Jón Gnarr ætlar á Bessastaði Jón Þór Stefánsson skrifar 2. apríl 2024 20:02 Framboð Jóns hefur legið í loftinu um nokkra hríð. Skjáskot/Jón Gnarr Jón Gnarr ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnir hann í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum í kvöld. „Nú hef ég aftur velt þessu vandlega fyrir mér. Kynnt mér starfið í þaula, rætt við leika og lærða, fyrrverandi forseta, vini og fjölskyldu. Og auðvitað sér í lagi eiginkonu mína Jógu. Ég hef komist að niðurstöðu og hef ákveðið að bregðast við því ákalli og hvatningu sem ég hef fengið, og gefa kost á mér til embættis forseta Íslands í komandi kosningum,“ segir Jón í myndbandinu. „Ég vona auðvitað að ég hljóti umboð þjóðarinnar og held auðvitað að ég sé rétti maðurinn í starfið og verði góður og farsæll forseti. Ég hef margt fram að færa sem ég veit að skiptir máli. Sameiningartákn lýðveldisins er forsetinn. Hann þarf að þekkja íslenska þjóðarsál og getað sameinað þjóðina.“ Hann segist ætla að taka því af mikilli alvöru verði hann kosinn forseti lýðveldisins. Hann segir að íslenska þjóðin verði efst í huga sínum nái hann kjöri, þó hann vilji einnig eiga í góðu sambandi við stjórnvöld. Framboð Jóns hefur legið í loftinu um nokkra hríð. Í lok janúar sagðist hann ekki útiloka neitt varðandi mögulegt framboð, um miðjan febrúar sagðist hann íhuga það að fara fram af alvöru, og í lok mars sagði hann meiri líkur enn meiri á að hann tæki skrefið. Það var síðan um helgina að hann greindi frá því að hann myndi tilkynna um ákvörðun sína í dag. Jón Gnarr er grínisti, leikari og rithöfundur. Þó verður ekki um að ræða fyrsta skiptið þar sem hann stígur á hinn pólitíska völl. Líkt og alþjóð veit stofnaði hann Besta flokkinn árið 2009, sem bauð sig fram í borgarstjórnarkosningum ári síðar. Besti flokkurinn vann kosningasigur, varð stærsti flokkurinn og Jón Gnarr varð borgarstjóri Reykjavíkur. Besti flokkurinn og Jón Gnarr sátu einungis í eitt kjörtímabil og gáfu ekki aftur kost á sér í kosningunum 2014. Í nýju framboðsmyndbandi sínu segir Jón að sem borgarstjóri hafi hann stutt og vakið athygli á mannréttinda- og friðarbaráttu. Hann segist ætla að halda því áfram nái hann kjöri. Árið 2016 var Jón orðaður við forsetaframboð, en hann gaf ekki kost á þér þá, eftir að Ólafur Ragnar Grímsson hafði tilkynnt um að hann hygðist ekki gefa kost á sér aftur. „Ég er gríðarlega upp með mér og snortinn og finnst vænt um að fólk vilji að ég bjóði mig fram. Nei, ég hyggst ekki bjóða mig fram til forseta að svo stöddu en ég gæti hugsað mér að gera það síðar,“ sagði hann í Íslandi í dag á Stöð 2 fyrir rúmum átta árum síðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
„Nú hef ég aftur velt þessu vandlega fyrir mér. Kynnt mér starfið í þaula, rætt við leika og lærða, fyrrverandi forseta, vini og fjölskyldu. Og auðvitað sér í lagi eiginkonu mína Jógu. Ég hef komist að niðurstöðu og hef ákveðið að bregðast við því ákalli og hvatningu sem ég hef fengið, og gefa kost á mér til embættis forseta Íslands í komandi kosningum,“ segir Jón í myndbandinu. „Ég vona auðvitað að ég hljóti umboð þjóðarinnar og held auðvitað að ég sé rétti maðurinn í starfið og verði góður og farsæll forseti. Ég hef margt fram að færa sem ég veit að skiptir máli. Sameiningartákn lýðveldisins er forsetinn. Hann þarf að þekkja íslenska þjóðarsál og getað sameinað þjóðina.“ Hann segist ætla að taka því af mikilli alvöru verði hann kosinn forseti lýðveldisins. Hann segir að íslenska þjóðin verði efst í huga sínum nái hann kjöri, þó hann vilji einnig eiga í góðu sambandi við stjórnvöld. Framboð Jóns hefur legið í loftinu um nokkra hríð. Í lok janúar sagðist hann ekki útiloka neitt varðandi mögulegt framboð, um miðjan febrúar sagðist hann íhuga það að fara fram af alvöru, og í lok mars sagði hann meiri líkur enn meiri á að hann tæki skrefið. Það var síðan um helgina að hann greindi frá því að hann myndi tilkynna um ákvörðun sína í dag. Jón Gnarr er grínisti, leikari og rithöfundur. Þó verður ekki um að ræða fyrsta skiptið þar sem hann stígur á hinn pólitíska völl. Líkt og alþjóð veit stofnaði hann Besta flokkinn árið 2009, sem bauð sig fram í borgarstjórnarkosningum ári síðar. Besti flokkurinn vann kosningasigur, varð stærsti flokkurinn og Jón Gnarr varð borgarstjóri Reykjavíkur. Besti flokkurinn og Jón Gnarr sátu einungis í eitt kjörtímabil og gáfu ekki aftur kost á sér í kosningunum 2014. Í nýju framboðsmyndbandi sínu segir Jón að sem borgarstjóri hafi hann stutt og vakið athygli á mannréttinda- og friðarbaráttu. Hann segist ætla að halda því áfram nái hann kjöri. Árið 2016 var Jón orðaður við forsetaframboð, en hann gaf ekki kost á þér þá, eftir að Ólafur Ragnar Grímsson hafði tilkynnt um að hann hygðist ekki gefa kost á sér aftur. „Ég er gríðarlega upp með mér og snortinn og finnst vænt um að fólk vilji að ég bjóði mig fram. Nei, ég hyggst ekki bjóða mig fram til forseta að svo stöddu en ég gæti hugsað mér að gera það síðar,“ sagði hann í Íslandi í dag á Stöð 2 fyrir rúmum átta árum síðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels