrkti hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna gegn ISIS í Sýrlandi og Írak. Þrátt fyrir yfirlýsingar um að draga herlið Bandaríkjanna til baka, varð aukin hernaðarþátttaka sem leiddi til umtalsverðs mannfalls, þar á meðal almennra borgara. Aðgerðir hans í þessum efnum voru flóknar og mótsagnakenndar; í þeim fólst að berjast gegn hryðjuverkamönnum án þess að skuldbinda Bandaríkin til langvarandi landgöngu eða uppbyggingar. Árið 2020 tók Trump-stjórnin stórpólitíska ákvörðun með því að ráðast á og drepa Qasem Soleimani, æðsta foringja í Al-Quds herdeildinni, sem er hluti af Írönsku byltingarvörðunum, í loftárás í Írak. Donald Trump, sem gaf fyrirmæli um drónaárásina, lýsti Soleimani sem „hryðjuverkamanni númer eitt í heiminum“ og hélt því fram að hermenn undir hans stjórn hefðu myrt hundruð bandarískra borgara og hermanna á síðustu tveimur áratugum. Írönsk stjórnvöld sökuðu Bandaríkin um alþjóðlegt hryðjuverk og gáfu út handtökuskipanir fyrir Trump og aðra embættismenn. Þessi aðgerð olli mikilli spennu milli Bandaríkjanna og Írans og vakti alþjóðlega gagnrýni. Hún endurspeglaði einnig áframhaldandi áhrif Bandaríkjanna í málefnum Mið-Austurlanda og vakti upp spurningar um mögulegar afleiðingar þessa átaks, þar með talið aukna hættu á hefndaraðgerðum frá Íran. Þetta atvik kom af stað alþjóðlegri ólgu og var talið auka líkur á beinum hernaðaraðgerðum milli landanna, sem vakti miklar áhyggjur varðandi stöðugleika og frið í Mið-Austurlöndum. Þrátt fyrir þá réttlætingu Bandaríkjastjórnar að árásin hafi verið nauðsynleg til að koma í veg fyrir frekari árásir á bandarískan her og borgara þá leiddi hún til umræðna um lögmæti og afleiðingar slíkra aðgerða í alþjóðasamskiptum, sérstaklega varðandi fullveldisrétt annarra þjóða og hættuna á að ýta undir frekari ofbeldisverk. Stuðningur við Saudi-Arabíu í Jemen Undir stjórn Donald Trumps veittu Bandaríkin Saudi-Arabíu verulegan stuðning í stríðinu í Jemen, sem spannaði allt frá vopnasölu til hernaðarlegs samráðs og þjálfunar. Þessi stuðningur, sem var hluti af stærri hergagna- og efnahagsviðskiptum ríkjanna tveggja, var sérstaklega gagnrýnisverður vegna alvarlegramannúðar- og mannréttindavandamála sem fylgdu stríðinu í Jemen. Vopnasalan til Saudi-Arabíu ásamt þeim upplýsingum og hernaðarlegri þjálfun sem veitt var af hendi Bandaríkjanna til að berjast gegn Hútí-uppreisnarmönnum, sem eru studdir af Íran, var réttlætt af Trump-stjórninni sem leið til að viðhalda stöðugleika í Mið-Austurlöndum og draga úr írönskum áhrifum.Hins vegar vakti þessi stuðningur upp alþjóðlegar áhyggjur, sérstaklega vegna áhrifa hans á óbreytta borgara og mannúðarástandið í Jemen. Loftárásir, sem ollu mannfalli meðal óbreyttra borgara, og afleiðingar stríðsins, svo sem hungursneyð og sjúkdómar, leiddu til ítrekaðra viðvaranafrá mannúðarstofnunum og Sameinuðu þjóðunum. Innan Bandaríkjanna leiddi stuðningurinn við Saudi-Arabíu til deilna þar sem gagnrýnendur bentu á að Bandaríkin ættu ekki að loka augunum fyrir mannréttindabrotum og alvarlegum afleiðingum stríðsins fyrir óbreytta borgara í Jemen. Þrátt fyrir þessa gagnrýni og áhyggjur af mannúðarástandinu, hélt Trump-stjórnin áfram stuðningi sínum við Saudi-Arabíu, sem undirstrikaði flækjustig stefnunnar sem miðaði að því að tryggja hagsmuni Bandaríkjanna á kostnað alvarlegra áhrifa á mannúð og réttindi í Jemen. Stefna gagnvart Norður-Kóreu Donald Trump brást upphaflega hart við kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu með hótunum en síðan tók hann stefnubreytingu og efndi til tveggja leiðtogafunda með Kim Jong-un. Þessir fundir, sem fram fóru í Singapúr árið 2018 og í Víetnam árið 2019, mörkuðu fyrstu beinu viðræðurnar milli sitjandi forseta Bandaríkjanna og leiðtoga Norður-Kóreu og voru því sögulegir. Þrátt fyrir að fundirnir hafi markað tímamót í sögulegu samhengi, var Trump gagnrýndur fyrir að hafa veitt Kim Jong-un óverðskuldaða alþjóðlega athygli án þess að fá í staðinn raunverulegar skuldbindingar til kjarnorkuafvopnunar eða framfara í mannréttindum. Þessi gagnrýni byggðist á því að fundirnir skiluðu ekki af sér mælanlegum eða raunverulegum framförum í kjarnorkuafvopnun eða samskiptum, sem margir höfðu vonast til. Engu að síður, viðræðurnar milli Trump og Kim Jong-un voru ákveðin skref í átt að diplómatískum samskiptum, þó að langtímamarkmiðum um kjarnorkuafvopnun og mannréttindaumbætur hafi ekki náðst. Úrsögn úr alþjóðasáttmálum Afturköllun Bandaríkjanna úr kjarnorkusamkomulaginu við Íran var einnig umdeild ákvörðun. Samkomulagið, sem undirritað var á stjórnartíð Barack Obama, hafði að markmiði að takmarka kjarnorkuvopnaþróun Íran í skiptum fyrir afnám viðskiptaþvingana. Trump taldi samkomulagið ekki ganga nógu langt í að hindra kjarnorkuþróun Íran og vildi að Bandaríkin myndu þrýsta á enn frekari takmarkanir og eftirlit. Þessi ákvörðun leiddi til aukinnar spennu við Íran og gagnrýni frá alþjóðasamfélaginu, þar sem margir litu á samkomulagið sem Obama-stjórnin gerði sem mikilvægt skref í átt að friði og stöðugleika í Mið-Austurlöndum. Aðgerðir gegn Venezuela Aðgerðir Trump-stjórnarinnar gegn Venesúela sem fólust í að beita Venesúela efnahagslegum og fjárhagslegum refsiaðgerðum, höfðu djúpstæð áhrif á efnahagslegt og félagslegt umhverfi landsins. Þessar aðgerðir voru upphaflega ætlaðar til að setja þrýsting á ríkisstjórn Nicolás Maduros og stuðla að stjórnarskiptum. Hins vegar bentu margir á að þær hafi einnig valdið alvarlegum neikvæðum afleiðingum fyrir almenning í Venesúela. Venesúela glímdi þá þegar við djúpstæða efnahags- og stjórnmálakreppu áður en refsiaðgerðir Trump-stjórinnar voru innleiddar. Landið stóð frammi fyrir óðaverðbólgu, alvarlegum skorti á grundvallarnauðsynjum á borð við mat og lyf, auk vaxandi fátæktar. Refsiaðgerðir, einkum þær sem miðuðu að olíugeiranum - helstu tekjulind landsins - ásamt takmörkunum á aðgangi að alþjóðlegum fjármálamörkuðum, versnuðu stöðuna enn frekar. Þessar aðgerðir ollu efnahagslegum samdrætti og leiddu til aukinnar þjáningar meðal íbúa. Áhrifin á daglegt líf íbúa Venesúela voru gríðarleg og birtust í formi aukinnar fátæktar, hungurs, skorts á heilbrigðisþjónustu og annarra mannúðarkrísa. Fjölgun flóttamanna og innflytjenda frá Venesúela, sem leituðu skjóls og betri lífskjara í nágrannalöndum Suður-Ameríku og annars staðar, þar á meðal á Íslandi, var bein afleiðing þessara erfiðu aðstæðna sem sköpuðust undir stjórn Trumps. Nýjasta yfirlýsing Trumps um NATO og stríðið í Úkraínu Trump hefur hótað því að ef hann nær kjöri vilji hann draga Bandaríkin úr Norður-Atlantshafsbandalaginu (NATO), borgi hin aðildarríkin ekki sinn skerf í varnarmálum sem mörg hver eiga enn erfitt með. Þessi ummæli fyrrverandi forsetans eru ekki aðeins hættuleg og ógnvekjandi, heldur valda þau alvarlegum áhyggjum í Evrópu. Hann hefur jafnframt lýst því yfir að hann ætli ekki að grípa inn í aðgerðir Vladímírs Pútíns, ef Pútín ákveður að ráðast inn í annað Evrópuríki, hafi þau ekki axlað sína ábyrgð á kostnaði við varnarmál. Þetta gefur rússneska forsetanum í raun frjálsar hendur til að framkvæma aðgerðir, þar með talið mögulegar innrásir í NATO-ríki. Slík stefna frá Bandaríkjunum gæti haft djúpstæð áhrif, ekki aðeins á öryggi Evrópu, heldur einnig á stöðugleika alþjóðasamfélagsins í heild. Ef Bandaríkin drægju sig úr NATO, gæti það verið túlkað af Rússlandi sem tækifæri til að auka áhrif sín í Evrópu og jafnvel ráðast inn í fleiri nálæg sjálfstæð ríki líkt og Rússargerðu í Úkraínu. Þetta myndi óhjákvæmilega leiða til aukinnar spennu milli Rússlands og NATO-ríkja og gæti jafnvel ýtt undir hættu á stórátökum á borð við þriðju heimstyrjöld (Sem NATO hefur komið í veg fyrir frá stofnun þess). Þessi afstaða Trumps til aukinnar kostnaðarþátttöku NATO-ríkjanna er sérstaklega kaldhæðnisleg og full af hræsni þegar litið er til fjárhagslegrar sögu Trumps sjálfs, sem er merkt af gjaldþrotum, svikum, lygum, og ógreiddum reikningum. Það virðist sem Trump geri sér ekki fulla grein fyrir grundvallarprinsippum NATO-samstarfsins, sem byggir ekki á einföldum kröfum í heimabanka, heldur á flóknari samvinnu og skuldbindingum. En hann heldur áfram að dreifa stórhættulegum ósannindum, samsæriskenningum og lygum um NATO til sinna kjósenda og stuðningsmanna. Svo til að skilja betur hvernig fjármögnun NATO virkar er mikilvægt að átta sig á að þrátt fyrir að Bandaríkin greiði stærstan hluta kostnaðarins, byggist fjármögnunin ekki á beinum greiðslum milli aðildarríkja. Í staðinn er krafa gerð um að hvert aðildarríki eyði ákveðnu hlutfalli af vergri landsframleiðslu (VLF) sinni í varnarmál. Þetta kerfi er hannað til að tryggja að öll aðildarríki leggi sanngjarna byrði á sig í sameiginlegri varnarvinnu. Þannig er fjármögnun NATO ekki einungis fjárhagsleg skuldbinding heldur einnig pólitísk, endurspeglandi vilja aðildarríkjanna til að standa saman í varnarlegum tilgangi. Því er afstaða Trumps ekki aðeins í andstöðu við grundvallarprinsipp NATO, heldur sýnir hún einnig skort á skilningi á því hvernig alþjóðleg samvinna og skuldbindingar virka í raun og veru, enda er Trump einangrunsinni. Andstaða Trumps við NATO er eins og góð tónlist í eyrum Pútíns. Því hefur verið velt upp hvort stefna Trumps gæti mögulega leitt til lausnar á deilum í Úkraínu. Hins vegar, með hliðsjón af hollustu hans við Pútín, virðist líklegt að Trump myndi einfaldlega víkja fyrir kröfum Rússlands og færa Pútín Úkraínu á silfurfati, sem myndi ekki aðeins veikja NATO heldur einnig gefa Pútín frekari tækifæri til að ráðast á Evrópu, þar með talið NATO-ríki.Þess vegna er brýnt að Úkraína vinni þetta stríð; slíkur sigur yrði ekki aðeins fyrir Evrópu , heldur einnig fyrir heiminn. Mikilvægt er að muna að Evrópa hefur gegnum söguna verið vettvangur fjölmargra stríða og átaka, þar á meðal tveggja heimsstyrjalda á 20. öld. Stofnun Norður-Atlantshafsbandalagsins árið 1949 var vendipunktur í öryggis-, friðar- og varnarmálum álfunnar, sem hefur verið lykilatriði í að viðhalda friði og stöðugleika í Evrópu, sérstaklega þar sem stórveldaátök geta hæglega leitt til víðtækara stríðs. Bandalagið hefur stuðlað að sameiginlegri varnarstefnu og öryggissamvinnu meðal aðildarríkja, sem hefur hjálpað til við að forðast stórveldaátök á meginlandinu. Stofnun NATO var bein viðbrögð við útþenslustefnu og árásargirni Sovétríkjanna eftir Seinni heimsstyrjöld, hugsað sem varnarmúr til að vernda lýðræðisríki Vestur-Evrópu og hefta frekari útþenslu Sovétríkjanna. Frá stofnun sinni hefur NATO gegnt lykilhlutverki í að viðhalda friði og stöðugleika í Evrópu. NATO er ekki fullkomið, en er þó með því besta sem gerst hefur fyrir frið í Evrópu. Trump hefur þá einnig viðhaft orðræðu sem um margt minnir á og endurtekur jafnvel orðalag og slagorð Hitlers. Í nýlegum ræðum Trumps koma fram orðalög og slagorð sem eru áberandi lík þeim sem Hitler notaði: Trump hefur sagt: „I will get rid of the communists and vermin“, orðalag sem einnig var notað af Hitler. Trump hefur notað orðalagið: „I will take care of the threat from within“, svipað og Hitler sagði: "I will take care of the enemy within.“ Trump hefur talað um að „Migrants are 'poisoning the blood of our country'", á meðan Hitler talaði um að "Jews and migrants are poisoning Aryan blood.“ Trump hefur einnig notað orðalagið: „One people, one family, one glorious nation", sem minnir á Hitlers "one people, one realm, one leader.“ Trump hefur áður lýst aðdáun sinni á Hitler, meðal annars með því að segja að hann „hafi gert sumt gott“, og greinilegur samhljómur er að sumu leyti í ræðum og nálgun Trumps og Hitlers. Það er mikilvægt að taka fram að Trump, líkt og Hitler, er þjóðernissinni, og það virðist vera markmið Trumps að umbreyta Bandaríkjunum í fasískt ríki. Sökum stríðsglaðrar veru sinnar sem forseti Bandaríkjanna og þessa atgervis síns er því ljóst að Trump er ekki sá friðarsinni sem margir hafa talið hann vera, ekki frekar en forverar hans í embættinu. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Freyr Öfjörð Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda væntanlegra forsetakosninga í Bandaríkjunum hefur því verið haldið fram að Trump hafi verið friðarsinni og bent á að hann hafi ekki verið upphafsmaður neinna stríða í sinni fjögurra ára forsetatíð. Engu að síður voru fjölmörg stríð og átök í gangi um allan heim sem Trump-stjórnin tók þátt í eða hélt áfram, í samræmi við stefnu forvera sinna, Obama og Bush. Það er vert að taka fram að síðasta skipti sem Bandaríkin tóku frumkvæði að nýju stríði var árið 2003, undir stjórn George W. Bush. Eftirmenn hans í embætti, Obama, Trump og Biden, hafa ekki formlega hafið ný stríð. Þeir hafa þó viðhaldið þátttöku landsins í áframhaldandi átökum og í sumum tilfellum aukið hernaðaríhlutun Bandaríkjanna. Maðurinn sem gerði tilraun til valdarán í Bandaríkjunum Árið 2021 urðu atburðir sem köstuðu skugga á lýðræði Bandaríkjanna. Eftir forsetakosningarnar í nóvember 2020, þar sem Joe Biden sigraði Donald Trump, neitaði Trump og sumir af hans stuðningsmönnum að viðurkenna úrslitin með því að halda því fram án nokkurra haldbærra sannana að kosningasvindl hefði leitt til óréttmæta úrslita. Í kjölfarið á kosningunum héldu Trump og hans stuðningsmenn fullyrðingum sínum á lofti þrátt fyrir að margítrekuð rannsókn og endurskoðun á kosningaúrslitum sem og fjöldi dómsmála leiddu ekki í ljós neinar sannanir sem styddu þessar staðhæfingar. Dómarar, þeirra á meðal sumir meira að segja skipaðir af Trump sjálfum, höfnuðu málunum vegna skorts á sönnunum. Þann 6. janúar 2021, á meðan formlegur fundur beggja deilda Bandaríkjaþings stóð yfir í þeim tilgangi að staðfesta sigur Bidens formlega, hvatti Trump stuðningsmenn sína til að „sýna styrk“ og halda til þinghússins í Washington D.C. Þessi hvatning endaði með ofbeldisfullri innrás í þinghúsið, sem truflaði þingfundinn og olli alvarlegum skaða á eignum og fólki. Árásin leiddi til dauðsfalla fimm einstaklinga, þeirra á meðal eins lögreglumanns og fjögurra mótmælenda, og að auki særðust fjölmargir almennir borgarar og lögreglufólk. Einnig hvöttu stuðningsmenn Trumps til að hengja Mike Pence, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Þetta gerðu þeir á meðan innrásin í þinghúsið stóð yfir. Áköll um að hengja Pence bárust, þar á meðal hróp um „Hang Mike Pence!“ („Hengið Mike Pence!“). Viðskiptastríð við Kína og auknir fordómar gegn Kínverjum Trump kom á viðskiptastríði við Kína, sem markaðist af háum tollgjöldum og hörðum viðskiptaaðgerðum. Þessi stefna olli ekki aðeins spennu milli tveggja stærstu hagkerfa heimsins, heldur hafði hún einnig víðtæk áhrif á alþjóðaviðskipti og efnahagsstöðugleika. Þetta varð til þess að auka enn frekar á spennuna á milli þessara ríkja. Bandaríkin lögðu á sérstaka tolla á kínverskar vörur sem voru metnar á hundruða milljarða dollara og Kína brást við með því að setja sambærilega tolla á bandarískar vörur. Þessar aðgerðir leiddu til aukinnar spennu milli þessa tveggja stærstu hagkerfa heims, með áhrifum sem fóru víðar en bara á milli þessara tveggja ríkja. Bandaríkin beittu sérstökum tollum á útflutning frá Kína, sem nam upphæðum í hundruðum milljarða dollara og sem viðbragð setti Kína upp sambærilega tolla á bandarískar innfluttar vörur. Þetta skapaði röskun á alþjóðlegum framleiðslu- og viðskiptakeðjum, hafði víðtæk áhrif á fyrirtæki og neytendur um allan heim, þar á meðal á Íslandi, og jók óvissu í alþjóðlegum efnahagsmálum. Áhrifin á neytendur voru skýr og bein. Verðhækkanir á vörum frá heimilistækjum, raftækjum, símum, tölvum, til klæðnaðar sem beint mátti rekja til tollanna bitnuðu á heimilisbókhaldi bandaríkjamanna og heimsins. Þessar hækkanir sýndu hvernig viðskiptaákvarðanir stjórnmálamanna geta haft bein áhrif á daglegt líf fólks. Fyrir bandaríska framleiðendur birtust áhrifin í auknum kostnaði og mikilli röskun á framleiðsluferlum. Margir höfðu treyst á innflutt hráefni og milliliðavörur frá Kína til að halda uppi samkeppnishæfni sinni. Tollarnir þýddu hærri framleiðslukostnað og aukna erfiðleika við að viðhalda samkeppnisforskoti á alþjóðavísu. Landbúnaðargeirinn, sem er mikilvægur þáttur í bandarísku efnahagslífi, fann fyrir áhrifunum af þessu viðskiptastríði, á sérstaklega hörðum nótum. Kína er stór markaður fyrir bandarískar landbúnaðarafurðir eins og sojabaunir. Viðbrögð Kína, með því að leggja tolla á slíkar vörur, ollu verðhruni og fjárhagslegum skaða hjá bandarískum bændum. Ásamt þessum viðskiptaþvingunum ýtti Trump undir andúð og fordóma í garð Kína og kínverskra borgara með orðræðu sinni og opinberum yfirlýsingum sem aukti líka á tortryggni gagnvart kína. Hann notaði oft hugtök eins og „kínverska veiran“ þegar hann talaði um COVID-19, sem margir töldu ýta undir fordóma og rasisma gagnvart Asíubúum, sérstaklega fólki af kínverskum uppruna. Þessi orðræða, ásamt viðskiptastefnunni, skapaði ekki aðeins efnahagslega spennu heldur einnig félagslega og pólitíska spennu milli Bandaríkjanna og Kína, og jafnvel innan Bandaríkjanna sjálfra. Trump og hans teymi létu reglulega frá sér ummæli sem gáfu til kynna sterkar neikvæðar skoðanir á Kína. Þeir settu sérstaklega út á kínversk tæknifyrirtæki eins og Huawei og TikTok, þar sem Trump hótaði meðal annars að banna TikTok árið 2020. Átök í Sýrlandi og Írak, og Dráp Qasem Soleimani Donald Trump, hélt áfram og í sumum tilfellum styrkti hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna gegn ISIS í Sýrlandi og Írak. Þrátt fyrir yfirlýsingar um að draga herlið Bandaríkjanna til baka, varð aukin hernaðarþátttaka sem leiddi til umtalsverðs mannfalls, þar á meðal almennra borgara. Aðgerðir hans í þessum efnum voru flóknar og mótsagnakenndar; í þeim fólst að berjast gegn hryðjuverkamönnum án þess að skuldbinda Bandaríkin til langvarandi landgöngu eða uppbyggingar. Árið 2020 tók Trump-stjórnin stórpólitíska ákvörðun með því að ráðast á og drepa Qasem Soleimani, æðsta foringja í Al-Quds herdeildinni, sem er hluti af Írönsku byltingarvörðunum, í loftárás í Írak. Donald Trump, sem gaf fyrirmæli um drónaárásina, lýsti Soleimani sem „hryðjuverkamanni númer eitt í heiminum“ og hélt því fram að hermenn undir hans stjórn hefðu myrt hundruð bandarískra borgara og hermanna á síðustu tveimur áratugum. Írönsk stjórnvöld sökuðu Bandaríkin um alþjóðlegt hryðjuverk og gáfu út handtökuskipanir fyrir Trump og aðra embættismenn. Þessi aðgerð olli mikilli spennu milli Bandaríkjanna og Írans og vakti alþjóðlega gagnrýni. Hún endurspeglaði einnig áframhaldandi áhrif Bandaríkjanna í málefnum Mið-Austurlanda og vakti upp spurningar um mögulegar afleiðingar þessa átaks, þar með talið aukna hættu á hefndaraðgerðum frá Íran. Þetta atvik kom af stað alþjóðlegri ólgu og var talið auka líkur á beinum hernaðaraðgerðum milli landanna, sem vakti miklar áhyggjur varðandi stöðugleika og frið í Mið-Austurlöndum. Þrátt fyrir þá réttlætingu Bandaríkjastjórnar að árásin hafi verið nauðsynleg til að koma í veg fyrir frekari árásir á bandarískan her og borgara þá leiddi hún til umræðna um lögmæti og afleiðingar slíkra aðgerða í alþjóðasamskiptum, sérstaklega varðandi fullveldisrétt annarra þjóða og hættuna á að ýta undir frekari ofbeldisverk. Stuðningur við Saudi-Arabíu í Jemen Undir stjórn Donald Trumps veittu Bandaríkin Saudi-Arabíu verulegan stuðning í stríðinu í Jemen, sem spannaði allt frá vopnasölu til hernaðarlegs samráðs og þjálfunar. Þessi stuðningur, sem var hluti af stærri hergagna- og efnahagsviðskiptum ríkjanna tveggja, var sérstaklega gagnrýnisverður vegna alvarlegramannúðar- og mannréttindavandamála sem fylgdu stríðinu í Jemen. Vopnasalan til Saudi-Arabíu ásamt þeim upplýsingum og hernaðarlegri þjálfun sem veitt var af hendi Bandaríkjanna til að berjast gegn Hútí-uppreisnarmönnum, sem eru studdir af Íran, var réttlætt af Trump-stjórninni sem leið til að viðhalda stöðugleika í Mið-Austurlöndum og draga úr írönskum áhrifum.Hins vegar vakti þessi stuðningur upp alþjóðlegar áhyggjur, sérstaklega vegna áhrifa hans á óbreytta borgara og mannúðarástandið í Jemen. Loftárásir, sem ollu mannfalli meðal óbreyttra borgara, og afleiðingar stríðsins, svo sem hungursneyð og sjúkdómar, leiddu til ítrekaðra viðvaranafrá mannúðarstofnunum og Sameinuðu þjóðunum. Innan Bandaríkjanna leiddi stuðningurinn við Saudi-Arabíu til deilna þar sem gagnrýnendur bentu á að Bandaríkin ættu ekki að loka augunum fyrir mannréttindabrotum og alvarlegum afleiðingum stríðsins fyrir óbreytta borgara í Jemen. Þrátt fyrir þessa gagnrýni og áhyggjur af mannúðarástandinu, hélt Trump-stjórnin áfram stuðningi sínum við Saudi-Arabíu, sem undirstrikaði flækjustig stefnunnar sem miðaði að því að tryggja hagsmuni Bandaríkjanna á kostnað alvarlegra áhrifa á mannúð og réttindi í Jemen. Stefna gagnvart Norður-Kóreu Donald Trump brást upphaflega hart við kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu með hótunum en síðan tók hann stefnubreytingu og efndi til tveggja leiðtogafunda með Kim Jong-un. Þessir fundir, sem fram fóru í Singapúr árið 2018 og í Víetnam árið 2019, mörkuðu fyrstu beinu viðræðurnar milli sitjandi forseta Bandaríkjanna og leiðtoga Norður-Kóreu og voru því sögulegir. Þrátt fyrir að fundirnir hafi markað tímamót í sögulegu samhengi, var Trump gagnrýndur fyrir að hafa veitt Kim Jong-un óverðskuldaða alþjóðlega athygli án þess að fá í staðinn raunverulegar skuldbindingar til kjarnorkuafvopnunar eða framfara í mannréttindum. Þessi gagnrýni byggðist á því að fundirnir skiluðu ekki af sér mælanlegum eða raunverulegum framförum í kjarnorkuafvopnun eða samskiptum, sem margir höfðu vonast til. Engu að síður, viðræðurnar milli Trump og Kim Jong-un voru ákveðin skref í átt að diplómatískum samskiptum, þó að langtímamarkmiðum um kjarnorkuafvopnun og mannréttindaumbætur hafi ekki náðst. Úrsögn úr alþjóðasáttmálum Afturköllun Bandaríkjanna úr kjarnorkusamkomulaginu við Íran var einnig umdeild ákvörðun. Samkomulagið, sem undirritað var á stjórnartíð Barack Obama, hafði að markmiði að takmarka kjarnorkuvopnaþróun Íran í skiptum fyrir afnám viðskiptaþvingana. Trump taldi samkomulagið ekki ganga nógu langt í að hindra kjarnorkuþróun Íran og vildi að Bandaríkin myndu þrýsta á enn frekari takmarkanir og eftirlit. Þessi ákvörðun leiddi til aukinnar spennu við Íran og gagnrýni frá alþjóðasamfélaginu, þar sem margir litu á samkomulagið sem Obama-stjórnin gerði sem mikilvægt skref í átt að friði og stöðugleika í Mið-Austurlöndum. Aðgerðir gegn Venezuela Aðgerðir Trump-stjórnarinnar gegn Venesúela sem fólust í að beita Venesúela efnahagslegum og fjárhagslegum refsiaðgerðum, höfðu djúpstæð áhrif á efnahagslegt og félagslegt umhverfi landsins. Þessar aðgerðir voru upphaflega ætlaðar til að setja þrýsting á ríkisstjórn Nicolás Maduros og stuðla að stjórnarskiptum. Hins vegar bentu margir á að þær hafi einnig valdið alvarlegum neikvæðum afleiðingum fyrir almenning í Venesúela. Venesúela glímdi þá þegar við djúpstæða efnahags- og stjórnmálakreppu áður en refsiaðgerðir Trump-stjórinnar voru innleiddar. Landið stóð frammi fyrir óðaverðbólgu, alvarlegum skorti á grundvallarnauðsynjum á borð við mat og lyf, auk vaxandi fátæktar. Refsiaðgerðir, einkum þær sem miðuðu að olíugeiranum - helstu tekjulind landsins - ásamt takmörkunum á aðgangi að alþjóðlegum fjármálamörkuðum, versnuðu stöðuna enn frekar. Þessar aðgerðir ollu efnahagslegum samdrætti og leiddu til aukinnar þjáningar meðal íbúa. Áhrifin á daglegt líf íbúa Venesúela voru gríðarleg og birtust í formi aukinnar fátæktar, hungurs, skorts á heilbrigðisþjónustu og annarra mannúðarkrísa. Fjölgun flóttamanna og innflytjenda frá Venesúela, sem leituðu skjóls og betri lífskjara í nágrannalöndum Suður-Ameríku og annars staðar, þar á meðal á Íslandi, var bein afleiðing þessara erfiðu aðstæðna sem sköpuðust undir stjórn Trumps. Nýjasta yfirlýsing Trumps um NATO og stríðið í Úkraínu Trump hefur hótað því að ef hann nær kjöri vilji hann draga Bandaríkin úr Norður-Atlantshafsbandalaginu (NATO), borgi hin aðildarríkin ekki sinn skerf í varnarmálum sem mörg hver eiga enn erfitt með. Þessi ummæli fyrrverandi forsetans eru ekki aðeins hættuleg og ógnvekjandi, heldur valda þau alvarlegum áhyggjum í Evrópu. Hann hefur jafnframt lýst því yfir að hann ætli ekki að grípa inn í aðgerðir Vladímírs Pútíns, ef Pútín ákveður að ráðast inn í annað Evrópuríki, hafi þau ekki axlað sína ábyrgð á kostnaði við varnarmál. Þetta gefur rússneska forsetanum í raun frjálsar hendur til að framkvæma aðgerðir, þar með talið mögulegar innrásir í NATO-ríki. Slík stefna frá Bandaríkjunum gæti haft djúpstæð áhrif, ekki aðeins á öryggi Evrópu, heldur einnig á stöðugleika alþjóðasamfélagsins í heild. Ef Bandaríkin drægju sig úr NATO, gæti það verið túlkað af Rússlandi sem tækifæri til að auka áhrif sín í Evrópu og jafnvel ráðast inn í fleiri nálæg sjálfstæð ríki líkt og Rússargerðu í Úkraínu. Þetta myndi óhjákvæmilega leiða til aukinnar spennu milli Rússlands og NATO-ríkja og gæti jafnvel ýtt undir hættu á stórátökum á borð við þriðju heimstyrjöld (Sem NATO hefur komið í veg fyrir frá stofnun þess). Þessi afstaða Trumps til aukinnar kostnaðarþátttöku NATO-ríkjanna er sérstaklega kaldhæðnisleg og full af hræsni þegar litið er til fjárhagslegrar sögu Trumps sjálfs, sem er merkt af gjaldþrotum, svikum, lygum, og ógreiddum reikningum. Það virðist sem Trump geri sér ekki fulla grein fyrir grundvallarprinsippum NATO-samstarfsins, sem byggir ekki á einföldum kröfum í heimabanka, heldur á flóknari samvinnu og skuldbindingum. En hann heldur áfram að dreifa stórhættulegum ósannindum, samsæriskenningum og lygum um NATO til sinna kjósenda og stuðningsmanna. Svo til að skilja betur hvernig fjármögnun NATO virkar er mikilvægt að átta sig á að þrátt fyrir að Bandaríkin greiði stærstan hluta kostnaðarins, byggist fjármögnunin ekki á beinum greiðslum milli aðildarríkja. Í staðinn er krafa gerð um að hvert aðildarríki eyði ákveðnu hlutfalli af vergri landsframleiðslu (VLF) sinni í varnarmál. Þetta kerfi er hannað til að tryggja að öll aðildarríki leggi sanngjarna byrði á sig í sameiginlegri varnarvinnu. Þannig er fjármögnun NATO ekki einungis fjárhagsleg skuldbinding heldur einnig pólitísk, endurspeglandi vilja aðildarríkjanna til að standa saman í varnarlegum tilgangi. Því er afstaða Trumps ekki aðeins í andstöðu við grundvallarprinsipp NATO, heldur sýnir hún einnig skort á skilningi á því hvernig alþjóðleg samvinna og skuldbindingar virka í raun og veru, enda er Trump einangrunsinni. Andstaða Trumps við NATO er eins og góð tónlist í eyrum Pútíns. Því hefur verið velt upp hvort stefna Trumps gæti mögulega leitt til lausnar á deilum í Úkraínu. Hins vegar, með hliðsjón af hollustu hans við Pútín, virðist líklegt að Trump myndi einfaldlega víkja fyrir kröfum Rússlands og færa Pútín Úkraínu á silfurfati, sem myndi ekki aðeins veikja NATO heldur einnig gefa Pútín frekari tækifæri til að ráðast á Evrópu, þar með talið NATO-ríki.Þess vegna er brýnt að Úkraína vinni þetta stríð; slíkur sigur yrði ekki aðeins fyrir Evrópu , heldur einnig fyrir heiminn. Mikilvægt er að muna að Evrópa hefur gegnum söguna verið vettvangur fjölmargra stríða og átaka, þar á meðal tveggja heimsstyrjalda á 20. öld. Stofnun Norður-Atlantshafsbandalagsins árið 1949 var vendipunktur í öryggis-, friðar- og varnarmálum álfunnar, sem hefur verið lykilatriði í að viðhalda friði og stöðugleika í Evrópu, sérstaklega þar sem stórveldaátök geta hæglega leitt til víðtækara stríðs. Bandalagið hefur stuðlað að sameiginlegri varnarstefnu og öryggissamvinnu meðal aðildarríkja, sem hefur hjálpað til við að forðast stórveldaátök á meginlandinu. Stofnun NATO var bein viðbrögð við útþenslustefnu og árásargirni Sovétríkjanna eftir Seinni heimsstyrjöld, hugsað sem varnarmúr til að vernda lýðræðisríki Vestur-Evrópu og hefta frekari útþenslu Sovétríkjanna. Frá stofnun sinni hefur NATO gegnt lykilhlutverki í að viðhalda friði og stöðugleika í Evrópu. NATO er ekki fullkomið, en er þó með því besta sem gerst hefur fyrir frið í Evrópu. Trump hefur þá einnig viðhaft orðræðu sem um margt minnir á og endurtekur jafnvel orðalag og slagorð Hitlers. Í nýlegum ræðum Trumps koma fram orðalög og slagorð sem eru áberandi lík þeim sem Hitler notaði: Trump hefur sagt: „I will get rid of the communists and vermin“, orðalag sem einnig var notað af Hitler. Trump hefur notað orðalagið: „I will take care of the threat from within“, svipað og Hitler sagði: "I will take care of the enemy within.“ Trump hefur talað um að „Migrants are 'poisoning the blood of our country'", á meðan Hitler talaði um að "Jews and migrants are poisoning Aryan blood.“ Trump hefur einnig notað orðalagið: „One people, one family, one glorious nation", sem minnir á Hitlers "one people, one realm, one leader.“ Trump hefur áður lýst aðdáun sinni á Hitler, meðal annars með því að segja að hann „hafi gert sumt gott“, og greinilegur samhljómur er að sumu leyti í ræðum og nálgun Trumps og Hitlers. Það er mikilvægt að taka fram að Trump, líkt og Hitler, er þjóðernissinni, og það virðist vera markmið Trumps að umbreyta Bandaríkjunum í fasískt ríki. Sökum stríðsglaðrar veru sinnar sem forseti Bandaríkjanna og þessa atgervis síns er því ljóst að Trump er ekki sá friðarsinni sem margir hafa talið hann vera, ekki frekar en forverar hans í embættinu. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar